Feykir


Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 23.08.2000, Blaðsíða 8
23. ágúst 2000, 27. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill — KJORBOK ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur lslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Húnaþing vestra Róttækar breytingar í skólamálum Fyrsta skóflustungan tekin að reiðhöll á Sauðárkróki Fyrir skömmu var samþykkt í sveitarstjórn Húnaþings vestra skipulag skólamála í héraðinu er fela í sér róttækar breytingar. Að meginhluta eru tillögurnar byggðar á skýrslu Haraldar Lín- dal Haraldsson, sem fenginn var til að gera úttekt á skólamálun- um. Foreldrar á svæðinu hafa tekið fyrirhuguðum breytingum misjafnlega. Þannig telur For- eldrafélag Laugabakkaskóla að breytingamar standist ekki iög, einkum vegna þess að þær hafí verið kynntar með of skömmum fyrirvara. Þá barst orðsending frá íbúum við Hrútafjörð eftir að fundur hófst, þar segir: „Foreldr- ar hafna alfarið framkomnum hugmyndum um að leggja niður starfsemi í og við Barnaskóla Staðarhrepps. Elín Líndal oddviti svaraði þessari orðsendingu á þá leið á fundinum, að það hefði átt að vera Hrútfirðingum ljóst að grunnskólahald í Bamaskóla Staðarhrepps yrði ekki lengur en næsta skólaár, aldrei hefði neitt annað verið látið í veðri vaka. í samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra segir að frá og I kvöld, miðvikudagskvöld, verður haldinn opinn kynning- arfundur í Höfðaborg á Hofs- ósi vegna mats á umhverfisá- hrifum nýs sorpurðunarstaðar í Skagafirði. A fundinum sem hefst kl. 20,30, verður lögð fram tillaga að matsáætlun og útskýrt hvað mat á umhverfis- áhrifum felur f sér. með komandi hausti verði kennslu á Laugarbakka og Hvammstanga háttað þannig að á Hvammstanga verði 1.-5. bekkur og á Laugarbakka 6.-10. bekkur. A Reykjum verði kennsla fyrir 1.-6. bekk næsta vetur með líku sniði og verið hefur en að þeim tíma loknum verði grunnskólakennslu hætt á Reykjum og nemendur úr Hrúta- firði sæki skóla á Hvammstanga og Laugarbakka. I Vesturhópi verði áfram kennslustaður fyrir yngstu bömin. Skólastjóri mun hafa starfsaðstöðu og viðveru á öllum kennslustöðum. Aðstoðar- skólastjórar verða starfandi á Hvammstanga og Laugarbakka, en á Reykjum og í Vesturhópi verða fulltrúar skólastjóra. Allir nemendur og starfsfólk munu eiga kost á heitum hádeg- isverði. Eldri nemendur matast í mötuneytinu á Laugarbakka og þar mun einnig matreiðslan fara fram. Matur verður fluttur þaðan í hitabökkum til Hvammstanga og útbúin mataraðstaða þar fyrir yngri nemendur. A Reykjum og í Vesturhópi verða mötuneytis- mál með líku sniði og verið hefur. Feyki hefur framtíðar sorpurð- unarsvæði Skagafjai'ðar verið markaður staður norðan Siglu- fjarðarvegar og vestan Hjalta- dalsár í landi sveitarfélagsins. Þetta eru svokallaðir Brimnes- skógar eða Asgarðsland eins og það hefur verið kallað í seinni tíð. Bygging reiðhallar á Sauðár- króki er hafln. Fyrsta skóflu- stungan var tekin við Flæði- gerðið þar sem byggingin rís, laugardaginn 12. ágúst sl. að viðstöddum góðum hóp hestafólks og fulltrúum frá sveitarfélaginu. Við þessa at- höfn kom fram að verktakinn Sveinn Pálmason áætlar að skila byggingunni 1. desem- ber næstkomandi til félags- ins Flugu, sem stofnað var um bygginguna. Það var Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skaga- fjarðar sem tók fyrstu skóflustunguna. Sagði hann þetta framtak fagnaðarefni, sem eflaust yrði hestamennsku í hér- aðinu til framdráttar. Gísli sagð- ist einnig fagna tilkomu þessar- ar byggingar sem skólamann- virkis, sem ætti eftir að nýtast tveimur mjög mikilvægum framhaldsskólum í héraðinu, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Bændaskólanum á Hólum. Páll Dagbjartsson stjómar- maður í Flugu sagði nokkur orð í upphafi. Páll vék að niiklum undirbúningi fyrir byggingunni og þess hefði lengi verið beðið að framkvæmdir hæfust. Páll sagði Skagfirðinga hafa tekið mjög myndarlega á málum og sýnt það með því að leggja byggingunni lið í hlutafjársöfn- uninni, sent ekki væri lokið, en útlit væri mjög gott, einnig væri vonast eftir góðum stuðningi frá Sveitarfélaginu Skagafirði við þetta framtak. Páll vék einnig að sérstöðu við bygg- ingu þessa íþróttamannvirkis, þeirri að hér væru það íþrótta- mennirnir sjálfur sem legðu til fjármuni. Eins og áður hefur komið fram í Feyki verður reiðhöllin 30x70 metrar að grunnfleti og er áætlað að hún muni einnig nýtast íþróttafólki við æfingar. Byggingin verður reist á stál- grind úr innlendum áleiningum sem einangraðareru með stein- ull frá Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeir voru óþreyjufullir að byrja framkvæmdir, Sveinn Guðmundsson hrossakóngur, Arni Þorgilsson sem byggði eitt stykki reiðhöll á Blönduósi og ætlar að aðstoða við tréverkið og Sveinn Pálmason sem reisir húsið. Nýtt sorpufðunarsvæði í Skagafirði Opinn fundur á Hofsósi í kvöld Eins og greint hefur verið frá í ...bílar, tryggngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJARS SUÐURQÖTU 1 SÍMI 453 5950

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.