Feykir


Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra — 2. ágúst 2000,26. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Þriggja ára áætlun Svf. SkagaQarðar Róttækar breytingar í skólamálum KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands I forystu til framtíðar Útibuið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Þriggja ára áætlun Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar, sem nýlega kom til fyiTÍ umræðu í sveitar- stjóm, felur í sér nokkuð róttæk- ar breytingar í skólamálum í hér- aðinu. Þær stærstu að haustið 2001 verði 7. og 8. bekkur á Hól- um fluttir á Hofsós og eftir það kennt í tveimur deildum á Hól- um. Þá verði einnig haustið 2001 hætt kennslu á Sólgörðum í Fljótum, 5. 6. og 7. bekkur Steinsstaðaskóla fluttir í Vanna- hlíðarskóla, og kennslu hætt að öllu leyti að Steinsstöðum vorið 2003. „Hér er um að ræða frum- tillögur og leitað verði samstarfs og samráðs við kennara og for- eldra”, segir í áætluninni. Grunnurinn sem þriggja ára áædunin byggir á er annars veg- ar fjárhagsáætlun 2000 og hins vegar ársreikningar 1999 og bókhald janúar - júní 2000. Gert er ráð fyir að útsvar hækki á ári um 2% á ári vegna raunhækkun- ar launa, fasteignagjöld um 1 % og framlag úr jöfnunarsjóði um 2% áári. í spamaðarhlið áætlunarinnar er gert ráð fyrir að fækkað verði um tvo í sveitarstjóm á miðju ári 2002, eða við næstu sveitar- stjórnarkostningar, og skoðað verði með fækkun í öðmm nefndum. Kostnaður á bæjar- skrifstofu lækki vegna breytts vinnufyrirkomulags. Frá og með miðju ári 2000 verði einn þjón- ustufulltrúi í starfí. Félagsmálastofnun flytji um mitt ár 2001 í Aðalgötu 16 B. Breytt vinnufyrirkomulag þar lækki launakostnað um 20%. Leikskólamir Glaðheimar og Furukot verði sameinaðir undir eina stjórn 1. ágúst 2001, en hinsvegar er fallið frá ákvörðun um að leggja niður leikskóla á Hofsósi. Aætlað er að rekstrar- kostnaður Birkilundar í Varma- hlíð vaxi. Hætt verði við að styrkja dagvist á Hofsósi og einnig rekstur gæsluvallar á Sauðárkróki. Daggjöld komi til lækkunar rekstrarkostnaðar dag- vistar aldraðra. Vegna flutnings nemenda frá Steinsstöðum þykir sýnt að rekstrarkostnaður Varmahlíðar- skóla hækki, en á móti lækki kostnaður við skólaakstur. Þá má einnig geta meðal þess helsta í þriggja ára áætlunininni, að gert er ráð fýrir tekjum sveit- arfélagsins vegna sölu á Stjóm- sýsluhúsi um mitt ár 2001, en Sveitarfélagið Skagafjörður á um 60% í þeirri húseign. Flutn- ingur félagsþjónustunnar í Aðal- götu 16 B, sem er efri hæð Minjahússins, og væntanleg sala Stjómsýlsuhússins er tilkomin vegna flutnings Byggðastofnun- ar á næsta ári. Þriggja ára áætlunin hefur þegar mætt andstöðu minni hluta sveitarstjómar, fulltrúa Skaga- fjarðarlistans, sem telja að þar séu hlutir settir fram án þess þeir hafi verið ræddir í sveitarstjóm- inni, ekki sé þama tekið á fjár- hagsvanda sveitarfélagsins nema þá með því að skerða þjónustu við íbúana og við slíkt verði ekki unað. Ljósleiðaraflokkurinn, frá vinstri talið: Eggert Birgisson, Guðbjöm Óskarsson, Páll Ólafsson, Orri Hreinsson, Friðrik Bjamason og Friðrik Pálmason. Búið að leggja ljósleiðara milli Sauðárkróks og Hofsós Vinnuflokkur frá Vinnuvél- um Pálma Friðrikssonar á Sauðárkróki hefur í sumar unnið að því að leggja ljósleið- ara frá Sauðárkróki til Hofsós, um 35 mílómetra leið. Fyrir helgina var búið að leggja strenginn að Grafargerði við Hofsós og bjóst Friðrik Pálma- son verkstjóri við því að strengurinn yrði kominn að húsvegg símstöðvarinnar á Hofsósi upp úr hádeginu sl. sunnudag og mun sú áætlun hafa staðist. Seinlegasti hluti verksins, sagði Friðrik. að hafi verið lögnin meðfram Strandvegin- um á Sauðárkróki, en þrjár vik- ur í júnímánuði fóru í það. Skagstrendingar á toppnum yfír þá gjaldahæstu á svæðinu Skagstrendingar eru mjög fyrirferðarmiklir á listnum yfir 10 gjaldhæstu einstaklinga í Norðurlandi vestra. Tveir Hvammstangabúar og tveir Siglftrðingar eru á þessum lista, en gjaldhæstu Skagfirðingamir og Blönduósing- amir vom langt frá því að komst í þessi mis- vinsælu sæti. Gjaldhæstu einstaklingar á Norðurlandi vestra em eftirtaldir: 1. Gunnar Ámi Sveinsson, Skagastr. 27.975 2. Guðm. T. Sigurðsson, Hvammst. 15.099 3. Láms Þór Jónsson, Hvammst. 5.127 4. Ámi Ól. Sigurðsson, Skagastr. 4.504 5. Guðjón Guðjónsson, Skagastr. 4.457 6. Emst Bemdsen, Skagastr. 4.333 7. Róbert Guðfinnsson, Sigluf. 4.283 8. Sigurður Baldursson, Siglufi. 4.201 9. Alfreð Hafsteinsson, Skagastr. 3.916 10. Finnur S. Kristinsson, Skagast. 3.901 Byrjað var síðan að plægja frá Króknum í júlíbyrjun og hald- ið þvert yfir Hegranesið, yfir austari kvísl Héraðsvatnanna hjá Lóni, og lagt þaðan frá fjöruborðinu allt upp undir fjallsrætur fyrir ofan Tuma- brekku, þannig að um misjafn- an jarðveg var að fara, en sér- stök plaströr eru rist utan um strenginn þar sem jarðvegur þykir varasamur. Aðspurðir livoil að álfamir í Hegranesinu hefðu gert einhverjar skráveif- ur, sögðu þeir ljósleiðarara- menn, að gmnsemdir hefðu vaknað í Viðvíkursveit að þeir hefðu komið á eftir flokknum, en þá komu tveir slæmir dagar þar sem nokkrar bilanir urðu, en að öðm leyti hefði lögn ljós- leiðarans gengið vel. Vinnu- flokkurinn frá Vinnuvélum Pálma Friðrikssonar hefur mikla reynslu í að leggja ljós- leiðara og hefur sinnt því verki í öllum landshlutum. Friðrik Pálmason giskaði á að þeir væm búnir að leggja um 1000 kílómetra frá árinu 1989. TOYOTA - tákn um gæði TRYCGINCA- MIÐSTÖÐIN HF. þegar mest á reynir! ...bílar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBJAKS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 6960 Kodak Pictures KODAjflzXPnESS gæðaframköllun \

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.