Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 8
FEYKIR J^ Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra 30. ágúst 2000,28. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Samband sveitarfélaga í Nv ályktar Veiðimálin til Hóla KJÖRBÓK s Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun íáratug! L 1 Landsbanki j íslands í forystu til framtíöar Útibúlð é Sauðárkrókl - S: 453 S3S3 . Áttunda ársþing SSNV sem haldið var að Hólum í Hjaltadal, 25. og 26. ágúst ályktaði að þingið fagnaði flutningi Byggðastofnunar til Sauðár- króks og metur mikils það frum- kvæði sem með því er sýnt. Þingið leggur til að Veiðimála- stofnun verði flutt að Hólum í Hjaltadal og leggur til að aukin verkefni verið flutt á landbyggð- ina. í ályktun um flutning Veiða- málastofnunar til Hóla segir að þar hafi útibú frá stofnuninni verið um árabil og yrði það mik- ill styrkur fyrir það rannsóknar- og vísindasamfélag sem er á Hólum, að fá aðalstöðvar Veiði- málastofnunar þangað ásamt því að stofnunin yrði efld. Jafnframt er stór hluti verkefna hennar tengdur veiðiám og vötnum á Norðurlandi. Þing SSNV skorar á ríkis- stjórn Islands að standa við og fylgja enn frekar eftir áformum um flutning ríkisstofnana og staðsetningu nýrra rikisstofnana á landsbyggðinni. Þrátt fyrir á- form um hið gagnstæða hafi þróunin orðið sú að opinberum störfum fjölgi með meiri hraða en nokkru sinni fyrr á höfuð- borgarsvæðinu meðan þeim fækki áfram á landsbyggðinni. Þessari þróun verði að snúa við og til þess þurf iað stjórna. Dæmi um þessa þróun sé þegar Loftskeytastöðin á Siglufirði var lögð niðurog öll starfsemin flutt til Reykjavíkur. Með stjórnun hefði starfsemin verið flutt frá Gufunesi til Siglufjarðar og rík- isstjórnin hefði náð fram broti af markmiðum sínum. Þá skorar þing SSNV á ríkis- stjóm Islands að fylgja fast eftir áformum um flutning verkefna út á landsbyggðina. Fyrir hendi eru fjölmörg verkefni á vegum ráðuneyta og rikisstofnana í Reykjavík sem vinna má með skilvirkum hætti á landsbyggð- inni með nútíma tækni. Fjar- vinnsla á vegum ráðuneyta og ríkisstofnana er stórt sóknarfæri og ætti að vera forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að koma henni í framkvæmd í ljósi byggðaþró- unarinnar. Ársæll Guðmundsson starfandi skólameistari opnar tréiðnadeild að nýju eftir 20 ár, á tákn- rænan hátt með því að saga sundur trélista sem kennararnir Valur Ingólfsson til hægri og Atli Már Óskarsson halda á. Góð aðsókn í fjölbrautina Nú er að hefjast 22 starfsár Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og má segja að það sé frábrugðið á margan hátt. Jón Friðberg Hjartarson skólameistari er far- Búhöldar semja um byggingu fjögurra parhúsa við Hásæti Byggingarfélagið Búhöldar á Sauðárkróki, sem byggir íbúðir fyrir aldraða í nýju skipulögðu hverfi ofan Sauðárhæðar, hefur gert samning við byggingarfélagið Farhús í Búðardal um byggingu alls átta íbúða í fjórum parhúsum og koma fyrstu tvær íbúðirnar til afhendingar í október nk. þær tvær næstu í febrúar og síðan koll af kolli, að sögn Þórðar Eyjólfssonar stjórnarformanns Bú- hölda. Búið er að skipuleggja tvær götur ofan sjúkra- hússins í og við land Sauðár, sem heita Hásæti og Forsæti og það er við Hásæti sem félagið hefur fengið úthlutað lóðum. Þórður segir að lánsum- sóknir liggir fyrir átta íbúðum en sex aðilar verði að bíða til næsta árs, en sótt verður um ný lán á næstu dögum. „Það er mikið spurt og talsverður áhugi fyrir þessum byggingum", segir Þórður sem telur að húsin hafi fengist á góðu verði. Þórður segir að Steypustöðin hafi tekið að sér að sjá um frágang húsgrunns og lóðar, en sáð verður í lóðir þessara fjögurra húsa nú í haust. Frá sökklunum verður þannig gengið, að steyptar einingar eru í sökkul- veggjum, og allar inntakslagnir verða tengdar um leið og húsunum verður komið fyrir, sem sagt ekki almennur byggingarmáti. „Við ætlum að drífa þetta áfram og það er ljóst að við þurfum ekki að kvíða því að selja þær eignir sem við eigum og flytjum úr, því það verð- ur nóg eftirspurn eftir húsnæði þegar Byggða- stofnun flytur norður", sagði Þórður Eyjólfsson. inn í ársleyfi og hefur Ársæll Guðmundsson, verið settur skólameistari í fjarveru hans. Aðstoðarskólameistari er nú Þorkell Þorsteinsson og náms- ráðgjafi Ingileif Oddsdóttir. Á- fangastjóri er Ásbjöm Karlsson. Vel gekk að ráða fólk til kennslustarfa en að sögn Ar- sæls var fullskipað í allar kennslustöður þegar í júlí. Reyndar voru kennarar farnir að hringja frá Reykjavík í aprfl áður en lausar stöður voru aug- lýstar við skólann til að athuga hvort hægt væri að fá stöðu við skólann. Nemendafjöldi í dag- skóla er 470, talsvert fleiri en verið hafa undanfarið og rúm- lega 120 nemendur eru á heimavist skólans, sem er full- nýtt. Nýnemar eru um 130 tals- ins. I allt sumar hefur verið unn- ið hörðum höndum að því að breyta verknámshúsi skólans til þess að mæta kröfum nýrrar námsbrautar, grunndeildar tré- iðna. Aðsókn að grunndeild tré- iðna er frámar vonum og fyllt- ist hún fljótlega en nemendur eru 12. Ársæll segist líta fram- tíð verknáms á Sauðárkróki björtum augum því einnig hefði hann orðið vart við mikinn stuðning og velvilja sveitar- stjóma á Norðurlandi vestra við uppbyggingu verknámsins. í skólasetningarræðu sinni sagði skólameistari að stefna skólans í öllum málum birtist í því sem mætti kalla leiðarljós skólastarfsins: vinnusemi, virð- ing og vellíðan, og þessa þrenn- ingu ættu nemendur og starfs- fólk alltaf að hafa að leiðarljósi. „Til stendur að ráða í starf forvarnarfulltrúa við skólann. Forvarnarfulltrúi mun starfa með það að markmiði að vímu- efni nái ekki til ykkar hverju nafni sem þau nefnast. Hann mun ásamt námsráðgjafa að- stoða þá nemendur sem hrasa eða hafa hrasað á þessari braut að ná fótfestu á ný. Forvarnar- fulltrúi mun starfa náið með stjórn nemendafélagsins og stjórnendum skólans. Stefna skólans í þessum málum er skýr. Vímuefni? aldrei", sagði Arsæll Guðmundsson. (C2>) TOYOTA ^^ V.^ - tákn um gæði TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. 'þegormestArcynH ...bílar, tiyggingar, bækúr, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYEJABS SUEOBGÖTU 1 SÍMI 4S3 5950 T MH kodáXWxpress > ____________gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.