Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 24/2000 ~i Guðmundur Karlsson og Magnús Magnússon. Þrjú þúsund fiskar á stöng úr vötnum á Arnarvatnsheiði yfir sumarið „Við byrjuðum þarna upp frá 9. júní, um hvítasunnuhelgina. Veiðin var frek- ar dræm til að byrja með, enda kalt. Síð- an hlýnaði í vikunni þar á eftir, flugan kviknaði og þá fór fiskurinn að vaka. Veiðin fór því að lagast undir helgina og veiðimennimir sögðu að hún hefði tekið kipp þarna seinnipartinn á 17. júní þeg- ar jarðskjálftarnir byrjuðu", sagði Magn- ús Magnússon veiðivörður á Arnar- vatnsheiði, en Veiðifélag Arnarvatns- heiðar og grisjunarfélagið Dísin var með sýningarbás á atvinnulífssýningunni á Hvammstanga á dögunum. Aðspurðir sögðu þeir Magnús og Guðmundur Karlsson á Mýrum að um 3000 fiskar veiddust á stöng í vötnum á heiðinni yfír sumarið, en einnig væri seld netalögn seinnipart sumars þegar grisjun ætti sér stað hjá Dísinni í samráði við fiskifræðinga, og þá veiddust venju- lega vel á þriðja tonn af fiski í netin. Það er Bjarni Jónsson starfsmaður Norður- landsdeildar Veiðimálastofnunar á Hól- um sem er ráðgjafi Dísar-manna við grisjunina. Aðalveiðin á heiðinni er í Arnarvatni og þar er 90-95% bleikja. Þá veiðist ur- riði í talsverðu magni í Austurá. Annars eru fjölbreyttir veiðimöguleikar á Arna- vatnsheiði í vötnum, ám, lónum og Iækj- um, en veiðitímabilið nær til 10. septem- ber. Veiðifélagið er með starfsmann á heiðinni, Magnús Magnússon og Théo- dór Pálsson skiptast á að vera þar í sum- ar. Þeir sjá um að aðstoða veiðimenn, og sölu veiðileyfa og gistingar, en veiðileyfi er líka hægt að kaupa í versluninni Tröllagarði á Laugarbakka. Við Arnarvatn eru þrír skálar auk sal- emishúss. Stór skáli sem tekur um 15 manns í gistingu og tveir litlir skálar sem eru fyrir fjóra hvor. Þeir eru með gasupphitin og gaseldavél og stóri skál- inn með lýsingu. Gisting kostar 1000 krónur á mann yfir sólarhringinn og hana er hægt að panta hjá formanni Veiðfélagsins Þorsteini á Fosshóli í síma 451 2649. Að Arnarvatni er fært á jepp- um og er ekið upp á heiðina um veg 704, Miðfjarðarveg og síðan vegur F 578 Amarvatnsheiði. Byrjuðu í sængurfatnaði en sauma nú tískufatnað „Það er nóg að gera hjá okkur og við erum mjög sáttar við hlutina. Við saum- um ekkert á lager, erum búnar að selja allt áður en við framleiðum og höfum meira en nóg að gera", segir Ingibjörg Helgadóttir klæðskeri á Hvammstanga en þær mæðgurnar Ingibjörg og Dóra Eðvaldsdóttir stofnuðu fyrir sjö árum saumastofuna Rebekku. Þá byrjuðu þær í því að framleiða rúmföt en framleiðsl- an hefur tekið aðra stefnu með árunum og m.a þróast út í tískufatnað. „Við höfum framleitt mikið fyrir tísku- verslunina Spútnik í Reykjavík. Þaðan fáum við sent efni og saumum að þeirra óskum hinar ýmsu flikur. Síðan höfum við verið að endurvinna fatnað, saumum upp úr gömlum fötum, og við saumum jakkaföt, þjóðbúninga og ýmislegt sem okkur berast beiðnir um", segir Ingi- björg Helgadóttir, en þær mæðgurnar voru með sýnishorn að þessum end- urunna klæðnaði í sýningarbás sínum á Atvinnu 2000 á Hvammstanga nýlega, og gaf þar að líta mjög fallegar flíkur. Mæðgurnar Dóra Eðvaldsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir. Þrátt fyrir næg verkefni hafa þær Dóra og Ingibjörg þó ekki verið að spenna bogann til hins ítrasta og lagt höfuðá- herslu á persónulega þjónustu og geta sinnt þeim verkefnum vel sem þær taka að sér. Með þeim á saumastofunni vinn- ur ein kona hálfan daginn. Norski sirkusinn Agora sýnir á Suðárkróki Norskur sirkus kemur í heimsókn á Sauðárkrók nk. miðvikudag 19. júlí og sýnir á Flæðunum við sundlaugina kl. 19. Þetta er Cirkus Agora og þarna kom fram rússneskir trúðar, loftfimleikar verða sýndir, sjónhverfingar og ýmislegt fleira. Þetta er tólfta starfsár sirkusins sem hefur sýnt víða um heim. Dagskráin er undirbúin að línudansaranum og sirkusstjórnandanum Jan Ketil Sm0rdal. BN úðabrúsarnir fá góðar viðtökur Ný emi frá Bílanausti með íslenskum leiðbeiningum Löngum hefur hærra verðlag og takmörkuð þjónusta verið skýrð með smæð íslenska markaðarins og hve hann sé afskekktur. íslenskir neytend- ur hafa því þurft að greiða sérstaklega fyrir ýmsa þjónustu sem sjálfsögð hef- ur þótt með stærri þjóðum, svo sem að geta lesið utan á vörunni allar nauð- synlegar upplýsingar. Á undanförnum árum hefur Bíla- naust lagt áherslu á það við erlenda birgja að vara, sem fyrirtækið flytur til landsins, uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til hennar innan Efnahags- bandalags Evrópu enda íslendingar með fríverslunarsamning við EBE. Þrátt fyrir góðan árangur gætir stund- um tregðu víða og viðbáran gjaman sú að magnið sé of lítið á evrópskan mælikvarða. Bílanaust er stórt fyrirtæki á sínu sviði og þolir vel samanburð við sambærileg fyrirtæki í nágranna- löndum. Hér á íslandi, eins og í öðrum norðlægum löndum, ráða sérstakar að- stæður sem skapa sérþarfir. Áratuga reynsla Bílanausts hefur oft orðið til þess að erlendir framleiðendur hafa endurbætt vöru sína og þá byggt á þeirri reynslu. Bflanaust hefur því á- kveðna möguleika sem fyrirtækið ætl- ar að nýta betur. Nýir möguleikar Með því að nýta reynslu Bílanausts og stækka markaðssvæðið hefur skap- ast möguleiki á að framleiða ýmsar vörur í stærri stfl í afkastamikilli verk- smiðju í Bretlandi. Vörumar hafa starfsmenn Bflanausts þróað í sam- vinnu við sérfræðinga í efnatækni. Fyrst um sinn er um að ræða úrval efna sem eiga það sameiginlegt að umbúðirnar eru úðabrúsar eða brúsar líkir þeim að lögun. Islenskir sjómenn og bændur vinna við sérstakar aðstæður og oft erfiðar. Bflaviðgerðir á Islandi eru að miklum hluta annars eðlis en t.d. í Danmörku. Með því að þróa hin ýmsu efni og gera þau virkari við íslenskar aðstæður hef- ur einnig komið í ljós að þau öðlast um leið sterkari stöðu á erlendum markaði - sum þeirra þykja t.d. virkari og drý- gri- Umhverfísvænni efni BN AUTOPARTS (en BN er skammstöfun fyrir Bflanaust) er enskt viðskiptaheiti á alþjóðlegri vöru eins og t.d. Icelandair er heiti á alþjóðlegri þjónustu. Öll BN Autoparts úðaefnin eru knúin með óskaðlegu þrýstiefni sem hefur engin skaðleg áhrif á ósón- lagið. Á umbúðunum er vörulýsing á ís- lensku. Notkunarleiðbeiningar á ís- lensku og aðvaranir um hugsanlega skaðsemi, eftir efnum, og upplýsingar um „fyrstu hjálp" og hvað gera skuli beri óhapp að höndum. Auk þess er efnið merkt stöðluðum kóða, flokkun samkvæmt alþjóðlegum staðli, sem gefur starfsfólki á bráðamóttöku eða annars staðar í heilsugæslustofnunum þýðingarmiklar upplýsingar varðandi viðbrögð og aðgerðir. Aukið öryggi Upplýsingar á íslensku tryggja ekki einungis rétta og virkari notkun efn- anna heldur hafa þær ótvírætt gildi sem forvöm, ekki síst gagnvart slysum á bömum. Lok á úðabrúsunum eru þannig úr garði gerð að óvitar eiga tæplega að geta náð þeim af. Fjöldaframleiðsla gegnir lykilhlut- verki í framleiðslu flestra efnavara til nota í iðnaði og á heimilum, við um- hirðu bfla, tækja, húsa og búnaðar. Með BN Autoparts tryggir Bflanaust íslenskum neytendum gæðavöru, full- komnari þjónustu með upplýsingum á íslensku og hagkvæmara verð, segir m.a. í tilkynningu frá Bflanausti, en þessar nýju vörur hafa þegar fengið mjög góðar viðtökur og fyrir almenn- ing gera íslensku leiðbeiningamar efn- in mjög aðgengileg til notkunar. Þá ná mörg þeirra yfir breiðara notkunarsvið en áður er þekkt varðandi slfk efni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.