Feykir


Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 27/2000 „Auðveldara en áður að verða sér út um vín“ segir Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn í viðtali um unglingadrykkju og fleira úr starfinu „Það eru miklu fleiri hættur á vegi unglinga nú en voru hérna áður fyrr, sérstaklega með tilkomu fíkniefnanna. Þegar ég var að alast upp voru fíkniefni ekki til hér og það eru gerð- ar allt aðrar kröfur til unglinga í dag en var hér áður. I sjálfu sér eigum við ágætt samstarf bæði við unglinga og foreldra, en auðvitað mætti ástandið vera betra, sérstaklega í kring- um dansleikina. Aldurslágmarkið þar er 16 ár og auðvitað er alltof mikið um áfengis- neyslu, ásamt því að alltof mikið er af of ungum krökkum í kringum danshúsin. Það er kannski hópur af fjórtán ára og fimmtán ára unglingum, utan við dansstaðina sem ekki komast inn. En eins og fyrirkomulagið er í dag þá komast þeir sem verða sextán ára á ár- inu inn á þessa staði. Það er þessir krakkar undir aldri sem sækja stíft að komast á sveita- böllin og auðvitað er drykkja meðal þeirra. Það er verið að reyna að spyma við fótum og koma í veg fyrir þetta, en það gerir lögreglan ekki ein. Og ástandið mætti vera betra í Mið- garði sem er okkar stærsta hús. Við reynum að vera með þrjá lögreglumenn á vakt í bíl fyrir utan og a.m.k. einn óeinkennisklæddan inni á dansleiknum. Síðan hefur björgunar- sveitin verið okkur til halds og trausts og hjá sveitarfélaginu eru líka nokkrir aðilar sem reyna að koma menneskjulegu lagi á þetta. Það hefur gengið nokkuð vel, en auðvitað breytir maður ekki þróuninni í einum vettvangi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að unglingamir fari sér á voða, eða verði sér og öðrum til skammar”, segir Bjöm Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en mikil unglingadrykkja á dansleikjum í sumar hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. - En hefur ekki reynst styrkur af foreldraröltinu? „Já það hefúr gert það, en sú hjálp mætti vera öflugri, það eru of fáir foreldrar sem vilja taka þátt í þessu, en við höfum séð það á Sauðárkróki yfir vet- urinn að foreldraröltið skilar miklum árangri.” - En nú hefur sjálfræðisald- urinn verið hækkaður upp í átján ár, en aldurstakmarkið á dansleikina er 16 ár. Væri ekki bara einfaldara að aðilar beittu sér fyrir því að það yrði hækk- að upp í 18 ár og koma síðan á dansleikjum fyrir unglinga undir 18 ára aldri? „Okkur hefur dottið þetta í hug og þetta er í umræðunni núna. Það er verið að leita leiða til að reyna að koma í veg fyr- ir þessa miklu drykkju ungling- anna. Auðveldara að útvega hass en vín Það er miklu auðveldara að verða sér út um vín í dag en var hér áður fyrr. Að sumu leyti er þetta vegna tilkomu bjórsins, fólk virðist sumt hvert ekki líta beint á bjórinn sem áfengi. Það virðist sem margir séu tilbúnir að kaupa áfengi fyrir ungling- ana og sumir segja líka að það sé auðveldara að útvega sér hass en áfengi.” - Varla er sú raunin hér um slóðir? „Kannski ekki mikið og við sleppum e.t.v. frekar en aðrir. En það hafa samt komið upp fíkniefnamál hér á Sauðár- króki, en sem betur fer kannski ekki stórvægileg og við eigum ekki marga svona „króníska” neytendur, aðallega er þetta í kringum fikt, en þetta er til hérna. Og það er eins og sumir segja, það er léttara að útvega sér hass og fíkniefni heldur en áfengi, og það er vitað mál að öllum þessum hljómsveitum sem eru að koma hingað, eins og t.d. í Miðgarð, að það fylgir þessu alltaf eitthvað af fíkni- efnum og fólki sem þeirra neytir. Það er þessvegna sem við erum með einn mann inni, óeinkennisklæddan, að við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa neyslu. Og það er bara reynslan á þessum litlu stöðum, að þegar unglingar á- netjast, þá fara þeir suður. Þetta munstur þrífst ekki í fámenn- inu og þess vegna flosna ung- lingamir upp af litlu stöðunum og fara suður í mannhafið. Og það er ekkert skrítið að sölumennirnir komi hingað. Hér er framhaldsskóli og dans- leikirnir. Þar er markaðurinn, ekki bara hér heldur allstaðar þar sem framhaldsskólar eru. Þannig að við þurfum að vera vel á verði og ekki síður for- eldramir.” Ekki hátt skrifuð Bjöm Mikaelsson tók við starfi yfirlögregluþjóns á Sauð- árkróki 1. aprfl 1983, en þá hafði enginn verið í því starfi í nokkurn tíma, eða frá því að Gunnar Þórðarson lét af stöif- um. „Ymsir félagar mínir í lög- reglunni á Akureyri voru hálf- undrandi á því að ég skyldi sækjast eftir þessu starfi og hvöttu mig ekki beinlínis til þess. Einhvem veginn var það þannig að lögreglan á Sauðár- króki hafði ekki mikla tiltrú manna á þessum tíma. Hún hafið lent svolítið í fjölmiðlun- um og frægt var orðið hálfgert hernaðarástand sem ríkti hér á gamlárskvöld. Það var reyndar búið þegar ég kom hingað, en engu að síður man ég að kvíði var í mönnum fyrsta gamlárs- kvöldið eftir að ég kom hingað á Krókinn. Ég brást hinsvegar þannig við því að ég opnaði lögreglustöðina og bauð upp á snittur, gos og öl og það var allt í Ijúfa löð í bænum. Þannig hefur það líka alltaf verið, aldrei komið til neinna stórra vandræða. Auðvitað var ekki alltaf dans á rósum að taka við þessu starfi á sínum tíma, og ýmiss vandamál sem við var að fást, en við erum með gott lið héma og þetta hefur allt saman leyst farsællega, vil ég meina.” Strangari viðurlög Aðspurður segir Bjöm að þegar hann kom til Sauðár- króks vom stöður lögreglu- manna fimm, fljótlega var síð- an einni stöðu bætt við, þannig að þær vom orðnar sjö með yf- irlögregluþjóninum, og fjölg- aði síðan upp í átta fyrir nokkmm misserum þegai- ráð- ið var í stöðu rannsóknarlög- reglumanns. „Fjárveitingamar em náttúr- lega miðaðar við áramót og okkur er ætlað að vera innan ramma fjárlaga. Við höfum stundum farið lítillega fram úr og í fyrra t.d. fórum við 3% framyfir. Þetta hefur verið látið átölulaust, en samt sem áður þurfum við alltaf í byrjun næsta árs á eftir að borga það sem við fómm framyfir. Þetta eru ekki háar fjárhæðir og við höfum alltaf sagt að það er of naumt skammtað til okkar. Okkur vantar svona 3-4 millj- ónir til að geta haldið úti þokkalegu eftirliti með um- ferðinni í héraðinu, en Þjóð- vegur eitt liggur eins og kunn- ugt er hér í gegn. Verkefnin hafa verið að aukast, ökumönnum og öku- tækjum hefur fjölgað mjög síð- ustu árin, bflamir eru alltaf að verða betri og betri og hrað- skreiðari, vegirnir hafa líka batnað mikið. Þetta er náttúr- lega ástæðan fyrir auknum um- ferðarhraða og við sjáum það á slysunum líka, að það þarf að auka eftirlit lögreglu á þjóð- vegunum. Einhvernveginn verðum við að fækka slysum og við gemm það ekki öðmvísi en lögreglan sé sýnilegri í um- ferðinni og í öðm lagi með því að hækka sektirnar, viðurlögin verði strangari. Skriffinnskan of mikil Við höfum verið að reyna að halda úti bfl hér við radar- mælingar og almennt umferð- areftirlit, en við höfum ekki getað gert það eins og við sjálf- ir hefðum viljað. Og það má orða það þannig að þess vegna hafi lögregla á Norðurlandi tekið höndum saman um að samnýta bæði tækjakost og mannafla. Og það þýðir að við erum í samstaifi meira og minna allt sumarið og þannig hefur það verið undanfarin ár. Við reynum að gera út einn lögreglubíl á þjóðvegina með tveimur lögreglumönnum, annar kannski héðan og hinn úr öðm umdæmi. Auðvitað er það rétt að við sjáumst ekki nægilega oft en við reynum að vera eins mikið á vettvangi og mögulegt er, en það má líka segja sem svo að innivinna lögreglumanna, það er skýrsluvinnan, frágangur mála, er alltaf að aukast. Það eru alltaf gerðar meiri og meiri kröfur til slíks. Og þegar menn eru að vinna úti á vegum og koma inn eftir 4-6 tíma eftirlits- ferð, þá ernrn við með kannski 2-3 tíma innivinnu í pappímm. Ég held að þurfi að breyta þessu kerfi, þannig að það verði meira skrifstofufólk sem vinnur upp úr gögnum lög- reglu. Ég held að það verði framtíðin, en lögreglumaður- inn skrifi að sjálfsögðu undir sína skýrslu í lokin. Með til- komu tölvukerfanna er hægt að vinna þetta að mörgu leyti létt- ara en gert er í dag.” Fáum ýmislegt framan í okkur Oft verður lögreglan skot- spónn? „Auðvitað gemm við aldrei svo öllum líki. Ég hef stundum orðað það þannig að allir vilja löggæslu, svo framarlega sem það kemur ekki við mig eða mína. Við emm í ákveðnu eftirlits- og þjónustuhlutverki og við reynum að vinna starf okkar samviskusamlega og gæta hagsmuna allra. Auðvitað er það mjög vandasamt og við fáum ýmislegt framan í okkur sem við eigum ekki skilið, en við verðum líka að læra að jvila það. Og mörgu hefur verið log- ið upp á okkur. Maður heyrir oft sögur af málum sem maður þekkir náttúrlega alveg út í gegn, en sögumar em svo gjör- samlega út í „hróa”. Það em alltaf ákveðnir aðilar sem em tilbúnir að trúa öllu illu upp á okkur”, sagði Bjöm Mikaels- son yfirlögregluþjónn að end- ingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.