Feykir


Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 5
26/2000 FEYKIR 5 Makindalegur heima á Bíldudal fyrir nokkrum árum. ar enda langt fyrir innan línu. A þessum tíma voru Kári og Gerður að stofna heimili og hún sá um uppgjör- ið. Þegar við komum í land 20 mínútur fyrir hádegi á laugardeginum fyrir verslunarmannahelgina, kom í ljós að uppgjörið hafði eitthvað brugðist hjá Gerði og allir peningamir sem við Kári áttum að fá í okkar hlut fyrir helgina fóru í að kaupa saumvél og fleiri heim- ilistæki. Og við Kári sem áttum vín- pöntun á pósthúsinu og þurftum að ná því út fyrir helgina. Kári varð náttúrlega öskuillur og það veitti ekkert af að ég gengi á milli. Við fórum svo að leita leiða til að ná víninu út, en það var ekki við það komandi hjá Óla á pósthúsinu að við fengjum það út fyrst við sóttum það ekki fyrir lokun. Nú voru góð ráð dýr, en þegar við Kári vorum að hugsa okkar ráð, kom allt í einu í hugann að við höfðum verið að hjálpa Gunna bakara að byggja vet- urinn áður, og þá var lagt í góða tunnu. Við fórum suðureftir til Gunna og það stóð heima að tunnan var þar til staðar og ágætis mjöður. Við skenktum í glös og byrjuðum drykkju. Allt í einu birstist á skörinni maður sem var að leita að Gutta bakara föður Gunna, sem þá var háttsettur í sveitarstjóminni. Þetta var Jóhann Salberg sýslumaður og hann hafði snör handtök, þreif glasið á borð- inu og drakk í botn. „Þetta er hreint ekki sem verst hjá ykkur strákar”, sagði Sal- berg og hvarf við það á braut. Dansæfing á landsstími Við Kári ákváðum að nú væri gam- an að skreppa aðeins á sjóstöng út á fjörðinn. Við tókum fimm lítra dunk með okkur og héldum áfram að þjóra. A heimleiðinni var ég hinn fjömgasti eitthvað að sýna Kára nýjustu dans- sporin, en steig einum tveim skrefum of mikið til vinstri og hafnaði í sjónum. Ég var búnn að svamla þar dágóða stund þegar Kári veitti því eftirtekt. Þegar við siglum inn höfnina stend- ur Kári bísperrtur í stafni baðandi út öll- um öngum, heldur karlmannlegur. Ég ætla heldur betur að sýna hvað ég sé góður stýrimaður, en tekst ekki betur til en svo að báturinn rekst á bryggjuna. Þar með styngst Kári tignarlegur fyrir borð og hverfur undir neðsta bandið í bryggjuþilinu og skaut svo upp hinum megin. Kári þurfti síðan að kafa til baka til að komast undan bryggjunni, og þeir sem fylgdust með innsiglingunni hjá okkur höfðu heldur gaman af. Við fórum síðan að hitta Binna Rafns sem átti nóg vín og við skelltum okkur á ball í Húnaveri. Þai' birtist m.a. maður sem sperrti sig, barði sér á brjóst og sagði. „Sterkur og myndarlegur maður. Hér er mættur Skagafjarðar skelfirinn”. Þarna var þá mættur Run- ólfur Lárusson og sló um sig. Langflottasti hrekkurinn En margar af sögunum sem sagðar hafa verið af Dubba eru uni samskipti hans og stjúpans Adolfs Björnssonar rafveitustjóra. Dubbi segir skýringuna á stirðum samskiptum þeirra líklega þá, að móðir sín Stefánía Frímannsdóttir hafi tekið það loforð af Adolf þegar þau hófu sambúð, að hann skyldi sem minnst hafa afskipti af uppeldinu á Dubba, hún skyldi sjá um það. Dubbi segir að Adolf hafi staðið við þetta, en hann hefði í raun alltaf viljað að fóstri sinn sýndi meiri afskipti, því drengnum vantaði alla tíð föður. - En var eitthvað til í þessum sögum um samskipti Dubba og Adolfs? Já ég sýndi honum ýmsa hrekki. Þú mannst kannski ekki eftir því þegar sinnepið kom í pylsulíkinu. Þettá fannst mér langflottasti hrekkurinn. Pylsulíkið með sinnepinu stóð á matarborðinu og tappinn laust skrúfaður. Ég sagði „hvað er þetta eginlega” og sló snöggt ofan á þetta þannig að tappinn flaug í fallegum boga beint á nefbroddinn á Adolf og væn slumma af sinnepi með. Ég skemmti mér víst vel yfir þessu, en aðr- ir við matarborðið voru ekki jafn hrifn- ir”. Þessir strákar héldu tombólu fyrir skömmu og létu ágóðann renna til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki: Jón Gestur Atlason og bræðurnir Atli og Árni Arnarsynir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.