Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 1
EYKim 30. ágúst 2000, 28. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Fundarmenn fylgjast með af athygli á fyrsta aðalfundi Héraðsvatna sl. mánudag. Rarik-menn áhugasamir fyrir virkjun við Villinganes Á fyrsta aðalfundi Héraðs- vatna ehf. sem haldinn var sl. mánudag kom fram eindreg- inn áhugi og vilji forsvars- manna Rafmagnsveitna rík- isins til að ráðast í virkjun við Villinganes. Gerð umhverfis- mats miðar vel og er áætlað að það liggi fyrir næsta vor. Þá verði unnt að taka ákvörðun um virkjun og jafnfremt sækja um virkjunarleyfi til iðnaðarráðherra. I máli Kristjáns Jónssonar framkvæmdastjóra Rariks og Sveins Þórarinssonar stjórnar- formanns kom fram að Vill- inganes, sem er fyrsti áfangi virkjunar Héraðsvatna, sé mjög hagkvæmur virkjunarkostur, en útreikningar sýna að við það mundi Rarik fá orku fyrir 2 krónur á einingu í stað rúmra þriggja króna eins og verðið er frá Landsvirkjun. Kristján lagði áherslu á að það væri ekki síð- ur áhugi hjá Rarik að vinna ákveðið í þessu máli. frekar en heimaaðila. Virkjunaráformin ganga út á 33 MW virkjun og virkjunar- kostnaður er áætlaður tæpir fjórir milljarðar króna, en við endurskoðun verkáætlunar reyndist hann 10% lægri en eldri áætlanir sögðu til um. Virkunartími er áætlaður þrjú ár þannig að ef allt gengur eftir yrði Villinganesvirkjun tekin í notkun 2005. Steinar Friðgeirs- son framkvæmdastjóri tæknis- viðs Rariks sagði að fyrirtækið ætlaði í samvinnu við heimaað- ila að kanna möguleika á nýt- ingu orkunnar á svæðinu, en á fundinum í gær var nokkuð rætt um þær hömlur sem eru á flutningi orku vegna fulllestun- ar byggðalínunnar. Sveinn Þór- arinsson stjórnarformaður Rariks sagðist þess fullviss að með nýjum lögum um sam- keppni í orkusölu og dreifingu verði ráðinn bót á þessum mál- um, enda sýnt að óbreyttu að þessar flutningshömlur mundu koma við aðrar virkjanir í land- inu s.s. stækkun Kröfluvirkjun- ar. Fulltrúar heimaaðila lýstu yfir ánægju sinni á fundinum með störf stjómar Héraðsvatna og starfsmanna Rariks og ekki verður annað sagt en andi fram- kvæmda hafí svifið yfir vötnum og bjartsýni á því að Villinga- nesvirkjun verði að veruleika. Flutningur Byggðstofnunar á Krókinn Einn af 15 starfs- mönnum kemur Malmquist hættir um mitt næsta ár Guðmundur Malmuist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar mun láta af því starfi um mitt næsta ár, eða um það leyti sem stofnunin flyturtil Sauðárkróks. Þá er ljóst að einungis einn af fimmtán starfsmönnum stofnun- arinnar í Reykjavík flytur með henni til Sauðárkróks, Friðrik Max Karlsson yfirmaður rekstr- arsviðs. „Ég er búinn að starfa hjá stofnuninni í 15 ár og það er sýnt að við flutninginn á Sauðárkrók verða miklar breytingar á stofn- uninni. Ég mat það svo að þetta væri heppilegur tímapunktur að hætta, þannig að nýr maður kæmi að því strax í upphafí að móta starfsemina. Það er fjarri lagi að ég hafi eitthvað á móti því að starfa á Sauðárkróki, en það hefði hvort eð er orðið til skamms tíma", sagði Guð- mundur Malmquist í samtali við Feyki. Ekki hefur enn verið gengið frá staifslokasamningi við Guðmund en hann hefur Iangan starfsaldur hjá opinber- um stofnunum, var t.d. í 15 ár hjá framkvæmdasjóði og Seðla- banka áður en hann réðst til Byggðastofnunar, en þar áður starfaði Guðmundur í Vest- mannaeyjum, þannig að hann segist hafa reynslu af því að búa og starfa á landsbyggðinni. Það er því ljóst að við flutn- inginn til Sauðárkróks munu að mestu koma nýtt fólk til starfa hjá Byggðastofnun, sem verður til húsa í stjórnsýsluhúsinu, en stofnunin á þriðjung í því húsi og þar er Þróunarsviðið staðsett. Stærsti eigandi hússins er Sveit- arfélagið Skagafjörður og í ný- úkominni þriggja ára áætlun kemur fram að sveitarstjórnin hefur fyrirætlanir um að selja sinn hlut í því. Átján umferðarlaga- brot á einni viku Hjólreiðamaður á Sauðár- króki lenti illa í því um helgi- na þegar hann rakst á fólksbíl með þeim aileiðingum að hann féll ofan á vélarhlíf bflsins og braut framrúðuna. Maðurinn var hjálmlaus og varð að sauma nokkur tug spor í höfuð hans á heilsu-gæs- lustöðinni. Atburðurinn átti sér stað á gatnamótum Sæmundarhliðar og Birkihlíðar á laugardags- kvöld og eru bæði ökutæki mikið skemmd. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru 18 umferðarlagabrot framin í síðustu viku. Þar af var einn tekinn fyrir ölvun á bíl og annar á 103 kmhraða innanbæjar, rétt sunnan Abæjar. Báðir þessir ökumenn eiga von á sviptingu ökuréttinda. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 JfcBílaviðgerðir $$ Hjólbarðaviðgerðir Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.