Feykir


Feykir - 30.08.2000, Side 3

Feykir - 30.08.2000, Side 3
28/2000 FEYKIR 3 Mikil þátttaka og góð skemmtun á Töðugjaldareiðinni Það voru rúmlega 300 hestamenn sem riðu frá Borg- arey og upp á Vindheimamela um aftansbyl sl. laugardag í hópreið sem gjaman er kennd við töðugjöld. Hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra og hesta- mannafélögin stóðu nú fyrir reiðinni í samvinnu við Hesta- miðstöð íslands. Á samkomu og skemmtidagskrá fram á Melunum um kvöldið vom því varlega áætlað um 500 manns. Töðugjaldareiðin er hugsuð sem uppskeruhátíð sveitafólks og hestamanna og mun trúlega Hestaíþróttafólkið sem fékk viðurkenningu ásamt Víkingi Gunnarssyni sem tók við viður- kenningu fyrir Hólabúið. Frá vinstri: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, þá Víkingur og síðan syst- kinin Þórarinn og Heiðrún Osk Eymundsböm. Kátur hópur hestamanna ríður upp á Vindheimamelana en rúmlega 300 hestamenn tóku þátt í hópreiðinni. öðlast þann sess í framtíðinni. Allt frá Fljótum út á Skaga og fram til dala tók því fólk sinn hnakk og hest og tók stefnuna á Melana. Einnig voru nokkrir bændur og hestamenn úr Húna- vatnssýslu sem tóku þátt í hópreiðinni og lokapunkti hennar var stjómað af Hirti Ein- arssyni í Hnjúkahlíð. Til að mynda gerði Guðmundur Val- týsson á Eiríksstöðum í Svartár- dal þriggja daga skemmtitúr á hópreiðina og atti kappi við níu skagfirska gangnaforingja í þrautakeppni, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Friðriki Stef- ánssyni Glæsibæ í úrslitum. Margt var til skemmtunar á Vindheimamelunum og við upphaf dagskrár ávarpaði Hald- ur J. Haraldsson mótsstjóri síð- asta landsmóts LH hestamenn- ina. Lýsti Haraldur yfir hrifn- ingu sinni með þetta framtak skagfirskra hestamanna og sagðist hafa haft mikla ánægju af reiðinni. Það kynnu engir betur að njóta skemmtunarinn- ar og íþróttamennskunnar með hestunum en Skagfirðingar og þeir gerðu sér líka fulla grein fyrir því að það væri ekki síður skemmtilegt að ríða beint en í hringi. Haraldur kvaðst þess fullviss að Skagfirðingr myndu halda glæsilegt landsmót á Vindheimamelum 2002 og lauk máli sínu með eggjunarorðum í þá veru. Þá fór fram verðlaunaaf- hending til ræktunarmanna og íþróttamanna ársins. Fyrir rækt- unina var Hólabúið verðlaunað að þessu sinni en merar Hóla- búsins hafa þótt skara fram úr að undanförnu. Þrjú ungmenni fengu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í sínum aldurs- flokkum. Það voru systkinin frá Glaumbæ Þórarinn, í flokki fullorðinna, og Heiðrún Osk Eymundsdóttir í eldri l'lokki unglinga, og svo skemmtilega vildi til að karl faðir þeirra átti afmæli þennan dag. Þá hlut Sæ- unn Kolbrún Þórólfsdóttir á Hjaltastöðum viðurkenningu fyrir glæstan árangur í yngri flokki unglinga. Þórhallur Fillipusson. Málverkasvniug Sjötugur í Safnahúsinu Þórhallur Fillipusson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki nk. laugardag 2. september kl. 14. Sýninguna heldur Þórhallur í tilefni 70 ára afmælis síns 21. júlí sl. og bíð- ur öllum Skagfirðingum og gestum þeirra að vera viðstadd- ir opnun sýningarinnar, en hún verður opin til 10. september, virka daga frá kl. 14-18 og um helgarfrá 15-18. Þórhallur sýn- ir 30 málverk, það elsta frá árinu 1949 og allt fram á þennan dag. MARKAÐSREIKNINGUR BÚNAÐARBANKANS Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans? Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í 10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu á hverjum tíma. Af 0,5 milljónum 10,55% Af 1,5 milljónum 10,80% Af 3,0 milljónum 11,05% Af 20 milljónum og yfir 11,30% MARKAÐSREIKNINGUR trvggir þér góða vexti. BIJNAÐARBANKI ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI ISLANDS HF Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.