Feykir


Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 5
28/2000 FEYKIR 5 Finnst þér vera þín í menntasmiðjunni hafa aukið sjálfstraust þitt? 73% kvennanna töldu veru þeirra í inenntasmiðjunni hafa aukið sjálfstraust mikið eða mjög mikið. in ár, á næstu vorönn á Sauðár- króki. Þar sem þetta var fyrsta menntasmiðjan á landinu, íyrir utan þá á Akureyri, hefur reynst tiltölulega auðvelt að fjármagna hana. Sú góða reynsla sem komin er af starf- semi menntasmiðju í Skaga- firði hefur hins vegar vakið á- huga víða um land, þannig að ásókn í það fjármagn sem í boði er til átaksverkefna fyrir konur hefur aukist langt um- fram framboð. Því verður að leita nýn'a leiða til fjármögnun- ar, meðal heimamanna, sem og fyrirtækja, félagasamtaka og góðgerðarstofnana. Uppbyggilegt nám En hvað hafa fyrrverandi nemar menntasmiðjunnar að segja um hana? Rætt var við tvær hressar konur, Herdísi Þórðardóttur og Margréti Sig- mundsdóttur. Þær voru fyrst spurðar að því hvað hafi orðið kveikjan að þátttöku þeirra. Herdís segir að hún hafi sótt um menntasmiðjuna eftir að hafa séð auglýsingu sem vakti áhuga hennar í sjónvarpsvísi. Hún taldi í fyrstu að um mörg styttri námskeið væri að ræða og fannst þetta stórt stökk að fara í skóla sem væri allan dag- inn en ákvað síðan að láta slag standa og mæta. Margrét var í atvinnuleit og eftir að hafa átt fund með ráðgjafa Svæðis- vinnumiðlunar Norðurlands vestra, þar sem útskýrt var hvað menntasmiðjan hafði upp á að bjóða, ákvað hún að taka þátt. Herdís kvaðst vera mjög ánægð með þátttöku sína í smiðjunni, það haft verið mjög skemmtilegt en líka erfitt að setjast á skólabekk aftur, en rúm 30 ár eru síðan hún var síðast í skóla. Margrét tekur undir þetta og segir einnig að hópurinn hafi náð mjög vel saman þrátt fyrir breitt aldurs- bil. Aðspurðar segja þær að ver- an í smiðjunni hafi breytt þeim mikið. Herdís segir að hún sé miklu víðsýnni og sjóndeildar- hringurinn hafi stækkað. Hún hafi komist að því að hún geti vel lært. Margrét segist vera miklu jákvæðari, sjálfstæðari og opnari og þori núna frekar að tjá sig. Báðar segja þær að sjálfstraust þeirra hafi eflst til muna. En hvað var lærdómsríkast? Herdís segir uppgötvunina, að geta lært og finna sig í því að setjast á skólabekk á nýjan leik. Þetta hafi verið stórt stökk en lærdómsríkt. Margrét segir að vinnan við listir og handavinnu hafi verið lærdómsríkust fyrir hana, hún hafi séð að hún gat gert ýmsa hluti sem hún áður taldi sig ekki geta. Herdís tek- ur undir þetta og segir þær hafa Hvert stefnirðu að smiðjunni lokinni? Nám Atvinnu- 8% / leit Oif Hefvinnu_ v| j 59% 33% Flestar stefndu þær að því að komast í vinnu og tæp 60% þeirra höfðu þegar fengið vinnu við lok smiðjunnar. Margar hendur vinna létt verk. María Guðmundsdóttir, Kristín Ögmundardóttir, Þóranna Óskarsdóttir, Sigurbjörg Egilsdóttir og Herdís Þórðardóttir. fengið innsýn í svo marga hluti á þessum vikum, eins og með listsköpunina hjá Önnu Sigríði Hróðmarsdóttur og í enskunni hjá Þorkatli Þorsteinssyni en kennslan hjá honum hafi verið sú mest lifandi og skemmtileg- asta enskukennsla sem hún hafi kynnst. Margrét segir að bæði íslenskan og enskan hafi skerpst hjá sér og skilið eitt- hvað eftir, það hafi komið í ljós í sumar þegar hún þurfti að tjá sig á ensku en líka hafi aukið sjálfstraust hjálpað til. Hvað fannst þeim skemmti- legast? Herdís segir að í heild- ina hafi skólinn verið mjög skemmtilegur. Sumir þættir hefðu þó verið skemmtilegri en aðrir eins og handverk & listir, enska, íslenska og tjáning. Tjáningin hafi engu að síður verið erfið, eins og allt sem nýtt er. Margrét segir að sam- skiptin við hópinn hafi verið skemmtilegust en sömu grein- ar og Herdís nefndi standi upp úr ásamt sjálfseflinu. Herdís og Margrét segjast að lokum vonast til að boðið verði áfram upp á mennta- smiðju svo að fleiri fái tækifæri til að læra og njóta, styrkja sjálfa sig og sjá að þær geti vel lært. Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Bylgja Bjömsdóttir. Feykir f réttablað d Norðurlandi vestra Flytur ykkur tíðindin af svæðinu * Askriftar- og auglýsingasími 453 5757 Netfang: feykir@krokur.is 4 helgarferðir á Superjeppum um hálendið ofan Skagafjarðar í sept.Brottf. 9., 16., 23., og 30. alla laugardaga frá Varmahlíð kl. 10:00 * Varmahlíð - Laugarfell, gisting, skoðunar- ferð í Nýjadal og kvöldganga á laugarfell. • Sunnudagur. Brottför kl. 9 frá Laugarfelli, ekið í Ingólfsskála, gönguferð að Hofsjökli síðan ekin Eyfirðingaleið norðar Hofsjökuls til Hveravalla, síðan til Varmahlíðar. Gist í fjallaskálum, fullt fæði & leiðsögn. Upplýsingar í s: 453 8219 / 851 1852

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.