Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 28/2000 „Okkur hefur aldrei orðið sundurorða í þessu“ Litið inn í „Listigarð Óslandshlíðar“ „Ef vel á að vera þá er þetta fullt starf, en maður hefur svo mikla ánægju af þessu og hér erum við allt sumarið. Eg er ekki tilbúin að setjast í helgan stein, að fara að spila eða eitt- hvað. Eg vil hafa meira fyrir stafni”, segir Þórey Jóhanns- dóttir frá Stóragerði í Ós- landshlíð. Þau Þórey og Þórð- ur Eyjólfsson maður hennar settu niður sumarbústað í Stóragerði sumarið 1989, þar heitir Birkigerði, og hafa síð- an unnið að því að rækta upp og standsetja eins hektara svæði við bústaðinn. Þau hjón- in eru vel í meðalagi listræn og þrátt fyrir að ekki liggi lengri tími að baki hefur þeirra verk spurtst svo mikið út að fjöldi fólks hefur komið heim í Stóragerði til að skoða, til að mynda renndu þar í hlað fimmtíu bflar frá Hús- bflaklúbb íslands, 150 manns, og heilu rúturnar hafa komið með eldri borgara héðan og þaðan af landinu. Þau Þórey og Doddi, eins og Þórður er kallaður, hlæja þegar blaðamaður talar um „Listigarð Óslandshlíðar”. Og víst er að þetta er eins og að vera kominn í listigarð. Þegar ekið er heim að bústaðnum blasa við bflamir og vélarnar hans Dodda frá því urn og fyr- ir miðja öldina, og listaverk af stærri gerðinni úr tré ena áber- andi og jafnvel mannfólk sem þau hafa útbúið. Þama er t.d. Sæmundur á selnum og sitt- hvað fleira mjög athyglisvert. „Ég sá strax hvað væri hægt að gera úr þessu þegar ég rakst á þennan drumb í fjörunni í Haganesvík”, segir Doddi og bíður blaðamanni að labba með sér um garðinn. „Hvflík ógrinni af verkum og sá tími sem í þetta hefur far- ið”, verður blaðamanni að orði, því ekki er nóg með að gróður- inn sé skemmtilega útfærður, snyrtilegur og fjölbreytilegur, heldur eru listaverkin út um allt, mikið unnin úr tré, hval- beinum, steinum og öðrum náttúmlegum efnum, og einnig úr jámi. Þarna eru t.d. reið- hjólagjarðir sem raðað hefur verið upp og þegar vindur blæs fara þær á hreyfmgu. Þama er skúlptúr úr jámi sem Þórður segir að listamaður einn sem kom um daginn hafi viljað fá á sýningu. Og vitaskuld er þarna gosbrunnur og tjamir. Við gos- bmnninn er annar smábmnnur sem stendur eilítið neðar. „Mér fannst vanta lækjarhljóðið”, segir Doddi og teygir sig í tengil sem hann styngur snúru í samband við. Þá kemur lækj- arhljóðið og vatn tekur að renna að því virðist úr gos- brunninum í hinn brunninn. „Það var einhver að velt því fyrir sér um daginn hvaðan vatnið rinni”, sagði Doddi og Doddi undir vindrellunni á Farmal kubbnum sem er frá miðri öldinni. Og þarna er skúlp- túrinn úr járninu sem listamaðurinn sem heimsótti Dodda vildi endilega fá á sýningu. Systurnar Signý og Salome Sigurmonsdætur í þeim hluta garðsins sem einkum er ætlaður börnunum. Þórey í minjasafninu sínu, litlu húsi sem Valgeir á Vatni smíðaði fyrir hana undir gripi sem hún vill varðveita. Hún heldur á uppáhaldsgripnum, saumavél sem fósturmóður hennar Hólmfríður Jóhannesdóttir á Undhóli gaf henni. Hólmfríður lærði fatasaum hjá þeim Arna og Önnu Rósu í Utanverðunesi og saumaði síðan allt á sitt fólk í þessari vél, allt frá bleijum upp í líkklæði. vélstjórinn hefur komið dæl- unni þannig fyrir að hún dælir úr neðri brunninum og þama er því hringrás vatns. Miklir skipulagshæfleikar Blaðamaður hefur orð á því við Dodda að greinilega hafi þurft mikla útsjónarsemi og skipulag við allt þetta. „Já þó ég segi sjálfur frá þá hef ég alltaf haft rnikla skipulagshæfi- leika og hef aldrei þurft að breyta út af því skipulagi sem ég hef séð út í upphafi. Þegar ég var fyrir sunnan þá var ég meira að segja beðinn að skipuleggja tvo garða sem tæknifræðingur hafði hannað. Og við höfum alltaf verið sam- taka hér. Ef einhver smáágrein- ingur verður hvernig hlutirnir eiga að vera þá fömm við inn ræðum málin og komumst fljótt að sameginlegri niður- stöðu. Okkur hefur aldrei orð- ið sundurorða í þessu”, segir Þórður Eyjólfsson. Aðspurð hvort að ákveðin verkaskipting sé á milli þeirra, segja þau að hún sé ekki mjög skýr. Þórey er jx') meira í því að mála og sinna því handverkinu og jámið er náttúrlega sérdeild Þórðar , en mest vinna þau þetta sameginlega, enda ljóst að mikinn samtakamátt þarf til að vinna slíkt stórvirki eins og unnið hefur verið í „Listigarði Óslandshlíðar”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.