Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 28/2000 SSNV vill aukið samstarf atvinnulífs og skóla Þing SSNV sem haldið var á Hólum um síðustu helgi leggur áherslu á aukin tengsl mennta- stofnana og atvinnulífs á Norður- landi vestra. Þingið samþykktí að komið verði á samstarfsnefnd menntastofnana og atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Samstarfs- nefndin verði skipuð fulltrúum eftirtalinna aðila: Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, INVEST, og þriggja atvinnufyr- irtækja á Norðurlandi vestra. Tilgangur nefndarinnar verði að auka samstaif og samvinnu atvinnulífs við menntastofnanir á Norðurlandi vestra. Nefndin hafi það hlutverk að leita nýrra leiða í að auka starfstengt námsífamboð og tengsl atvinnulífs og hlutað- eigandi menntastofnana. Þá samþykkti þing SSNV að fela stjóm samtakanna að beita sér fyrir málþingi um tengsl at- vinnulífs og menntunar þar sem fjallað yrði um þarfir atvinnulífs fyrir menntun, og þarfir mennta- stofnana fyrir hagnýt viðfangs- efni sem tengjast atvinnulífinu beint. Atvinnuástand ekki verið betra lengi í júlímánuði var meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra 51 eða um 1 % af áætluð- um mannafla á svæðinu, en var 1,3% í júní. Þrátt fyrir þennan bata og bærilegt atvinnuástand er hvergi hæmi hlutfall atvinnu- lausra karla á landsbyggðinni en jafnmikið og á höfuðborgar- svæðinu, það var 0,8% í júlí í stað 1 % mánuðinn á undan. Atvinnuleysi í Norðurlandi vestra hefur minnkað um 20,7% frá júní en atvinnulausum á svæðinu fækkar um 13 milli mánaða. Atvinnuleysi hefur minnkað um 42,6% frá júlí í fyrra. Atvinnuleysi kvenna mældist 1,3% íjúlí en var 1,7% í síðasta mánuði. Atvinnulausum konum hefur fækkað um átta að meðaltali milli mánaða og at- vinnulausum körlum hefur fækk- að um fimm. Árskóli Frá Árvist - skólavistun Árskóla Skólavistun er fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Skráning stendur yfir dagana 24. ágúst til 1. september kl. 9:00 - 12:00 í síma 453-7001. Opið hús verður föstudaginn 1. sept. frá kl. 9:00-16:00 að Ægisstíg 7 (gengið inn um bakdyr), en foreldrum og nemendum er einnig velkomið að líta inn á meðan á skráningu stendur. Starfsfólk Árvistar V__________________________________________________J N Árskóli Skólasetning Árskóla veturinn 2000 - 2001 verður föstudaginn 1. september 2000. Nemendur mæti í skólann á eftirfarandi tímum: í Árskóla v/Skagf.br. í Árskóla v/Freyjugötu • 5. bekkur kl. 9:00 • 2. bekkur kl. 13:30 • 6. bekkur kl. 9.30 • 3. bekkur kl. 14:00 • 7. bekkur kl. 10.00 • 4. bekkur kl. 14:30 • 8. bekkur kl. 10.30 • 1. bekkur kl. 15:00 • 9. bekkur kl. 11:00 • 10. bekkur kl. 11:30 Kennsla hefst síðan mánudaginn 4. sept. samkvæmt stundaskrá Skólastarfið hefst með starfsmannafundi í Árskóla efra húsinu rmánudaginn 28. ágúst kl. 09:00. v Skólastjóri Áttunda þing SSNV fór fram á Hólum um síðustu helgi. Sorpið gert að mold Sumarið sem senn er liðið verður trúlega lengi í minnum haft bæði fyrir góða veðráttu og mikla sprettutíð. Gunnar Stein- grímsson að Dalatúni 3 á Sauð- árkróki hefur notið þessa eins og aðrir hér fyrir norðan. Gunnar er búinn að slá lóðina oft í sumar, en hann hefur sloppið við að fara með grasið í garðaúrgang- inni hjá bænum, þar sem hann fékk sér í suniar svokallaða jarð- gerðartunnu, en þessi ílát eru undir lífrænan úrgang og þar fer fram niðurbrot er breytir úr- ganginum í gróðurmold. Jarðgerðartunnan sem Gunn- ar keypti, og var sú fyrsta sem seld var á Sauðárkróki, er 375 lítrar að stærð. Gunnar segir að í tunnuna sé upplagt að setja allt sem kemur úr eldhúsinu, sorpið, og einnig þann óbleikta pappír sem til fellur. „Þurrkað gras og trjákurl kemur í staðinn fyrir þurrkefni sem annars þarf að setja með heimilissorpinu, til að draga rak- ann úr því. Ég ætla líka að setja kartöflugrösin í tunnuna í haust. Maður er annað slagið að opna tunnuna og hreyfa í henni til að niðurbrotið gangi hraðar og mér sýnist vera farið að dökkna ansi mikið neðst, þannig að maður vonar að þetta verði orðið að gróðurmold næsta vór”, segir Gunnar. Skagstrendingur eykur karfakvótann Á hluthafafundi í Skag- strendingi í síðustu viku var samþykkt að hækka hlutafé fé- lagins um kr. 24.782.522, sem greitt verður fyrir með varan- legri aflahlutdeild. Lagt var til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum. Tillagan var samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum eða 90,37%, þeirra hlutahafa sem mættir voru á fundinn. Einnig var samþykkt á fundinum með öllum greiddum atkvæðum heimild til hækkunar hlutafjár hvenær sem er á næstu þremur árurn um allt að 25 millj- ónir króna. Seinni hluti þeirrar tillögu var breytingartillaga við tillögu stjórnar, sem áður hafði lagt til að þessi heimild næði til allt að 100 milljóna króna. Stjóm Skagstrendings hyggst nýta þetta aukna hlutafé til að styrkja stöðu sína í veiðum á út- hafskarfa og verður einvörð- ungu varið til kaupa á aflaheim- ildum í karfa. Á næstu dögum mun félagið senda frá sér til- kynningu um afkomuna fyrstu sex mánuði ársins, en að sögn Jóels Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra hafa erfiðleikar í rækjuveiðum og vinnslu sett þar strik í reikninginn. Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir ht'. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.