Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 25/2000 „Fórum ekki út í þetta til að verða rík“ segja Steina og Sorin sem ætla að reka Kaffi Krók næstu fimm árin „Það er draumur okkar beggja að eignast eigið hótel og vonandi kemur að því einhvem tíma. Ég er búin að vinna á hótelum eigin- lega frá því ég byrjaði að vinna, 15 ára gömul, og það finnst mörg- um það skrýtið hvemig það hittist þannig á að ég og Sorin kynnt- umst, hann frá Rúmeníu og ég frá Islandi, en við kynntumst í Nor- egi þar sem við störfuðum bæði á hóteli sumarið 1998”, segir Steina Margrét Finnsdóttir 22 ára Sauðkrækingur, en hún tók nýlega við rekstri Kaffi Króks á Sauðárkróki ásamt unnusta sínum Sorin Laz- ar. Sorin er tónlistarmaður og er hann búinn að starfa sem slíkur hjá Hilton-hótelakeðjunni um allan heim, m.a. í Japan, Kína og Noregi, auk þess sem hann var í nokkum tíma að spila á veitingastöðum í Grænlandi. „Sauðárkrókur er góður staður og hér býr indælt fólk. Ég vil frekar vera hérna en í Reykjavík, en það er mikill munur á þessum stöðum og milljóna borginni Búkarest sem ég er frá”, segir Sorin. Steina Margrét og Sorin hafa ýmislegt á prjónunum varðandi rekstur Kaffi Króks. Steina segir að það hafi komið skyndilega upp að þau tóku við Kaffi Krók, en í rauninni hafi það verið eini möguleikinn fyrir þau til að geta verið áfram á Sauðárkróki. Sorin átti erfitt með að fá fasta vinnu á Króknum og það varð til þess að hann réð sig til að spila á veitingastað í Grændlandi í allt sumar og fram á haust. „Tveim vikum áður en hann fór út rákumst við á aug- lýsinguna um að Kaffi Krókur væri til leigu. Við fórum því til Maríu Bjarkar og það varð úr að við skelltum okkur í þetta. Sorin fór svo út og náði strax að stytta þennan samning úr sex mán- uðum í þrjá og síðan niður í einn mán- uð þannig að við gátum byrjað hér sam- arí’. Aðspurð segir Steina að þau hafi tekið kaffihúsið á leigu til 5 ára og Sor- in segir að það þýði ekkert að fara í þetta í styttri tíma til að ná að skapa staðnum stíl. En er þetta ekki mikið bí- ræfni að fara út í þennan rekstur eins mikil samkeppni og er milli veitinga- staðanna í Gamla bænum á Króknum? „Mér finnst ekki hægt að tala urn samkeppni þannig lagað á milli þess- ara staða, þetta eru svo ólíkir staðir. Olafshús er ágætur matsölustaður, þar sem þú getur fengið allt frá súpu og upp í stórsteik. Við erum kaffihús með léttar veitingar og þægilegan bar á kvöldin og Royal er gott danshús. Við fómm svo sem ekki út í þetta til þess að verða rík, en við höfum hug á að breyta Kaffi Krók og gera hann að ennþá meira aðlagandi stað. Leggum mikið kapp á góða þjónustu og að gestunum líði vel. Ég held að bær eins og Sauðárkrókur þurfi á góðu kaffi- húsi að halda, þar sem fólk getur kom- ið og spjallað á kvöldin. Okkar móttó er að Skagfirðingar séu ánægðir með þennan stað og fari héðan ánægðir eins og aðrir gestir okkar”. Rómantísk augnablik Steina segir að talsvert hafi verið um ferðafólk að undanförnu og þau fengið skemnitilegar heimsóknir fólks frá ýmsum löndum. Til dæmis hafi komið par um daginn þar sem stúlkan var hálf sænsk og hálf íslensk og svo skemmtilega hittist á að faðir hennar bjó einu sinni á Sauðárkróki og vann þá í byggingarvörudeild KS þar sem Kaffi Krókur er einmitt til húsa. Þetta unga par var að fara að opinbera trú- lofun sína og beið eftir því að foreldr- ar hennar kæmu hingað til að sam- fagna. Opinberunin fór fram við út- sýnisskífuna á Nöfunum. „Þegar þau sögðu okkur frá þessu, þá kom auðvitað ekkert annað til greina en við helltum í kampavínsglös þannig að þau gætu skálað fyrir þessu saman. Og þau voru svo glöð og spennt að það komu tár í augun. Þetta var mjög fallegt og skemmtilegt. Annars er þetta búið að ganga mjög vel frá því við byrjuðum 1. júní. A 17. júm var t.d. dansað héma uppi hjá okk- ur og ég man nú bara ekki eftir því að hafi verið dansað í þessum litla sal áður. En við ætlum að vera með dans- leiki annað slagið, vorum t.d. með Gyldruna um daginn og verðum með tónleika með Jagúar á sunnudags- kvöldið. Svo er Sorin að spila héma annað slagið og meira að segja stund- um þegar stemmnigin er sérstök þó það hafi ekki verið auglýst fyrir fram.” Það hafa sjálfsagt sumir veitt því at- hygli að stundum er Sorin og félagi hans Ellert Jóhannsson að spila á staðnum hinumegin við götuna, Olafs- húsi, afhverju það Sorin? „Það er vegna þess að Öli í Ólafs- húsi er besti vinur minn. Hann var sá fyrsti sem vildi fá mig til að spila og eftir það hef ég verið fenginn til að spila á Hótel Akureyri, Olafsfirði, og fleiri staðir sem vilja fá mig til að spila”. Drykkja Grænlendinga ekki ýkt Eins og fyrr segir hefur Sorin spil- að í Grænlandi og eftir að hann og Steina kynntust unnu þau þar bæði í sex mánuði. Steina segir að það sé ekki orðum ýkt að Grænlendingar drekki mikið, og fylliríið á Islending- um sé alveg bamaskapur miðað við það. „Yfirleitt var komið svo mikið í kassann um miðnættið á laugardags- kvöldum að þá þurfti að tæma pening- ana úr honum til að hægt væri að selja meira. Og þeir tímdu ekki að hafa bar- inn lokaðan eitt kvöld. því þá vom þeir að tapa hálfri milljón í veltu, bara á virkum degi”, segir Steina. Sorin segir að Nuuk, þar sem þau vom, sé að mörgu leyti snyrtilegur bær og þar séu margir huggulegir veitinga- staðir, en líka óskaplegar sóðabúllur, þar sem þökin séu hriplek á vetuma og teppin þykk af margra daga bjórsulli. Þetta séu dimmir og dmngalegir stað- ir sem Grænlendingamir sæki í og þeim finnist þetta vera þeirra staðir. Fínu staðimir séu fyrir Danina. Þama endurspeglist kannski minnimáttar- kenndin hjá Grænlendingum gagnvart. yfirboðumm sínum í Danaveldi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.