Feykir


Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 7
28/2000 FEYKIR 7 Sjálfstraust og menntun Sigríður Sigurjónsdóttir sál- fræðingur á Sauðárkróki hefur um árabil staðið fyrir nám- skeiðum í sjálfsstyrkingu, jafnt í heimabyggð sinni sem og ann- ars staðar. Hún féllst á að svara nokkrum spumingum undirrit- aðra: - Nú hefur þú mikla reynslu af að kenna ólíkum hópum fólks sjálfsstyrkingu, er þetta ekki eitthvað sem all- ir hafa gagn af? Hver er munurinn eftir nemendahóp- um? Það er mín reynsla að sjálfs- styrking gagnist flestum. Fáir hafa svo gott sjálfstraust að þeir geti ekki bætt það. Munurinn á ólíkum nem- endahópum hefur mér einkum fundist felast í því hversu fljótt tekst að byggja upp það traust sem þarf til, til að fólk þori að taka þátt í umræðum og fari að deila reynslu sinni með öðmm. - Gefðu okkur nú svolitla mynd af þessu viðfangsefni, hvað er eiginlega sjálfsstyrk- ing? f sjálfsstyrkingu felst í fyrsta lagi sjálfsskoðun, að verða meðvitaður um styrk sinn og veikleika og taka ábyrgð á hvom tveggja. Að skoða hvem- ig samskipti okkar við aðra em og hvemig við getum bætt þau. Við skoðum einnig hvaða þætt- ir það em sem veikja sjálfs- traust okkar og hvemig við get- um mætt þeim. - Nú er mikið rætt um það að hæfni til mannlegra sam- skipta séu lykilverðmæti í framsæknum fyrirtækjum, er ekki sjálfstraust nauðsyn- legur grunnur undir góð mannleg samskipti? Svarið við þessu leggur sig sjálft. Sjálfstraust er gmndvöll- ur góðra samskipta. Þannig er það bara. Sjálfstraust til að láta í ljós skoðanir sínar og að standa með þeim er forsenda hreinskiptinna og ærlegra sam- skipta sem nauðsynleg eru ef fólk á að vinna saman af ein- hverju viti og hæfileikar fólks að nýtast til hins ýtrasta. - Þú hefur einnig tekið að þér að kenna sjálfsstyrkingu, þar sem hún er hluti víð- tækara náms (s.s. Mennta- smiðja, Gæðahandverk í Húnaþingi, ýmis námskað fyrir ófaglærða), hver er virkni sjálfsstyrkingarþátt- arins í heildarmyndinni? Þegar sjálfsstyrking er með sem námsþáttur inni í stærra prógrammi þá hefur sá þáttur það hlutverk að fá hópinn til að virka sem hóp þannig að fólk verði ömggara með sig og ó- hræddara við að leggja til mál- anna og taka þátt í umræðum. í öllum þeim námskeiðum sem nefnd em, er markmiðið að að- stoða fólk við að efla fæmi sína á ákveðnum sviðum til að fara inn á nýjar brautir. Mikilvægur þáttur í því ferli er að skoða sjálfan sig, verða meðvitað um styrk sinn og veikleika og þar með skipta sjálfsstyrking og skoðun á samskiptum verulegu máli. - Flestir þeir sem fara á sjálfsstyrkingamámskeið telja sig hafa eflst töluvert, höfum við almennt ekki nægilega trú á okkur sjálfum, hefur hugs- anlega farist fyrir að byggja upp með okkur sjálfstraustið frá byrjun? Eins og ég sagði í byrjun em fáir með það gott sjálfstraust að það sé ekki hægt að bæta. Hvort við fáum ekki nóg af því í veganesti út í lífið almennt er erfiðara að fullyrða um. En mér sýnist af minni reynslu í starfi og á kennslu námskeiða að það sé býsna algengt að fólk hafi ekki nógu gott veganesti út í lífið hvað varðar sjálfstraust hver sem orsökin er. - Hvers vegna ætli konur sæki frekar sjálfsstyrkingar- námskeið en karlar? Munar svona miklu á sjálfsmynd kynjanna eða hefur þetta frekar með almenn viðhorf að gera? Konur em almennt duglegri að sækja hvers kyns námskeið heldur en karlar. Flest af þeim sjálfsstyrkingarnámskeiðum sem ég hef kennt hafa verið fýr- ir hópa eða starfsstéttir þar sem konur em í meirihluta. Á þeim námskeiðum þar sem er nokk- Sigríður Sigurjónsdóttir. uð jöfn blöndun kynjanna hef ég ekki orðið vör við að þau viðfangsefni eða vandamál sem fólk stendur frammi fyrir hvað varðar sjálfsstyrk og samskipti sé mjög mismunandi á milli kynjanna. Kannski er það stærra skref fyrir karlmenn að ákveða að fara á sjálfsstyrkingamámskeið heldur en fyrir konur. Eg hef ekki komið að slíkum nám- skeiðum sem em sérsniðin fyr- ir karla en ég veit til þess að þau er til og hafa verið mjög vel heppnuð. - Telur þú að fólk sem hefur mikið sjálfstraust eigi auð- veldara með að tileinka sér þekkingu í námi eða telurðu að sjálfstraust sé afleiðing menntunarinnar? Er hugs- anlegt að takmarkað sjálfs- traust standi í vegi fyrir því að fólk afli sér menntunar? Hvort tveggja er rétt. Ég verð oft vör við að fólk telur sig hafa minna fram að færa en það raunvemlega hefur vegna skorts á menntun. Sömuleiðis sé ég hæfileikaríkt fólk hræðast það að leita sér menntunar vegna [x:ss að það skortir sjálfs- traust til að takast á við nýjar leiðir í lífinu. - Á hvaða hátt telurðu sí- menntunarmiðstöð eins og Farskóla Norðurlands vestra geti einna helst nálgast fólk, til að efla það og styrkja? Ég held að Farskólinn sé að gera mjög góða hluti í endur- og símenntun eins og er. Sam- þætt verkefni eins og Mennta- smiðja kvenna sem er gerð í samvinnu við aðrar stofnanir tel ég að sé gott dæmi um verkefni sem hefur tekist mjög vel. Styrkur Menntasmiðjunnar held ég að sé hversu vel hefur tekist að halda utan um hópinn þannig að fólk er ömggt þar og líður vel, finnur sig sem hluta af hóp sem virkar vel saman. E.t.v. þyrfti að huga frekar að jjeim þáttum á fleiri námskeið- um, því ég veit til þess að fólk hefur skráð sig á námskeið og guggnað fljótt vegna þess að það fann sig ekki, fannst það kunna minna en aðrir þátttak- endur og var feimið við að taka þátt í umræðum og verkefnum jjess vegna. Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Bylgja Björnsdóttir. „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“ segir Sigurdís Erna Guðjónsdóttir á Siglufirði Lcikskólakcnnarinn Erna Guðjónsdóttir, til vinstri, við vinnu sína á leik skólanum Leikskálum. Sigurdís Ema Guðjónsdóttir var 30 ára, gift og tveggja barna móðir, þeg- ar hún dreif sig í fjamám við Kenn- araháskóla Islands. Hún útskrifaðist síðan sem leikskólakennari vorið 1999. Ema starfar nú sem deildarstjóri og aðstoðaleikskólastjóri á Ieikskólanum Leikskálar á Siglutirði. Þá ákvörðun að drífa sig í frekara nám þakkar hún m.a. námskeiði “umönnun aldraðra” á vegum MFA og verkalýðsfélagsins Vöku sem hún fór á þegar hún starf- aði við heimilishjálp. Ema hafði j^egar lokið stúdentsprófi og hugur hennar ávalt staðið til frekara náms. Námskeiðið sem hún fór á, “um- önnun aldraðra”, var töluvert umfangs- mikið og mjög gagnlegt. Það varð þannig til joess að ýta á þá ákvörðun að mennta sig frekar. Hún fór að íhuga ýmsa möguleika til náms og fann fljót- lega að kennslustörf höfðuðu til hennar. Með tilkomu fjamáms varð ákvörðunin auðveldari, því miklu skipti að geta stundað námið í heimabyggð. Það hefði ekki verið auðvelt að rífa sig upp og flytja á nýjan stað í nokkur ár á meðan á námi stóð, bömin hefðu þurft að skipta um skóla, maki að fara í aðra vinnu o.s.frv. Það að hefja námeftir 10 árahlé var stór ákvörðun, en að eiga góða fjöl- skyldu sem stóð eins og klettur við bak- ið á henni gerði ákvörðunina auðveldari. Ema var í 50% vinnu á Leikskálum á meðan á náminu stóð, sem hún telur að hafi nýst sér mjög vel. Þar fékk hún tengingu á milli verklegra og bóklegra þátta, sem gerði alla verkefnavinnu auð- veldari og jók skilning fyrir því sem ver- ið var að fást við hverju sinni. Hins veg- ar telur hún að vinnan hefði ekki mátt vera mikið meiri, til þiess að bitna ekki á náminu. Það hlýtur hins vegar alltaf að fara eftir því hvaða nám er stundað hvort tök séu á að vinna samhliða því. Vinnuveitandinn reyndist henni mjög vel og sýndi skilning á aðstæðum hennar. Námið krafðist töluverðra fjar- vista frá vinnu vegna verknáms og við- vem í K.H.Í vegna staðbundins náms. Hún missti heldur ekki laun vegna fjar- vista útaf námi og er hún virkilega þakk- lát fyrir þann góða stuðning. Ema segir að námskeið þau er verið hafa í gangi á vegum MFA og verkalýðs- félaganna “Umönnun bama” skipti miklu máli fyrir leikskólastarfið. Nám- skeiðin skili sér mjög vel inn í starfið. Kennarar á þtessum námskeiðum em fag- fólk á sínu sviði, sem koma miklum fróðleik til skila. Starfsfólkið kemur síð- an aftur til vinnu með aukna jxkkingu, sem skilar sér í starfinu. Aukin jxkking og starfsreynsla veitir aukið sjálfstraust sem hlýtur alltaf að skila betra starfi og hæfara starfsfólki. Hún vill ítreka að allt er hægt sé vilji og góður stuðningur lyrirhendi. Sé fólk að velta íyrir sér áframhaldandi námi þá er um að gera að drífa sig af stað, því aldrei sé of seint að hefja nám að nýju. Síðast en ekki síst skipti miklu máli að fjölskyldan standi saman. Þökkum Emu kærlega fyrir greinar- góðar upplýsingar og vonum að þær geti orðið einhverjum hvatning til freka náms. Ásdís Magnúsdóttir, starfsmaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.