Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 3
28/2000 FEYKIR 3 Mikil þátttaka og góð skemmtun á Töðugjaldareiðinni Það voru rúmlega 300 hestamenn sem riðu frá Borg- arey og upp á Vindheimamela um aftansbyl sl. laugardag í hópreið sem gjarnan er kennd við töðugjöld. Hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra og hesta- mannafélögin stóðu nú fyrir reiðinni í samvinnu við Hesta- miðstöð íslands. A samkomu og skemmtidagskrá fram á Melunum um kvöldið voru því varlega áætlað um 500 manns. Töðugjaldareiðin er hugsuð sem uppskeruhátíð sveitafólks og hestamanna og mun trúlega :: ^H ¦éhIII il *PI L ^^J K S m, > o .1 ¦iflt pI I^^IV*^ 1111 i fl Hestaíþróttafólkið sem fékk viðurkenningu ásamt Víkingi Gunnarssyni sem tók við viður- kenningu fyrir Hólabúið. Frá vinstri: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, þá Víkingur og síðan syst- kinin Þórarinn og Heiðrún Ósk Eymundsbörn. Kátur hópur hestamanna ríður upp á Vindheimamelana en rúmlega 300 hestamenn tóku þátt í hópreiðinni. öðlast þann sess í framtíðinni. Allt frá Fljótum út á Skaga og fram til dala tók því fólk sinn hnakk og hest og tók stefhuna á Melana. Einnig voru nokkrir bændur og hestamenn úr Húna- vatnssýslu sem tóku þátt í hópreiðinni og lokapunkti hennar var stjórnað af Hirti Ein- arssyni í Hnjúkahlíð. Til að mynda gerði Guðmundur Val- týsson á Eiríksstöðum í Svartár- dal þriggja daga skemmtitúr á hópreiðina og atti kappi við níu skagfirska gangnaforingja í þrautakeppni, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Friðriki Stef- ánssyni Glæsibæ í úrslitum. Margt var til skemmtunar á Vindheimamelunum og við upphaf dagskrár ávarpaði Hald- ur J. Haraldsson mótsstjóri síð- asta landsmóts LH hestamenn- ina. Lýsti Haraldur yfir hrifn- ingu sinni með þetta framtak skagfirskra hestamanna og sagðist hafa haft mikla ánægju af reiðinni. Það kynnu engir betur að njóta skemmtunarinn- ar og íþróttamennskunnar með hestunum en Skagfirðingar og þeir gerðu sér líka fulla grein fyrir því að það væri ekki síður skemmtilegt að ríða beint en í hringi. Haraldur kvaðst þess fullviss að Skagfirðingr myndu halda glæsilegt landsmót á Vindheimamelum 2002 og lauk máli sínu með eggjunarorðum í þá veru. Þá fór fram verðlaunaaf- hending til ræktunarmanna og íþróttamanna ársins. Fyrir rækt- unina var Hólabúið verðlaunað að þessu sinni en merar Hóla- búsins hafa þótt skara fram úr að undanförnu. Þrjú ungmenni fengu viðurkenningu fyrirgóða frammistöðu í sínum aldurs- flokkum. Það voru systkinin frá Glaumbæ Þórarinn, í flokki fullorðinna, og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir í eldri flokki unglinga, og svo skemmtilega vildi til að karl faðir þeirra átti afmæli þennan dag. Þá hlut Sæ- unn Kolbrún Þórólfsdóttir á Hjaltastöðum viðurkenningu fyrir glæstan árangur í yngri flokki unglinga. Þórhallur Fillipusson. Málverkasýning Sjötugur í Safnahúsinu Þórhallur Fillipusson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki nk. laugardag 2. september kl. 14. Sýninguna heldur Þórhallur í tilefni 70 ára afmælis síns 21. júlí sl. og bíð- ur öllum Skagfirðingum og gestum þeirra að vera viðstadd- ir opnun sýningarinnar, en hún verður opin til 10. september, virka daga frá kl. 14-18 og um helgarfrá 15-18. Þórhallur sýn- ir 30 málverk, það elsta frá árinu 1949 og allt fram á þennan dag. MARKAÐSREIKNINGUR BUNAÐARBANKANS Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans? Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í 10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu á hverjum tíma. Af 0,5 milljónum 10,55% Af 1,5 milljónum 10,80% Af 3,0 milljónum 11,05% Af 20 milljónum og yfir 11,30% MARKAÐSREIKNINGUR trvggir þér góða vexti. BUNAÐARBANKI ISIANDS HF ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.