Feykir


Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/2000 Skagaströnd var mikið í fréttum um verslunarmannahelgina þegar þar var haldin Kántrí- hátíðin, sem reyndist önnur fjölmennasta útihátíðin þessa miklu ferðahelgi, með 7-8 þúsund manns, cinungis þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var talin fjölmennari. Skagastrandarhátíðin vakti einnig sérstaka athygli fyrir það hvað hún fór vel fram. Norðvesturbandalagið stærsti aðilinn í Goða hf Um síðustu mánaðamót náðist loksins endanleg lending í þreifingum Norðvestur- bandalagsins og nokkurra annarra sláturleyfishafa um stofnun sameiginlegs öflugs fyrirtækis. 1. ágúst var form- lega stofnað Goði hf. nýtt fyr- irtæki í kjötíðnaði og slátur- húsarekstri. Eftir sameining- una er Goði hf. stærsti slátur- leytishafi landsins með rúm- lega 40% markaðshlutdeild. Fyrirtækin sem sameinuðust í eitt eru: Norðvesturbandalag- ið hf. á Hvammstanga, Borgar- nes-Kjötvörur ehf. í Borgamesi, Sláturhús og kjötvinnsla Kaup- félags Héraðsbúa á Egilsstöð- um, Kjötumboðið hf í Reykja- vík og Þríhymingur hf. „Markmið sameiningarinn- ar er fyrst og fremst að mynda öfluga rekstareiningu og laga íslenskar landbúnaðarafurðir að síbreytilegu markaðsumhverfi. Einungis þróttmikið fyrirtæki getur brugðist við þessum að- stæðum á fullnægjandi hátt. Markmið Goða hf. er að geta boðið bændum góð kjör í við- skiptum sínum og vera um leið traust afurða- og vinnslustöð í fremstu röð”, segir í tilkynn- ingu vegna stofnunar Goða. í ár er gert ráð fyrir að velta Goða hf. verði 3.6 milljarðar króna en yfir 4 milljarðar króna árið 2001. Starfsmenn fyrirtæk- isins em um 260 talsins, þar af um 200 á landsbyggðinni. A álagstímum, svo sem í sláturtíð, er gert ráð fyrir að starfsmanna- fjöldinn verði um 700 manns. Uppsagnir starfsfólks eru ekki fyrirsjáanlegar í kjölfar samein- ingarinnar. Goði hf. mun reka sláturhús á eftirtöldum stöðum: Hvammstanga, Búðardal, Hólmavík, Egilsstöðum, Foss- völlum, Breiðdalsvík, Homa- firði, Hellu, Þykkvabæ og Reykjavík. Höfuðstöðvar Goða hf. verða í Reykjavík. Þrír stærstu eigendur Goða hf. eru Norðvesturbandalagið hf„ Þriliymingur og Kaupfélag Héraðsbúa. Stjóm Goða hf. skipa: Olafur Sveinsson, for- maður, Pálmi Guðmundsson, varaformaður, Ingi Már Aðal- steinsson, ritari, og meðstjórn- endumir Jón E. Alfreðsson og Örn Bergsson. Framkvæmda- stjóri Goða hf. er Valdimar Grímsson. Skagafjörður íbúð til sölu Félagsmálanefnd Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í 2ja herberja, 58.5 m2, íbúð að Víðigrund 22 á Sauðárkróki. Frestur til að skila inn tilboðum er til 1. september n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 3000. Félagsmálanefnd Skagafjarðar. Mikil mannekla á Blönduósi Ljóst er að talsverð vöntun er á verkafólki til starfa á Blönduósi. Nokkur fyrirtæki hafa auglýst eftir fólki að und- anfömu án þess það hafi borið árangur. Forráðamenn rækju- verksmiðjunnar Dögunar þurftu að grípa til þess að ráða sex Pólverja í vinnu til þess að ná að manna vaktina. Að sögn Valdimars Guðmannssonar formanns Verkalýðsfélagsins Samstöðu hefur einnig vantað fólk hjá fiskvinnslunni Norður- ós og fleiri fyrirtækjum og þá horfir ekki vel með fólk til starfa við slátmn nú í haust. „Skólafólkið er náttúrlega að hverfa af vinnumarkaðnum og þá má búast við að ástandið versni. Og í sambandi við slátr- unina þá er ekki undarlegt þó illa gangi að fá fólk, þar sem störfin þar hafa byggst mikið upp á sveitafólki, en þróunin hefur verið sú að það hefur ráð- ið sig í vaxandi mæli í fasta vinnu hér á Blönduósi”. Aðspurður um ástæður fyrir þessari manneklu nefndi Valdi- mar einkum tvennt er kæmi í hugann. Það er að talsvert hafi munað um það þegar rækju- vinnslan bætti við annarri vakt, en á hveiri vakt starfa rúmlega 10 manns. Þá séu allar júgóslavnesku fjölskyldumar fluttar úr bænum og þar hafi líklega hoifið um 15 manns af markaðnum. „Það er líka umhugsunar- efni hvað stjómvöld ætli að gera í byggðamálum, þó fólk hafi ekki farið héðan vegna þess að það vanti vinnu, en mér sýnist að þau ætli ekki að gera neitt, og þarerfjarvinnslumálið glöggt dæmi um”, segir Valdi- mar Guðmannsson. Heimir syngur í Lang- holtskirkju á sunnudag Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 27. ágúst kl. 17, en um kvöld- ið leggur kórinn af stað á Heimssýninguna Espo 2000 í Hannover í Þýskalandi. Þar mun kórinn koma fram ásamt fleiri listamönnum á þjóðar- degi íslands 30. ágúst. Á fjölbreyttri söngskrá eru eingöngu íslensk lög og marg- ar perlur eins og t.d. „Brennið þið vitar” eftir Pál ísólfsson, ljóð Davíðs Stefánssonar, „Sjá dagarkoma” eftir Sigurð Þórð- arson, ljóð Davíðs Stefánsson- ar, „Sefur sól hjá Ægi” eftir Sigfús Einarsson, ljóð Sigurð- ar Sigurðssonar, „Þótt þú lang- fömll legðir” eftir Sigvalda Kaldalóns, ljóð Stephans G. Stephanssonar, „Ætti ég hörpu" eftir Pétur Sigurðsson, ljóð Friðrik Hansen, „Hallar- frúin” eftir Jón Bjömsson, ljóð Davíðs Stefánssonar, og „Skagafjörður” eftir Sigurð Helgason, ljóð Matthíasar Jochumssonar. Einnig syngur kórinn þjóðsöng íslands eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson, ljóð Matthíasar Jochumssonar og þýska þjóðsönginn. Alls em 16 lög á söngskránni. Að- göngumiðar á tónleikana í Langholtskirkju verða seldir við innganginn. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðái króki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaiitari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hemiannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.