Feykir


Feykir - 23.08.2000, Page 1

Feykir - 23.08.2000, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Unnið að uppbygg- ingu „Loðskinns“ Skagafjörður og nágrenni var að þessu sinni vettvangur sam- ráðsfundar félagsmála- og sveit- arstjórnarráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í síðustu viku. Atján manna hópur erlendra gesta kom til Sauðárkróks að morgni fimmtudags og hélt síð- an til baka úr héraðinu á laugar- dagsmorgni eftir að hafa fundað og skoðað sig um í Skagafirði og Siglufirði. Fulltrúar sveitarstjómar Skagafjarðar tóku á móti gestun- um og efnt var til móttöku við Faxatorgið þar sem starfsemi sveitarfélagsins var kynnt. Um hádegisbil var síðan ekið í Varmahlíð en fundarstaðurinn var Hótel Varmahlíð. Að kvöldi fimmtudags var síðan boðið til málsverðar í Jarlsstofunni í Hót- el Tindastóli. Þar voru m.a. kynntir til sögu fjórir bræður úr sveitinni og skemmtu þeir með söng. Gerðu gestir góðan róm að söng Alftagerðisbræðra. A föstudag var haldið til Siglufjarðar og tekið á móti gestunum í Síldarminjasafninu, saga bæjarins sögð í máli og myndum, m.a. sýnd myndin frá Siglufirði sem sýnd var á heim- sýningunni 1930. LeikararúrLS sýndu sfldarsöltun á planinu og á eftir var slegið upp harmon- ikkuballi fyrir gestina. Frá Siglu- firði var farið um hádegisbyl í Hofsós þar sem Vesturfarasetrið var skoðað og þaðan haldið heim til Hóla, þar sem starfsemi bændaskólans var kynnt og gest- ir bi'ugðu sér á hestbak. Það voru síðan þreyttir gestir sem lögðust til hvílu á Hótel Tindastóli um kvöldið og héldu þeir síðan af stað heimleiðis daginn eftir. Að sögn Birkis Jónssonar að- stoðarmanns Páls Péturssonar félagsmálaráðherra tókst þessi fundur og heimsókn mjög vel og voru gestimir yfir sig hrifnir af því margbreytilega sem í boði var. „Þetta var alveg frábært og það er alveg ljóst að mjög mikið er um að velja í Skagafirði og Siglufirði til að sýna gestum. Og það er athyglisvert að mikið af þessu hefur komið til á síðustu 5-10 árum. Við t.d. komum því ekki við að fara með gestina í Glaumbæ og fannst það miður", sagði Birkir Jón Jónsson. Unnið er að því að byggja upp starfsemi í sútunarverk- smiðjunni á Sauðárkróki að nýju, eða Loðskinni Sauðár- krókur ehf. eins og fyrirtækið heitir eftir gjaldþrot Loðskinns á liðnu hausti, þegar stærsti kröfuhafinn Búnaðarbankinn leysti birgðir og vélar til sín. Starfsemi lagðist þó aldrei af og í sumar hefur þar verið stöðug vinna og nokkuð rýmkast um birðir. Markaðir hafa verið að opnast að nýju og lítur betur út nieð sölu en gert hefur um ára- bil. „Við erum að stefna að því að byggja fyrirtækið upp að nýju, meiningin er að kaupa gæmr inn núna í haust og samningar standa yfir við slát- urleyfishafa. Við ætlum okkur að byggja fyrirtækið upp eftir því sem markaðurinn Ieyfir, en það er ekki séð í dag að það verði með 60 manns í vinnu al- veg á næstunni eins og þegar best lét segir Karl Bjamason framleiðslustjóri, en þessa dag- ana er verið að auglýsa eftir starfsfólki í stað þess skólafólks sem starfaði í sumar. Þá unnu 15 manns í „Loðskinni" og ætl- unin er að fjölga starfsfólki lít- illega nú í haust. 1 sumar hefur verið nokkuð um pantanir frá viðskiptavinum í Evrópu en einnig er sýnt að Asíumarkað- urinn er að opnast, að sögn Karls. Framkvæmdastjóri Loð- skinns Sauðárkróki ehf. er Baldvin Valtýsson frá Siglufirði starfsmaður Búnaðarbankans í Reykjavík, en Gunnsteinn Bjömsson hefur ásamt Karli séð um starfsemina á Sauðár- króki. Frá kvöldverðinum í Jarlsstofu. „Þetta er notaleg stund”, sagði Páll Pétursson félagsniálaráð- herra með Karen Jespersen innanríkisráðherra Danmerkur á hægri hönd og Britte Lejon lýð- ræðis- og stjórnsýsluráðherra Svíþjóðar á þá vinstri. Til vinstri er Audun Tron ráðuneytisstjóri norska sveitarstjórnarráðuneytisins og til hægri er aðstoðar innanríkisráðherra Finnlands, Aulikki Entula. Norrænir sveitarstjórnar- ráðherrar funda í Skagafirði SSNV þingar á Hólum um helgina Ársþing Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra verður haldið að Hólum í Hjaltadal á föstudag og laug- ardag, 25. og 26. ágúst. Búast má við talsverðum umræðum í kjölfar framsöguerinda (en gestir þingsins eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga og ráðherramir Páll Pét- ursson og Valgerður Sverrris- dóttir. Framsöguerindi og umræður á þinginu verða um „byggðaað- gerðir á Islandi í samanburði við önnur lönd”, sem fulltrúi frá Þróunarsviði Byggðastofnunar mun fjalla um. Bjarni Þór Ein- arsson framkvæmdastjóri SSNV greinir frá hugmyndum um „frumkvöðlasetur”, Baldur Val- geirsson framkvæmdastjóri In- vest fjallar um menntun og at- vinnu og Björgvin Njáll Ingólfs- son greinir frá markmiðum og hlutverki Nýsköpunarsjóðs. Þing SSNV verður sett kl. 10,30 á föstudag og hefst með venjubundnum þingstörfum, en ávörp gesta og framsöguerindin em síðan á dagskrá eftir hádegið. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Ʊ bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 jfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir fíéttingar jfc Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.