Feykir


Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 1
ICEYKIM 2. ágúst 2000, 26. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Sigmundur á Vestari - Hóli með heimagangana og hundinn. Simbi, sem orðinn er rúmlega sjötugur, hefur alla tíð yrkjað sinn akur á hólnum. Búist við íjölmenni á Kántrý- hátíðinni á Skagaströnd íbúatala Skagastrandar kem- ur til með að margfaldast um verslunarmannahelgina þeg- ar þar verður haldin kántrí- hátíð í sjöunda sinn. Hátíðin síðustu árin hefur fyrst og fremst verið sniðin að þörfum fjölskyldunnar og svo er einnig nú. Tjaldstæði eru á þremur stöðum í þorpinu og góð snyrtiaðstaða. Ekki verður selt sérstaklega inn á hátíðina, en seld verða merki til styrkt- ar henni. Selt verður sérstak- lega inn á dansleiki í Fells- borg og í Kántríbæ. Hátíðin hefst föstudaginn 4. ágúst kl. 16 og henni lýkur að- faranótt mánudagsins kl. 04. Að sögn Björns Hannessonar fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar verður margt til skemmtunar bæði daga og nætur. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar verður á Skagaströnd alla helgina. Snörumar, þær Helga Möller, Eva Ásrún Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir koma saman eftir nokkurt hlé og skemmta á Kán- tríhátíðinni. Kántíhljómsveitin Buffalo Wayne kemur frá Lux- emburg, einnig má nefna söng- konuna Rut Reginalds og kánt- ríkónginn sjálfan Hallbjörn Hjartarson. Dansleikir verða bæði í Kán- tríbæ og félagsheimilinu Fells- borg auk tónlistarflutnings á palli. Þjóðlagasveit skipuð 35 hljóðfæraleikurum kemur frá Svíþjóð og spilar fyrír gesti. Kántídanshópur á Skagaströnd hefur æft fyrir hátíðina og sýnir á pallinum. Fyrir yngri kynslóðina verð- ur sérstök barnaskemmtun á palli undir stjórn Helgu Möller og Jóhanns Arnar Ólafssonar. Þá verður marhnútakeppni, leikborg og tívolí verður opið alla helgina. Hápunktur hátíðarinnar er án efa gospellmessan á sunnudeg- inum. Þar messar Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur Hólaneskirkju ásamt gospelkór einsöngvurum og hljómsveit. Svo má ekki gleyma varðeldi og stórkostlegri flugeldasýningu að kvöldi sunnudags. „Bara fjöllin og flóinn til skiptanna" segir Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari - Hóli í Fljótum sem þarf nú að verja sinn eignarrétt sökum þess að jörðin er enn á nafni afa hans og nafha er dó árið 1941 „Það er alveg Ijóst að maður sem dó árið 1941 hefur ekki staðið fyrir framkvæmdum á jörðinni síðan. Það er óyggjandi að ég á bæði hús og ræktun, þannig að það væri þá bara fjöllinn og flóinn sem eru til skiptanna, en lögfræðingur minn segir að það sé komin hefð á þetta fyrir löngu", segir Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari-Hóli í Fljótum, en kom- ið er upp nokkurt sérstakt mál varðandi eignarhald á jörðinni. Komið hefur í ljós að eigna- breytingar á jörðinni voru síðast þinglýstar árið 1934 og því telja nokkur skyldmenni Sigmundar að jörðin sé ennþá á nafni al- nafna og afa núverandi bónda á Vestara-Hóli, en sá fæddist 1860 oglést 1941. Það eru barnaböm Sigur- bjargar Sigmundsdóttur móður- systur Sigmundar bónda á Vest- ari - Hóli sem hafa höfðað mál og er áætlað að dæmt verði í því í Héraðsdómi Norðurlands vestra 12. september nk. Þau halda þvf fram að amma sfn hafi aldrei samþykkt framsal jarðarinnar á sínum tíma. Sigmundur Jónsson á Vest- ari - Hóli segir að það hafi komið sér ákaflega á óvart þeg- ar farið var að hrófla við þess- um málum, enda hafi hann aldrei lent í neinum vandræð- um varðandi veðbókarvottorð af jörðinni og allt verið eins og í stakasta lagi með veðbönd. Sigmundur segir að þegar Sveinn Sigmundsson föður- bróður sinn lést af slysförum 1954 hafi Hermann Jónsson á Ysta-Mói þáverandi hrepps- stjóri og fulltrúi sýslumann rit- að bréf til sýslumanns og beð- ið um leiðbeiningar varðandi breytingar á afsali jarðarinnar og tilgreint í bréfinu að öll böm Sigmundar Jónssonar og Hall- dóru Baldvinsdóttur séu sam- þykk því að Sigmundur Jóns- son yngri fái jörðina. Þetta bréf fannst en þinglýsingar varðandi breytingar á afsali hafa ekki komið til skjalanna. „Eg tók við láni sem hvíldi á jörðinni á sínum tíma og þar veðsetur Sveinn jörðina sem sína eign. Eg fékk síðan ný lán fyrir byggingum, fyrst eitt lán fyrir hlöðubyggingu 1972 og síðan tvö fyrir fjósbyggingu, og aldrei vora nein vandamál varðandi veðbókarvottorð, þannig að ég hélt að allt væri í stakasta lagi", segir Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari - Hóli, og honum er óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa verið gerðar breytingar á afsali allan þennan tíma. Þar hljóti að hafa orðið mistök hjá embætti sýslumanns eða gögn glatast á þessum tíma. Viðbúnaður hjá lögreglu „Jú að sjálfsögðu erum við með viðbúnað vegna verslunar- mannahelgarinnar. Við erum nátt- úrlega með Kántríhátíðina í okkar umdæmi og fáum átta manna við- bótarlið að sunnar og setjum upp vaktir. Annars fór þessi hátíð mjög vel fram í fyrra, enda yfirbragðið fjölskylduhátíð og við vonum að svo verði líka að þessu sinni", seg- ir Gunnar Sigurðsson hjá lögregl- unni á Blönduósi. Gunnar sagði að það hafi verið rólegt hjá lög- reglunni að undanfömu, og sömu sögu var að segja af lögreglunni á Sauðárkróki, en einhver beigur var í lögreglumönnum þar vegna væntanlegs dansleiks í Miðgarði nk. föstudagskvölds. Mikil ung- lingadiykkja hefur jafnan verið vandamál á föstudagskvöldum um verslunarmannahelgi í Miðgarði. Aðalgötu 24 Skr. sfmi 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIFARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sænwndargata Ib 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.