Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 8
12. júlí 2000,24. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Gauksmýri í Húnaþingi vestra Nýja reiðhöllin vígð formlega Um það leyti sem síðasta blað Feykis kom út, var mikið um dýrðir á Gauksmýri í Húna- þingi vestra, en þá var form- lega vígð þar hestamiðstöð, en uppbygging hennar hefur staðið yfir síðasta árið. Það er Lárus Þ. Valdimarsson sem byggt hefur myndarlega reið- höll og hesthús og að hesta- miðstöðinni standa með hon- um börn hans þau Magnús Lárusson og Sigríður Lárus- dóttir. Við vígsluna sýndu listir sínar ýmsir hestamenn úr hestamannafélaginu Þyt. Þar vöktu meðal annars mikla at- hygli atriði sem börn sýndu, fyrir frumlega framsetningu sem hver. Á Gauksmýri verð- ur boðið upp á hin ýmsu nám- skeið í hestanrennsku. m.a. var við vígsluna kynnt tamninga- aðferð sem Magnús Lárusson og samkennaii hans Svanhild- ur Hall hafa tileinkað sér í Bandaríkjunum. Þau kalla þessa aðferð „viðhorf hests- ins”, en hún mun hafa gefist vel ytra. Á Gauksmýri verður einnig starfrækt hestaleiga og gisti- þjónusta, en mjög góðar reið- leiðir eru í nágrenninu. Má þar nefna Vatnsnesið og yfir Hóp- ið að Þingeyrum, sem talin er með sérstæðari reiðleiðum hér á landi. Væntanlega verður nánar vikið að hestamiðstöð- inni á Gauksmýri í Feyki síðar. Efnileg íþróttakona Sigurbjörg Ólafsdóttir 13 ára frjálsíþróttakona á Blönduósi fékk nýlega viðurkenningu frá USAH fyrir frábæran árangur á þessu og síðasta ári. Sigurbjörg sem er eitt almesta efni í dag, er að flytja suður ásamt foreldrum sínum og mun framvegis keppa fyrir Breiðablik í Kópavogi. Sigurbjörg varð í vetur ís- landsmestari innanhúss í 60 m hlaupi, 60 m grindarhlaupi og langstökki með og án atrennu, og varð 2. í þrístökki. Sigurbjörg setti aldursflokkamet í hlaupa- greinunum á mótinu og einnig í 80 metra hlaupi á Gogga gal- vaska nú nýlega. I fyrra varð Sigurbjörg Is- landsmeistari í 60 metra hlaupi og langstökki og þrístökki án at- rennu á innanhússmótinu, auk þess varð hún 2. í langstökki með atrennu. Þá varð hún sigursæl á njKH/iimic Sigurbjörg Ólafsdóttir. íslandsmótinu utanhúss, sigraði þar í þremur hlaupagreinum, 100 og 800 metra hlaupum og 80 metra greindarhlaupi og varð í 3. sæti í langstökki með atrennu. KJÖRBÓK s Vinsælasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! - Útibuiö á Sauöárkróki - S: 453 5353 Það var ekki amalcgt fyrir þessa kappa að spila golf á Hlíðarendavelli í blíðunni á sunnudaginn. Frá vinstri talið Guðmundur Ingvi Einarsson, Jóhann Bjarkason, Pétur Sigurðsson og Guðjón Baldur Gunnarsson. Hlutafélagið Fluga stofnað um byggingu reiðhallar Hlutafélagið Fluga var form- lega stofnað sunnudagskvöld- ið 2. júlí, um byggingu og rekstur reiðhallar á Sauðár- kiúki. Stofnhlutafé er 37 millj- ónir en heimilt er að auka hlutafé upp í 75 milljónir fram að íyrsta aðalfundi, enda er þegar komið á öngulinn það mikil viðbót að hlutfé verði a.m.k. 50 milljónir, að sögn Páls Dagbjartssonar í Varma- hlíð sem sæti átti í byggingar- nefnd reiðhallarinnar, en Páll á einnig sæti í fyrstu stjóm Flugu ásamt þeim Guðmundi Sveinssyni á Sauðárkróki, Gesti Þorsteinssyni Tröð, Magnúsi Andréssyni Ámiúla og Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni Sauðárkróki. Á stofnfundinum í Tjamar- bæ félagsheimili Léttfeta kom fram að Skagfirðingar ætla að standa mjög myndarlega að byggingu reiðhallarinnar sem verður 30x80 metrai' að gmnn- fleti. Rakin var sagan frá upp- hafi þegar ákveðið var að ráð- ast í bygginguna og hún boðin út. Öllum tilboðum í alútboði var hafnað, þar sem þau reynd- ust of há að mati byggingar- nefndannanna, eða á bilinu 71 - 350 milljónir. Síðan kom tilboð, sem Páll Dabjartsson sagði reyndar að hefði farið „húsa- villt”, frá Sveini Pálmasyni og er talað að í dag verði hægt að reisa reiðskemmuna fyrir 50-55 milljónir, en þá á efitir að ganga frá lögnum og innréttingu að- stöðu í austurenda skemmunn- ar. Einnig kom fram á fundin- um að í burðarliðnum væri samningur um kaup á anddyri hússins, en þar hefði ákveðinn aðili boðist til að kosta vem- legu til með því skilyrði að fá að auglýsa þar sína þjónustu. Þá kom fram á fundinum að í húseiningamar, sem fram- leiddar em í Kópavogi verður notuð steinull frá Steinullar- verksmiðjunni, en byggingar- aðilar lögðu mikla áherslu á að nota steinull í bygginguna í stað pólí-uritan efnis sem notað er í einingaframleiðsluna. Reiðskemman verður stað- sett vestan enda skeiðvallarins í Flæðigerði, og sker gmnnlínan nánast suðurhlið félagsheimil- isins og norðurhlið væntanlegr- ar reiðskemmu. Reiknað var með að teikningar yrðu sam- þykktar nú fyrir helgina og komið er því að taka skóflustunguna fyrir bygging- unni, sem Sveinn Guðmunds- son mun væntanlega taka, en óskað var sérstaklega eftir því á fundinum að stjómin fengi að njóta liðsinnis Sveins áfram, en hann var ásamt þeim Páli Dag- bjartssyni og Þórami Sólmund- arsyni í byggingamefnd reið- hallarinnar. ...bílar, tiyggingar, bækúr, ritföng, framköliun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYMJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.