Feykir


Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 8
1 KJORBOK s Vinsælasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands ____ í forystu til framtfðar ' Útibúið á Sauðárkrókí - S: 453 535j . ki 4 Sjúkraliðanám í fjarkcmislu Yiðheldur það nýliðun í greininni? Á Blönduósi er mikill áhugi á að koma á sjúkraliða- námi í fjarkennslu. En hvaða þýðingu hefur það fyrir fá- menn byggðarlög að geta boðið upp á slíkt nám? Kristjana Amardóttir, hjúkr- unarforstjóri Heilbrigðisstofn- unarinnar á Blönduósi, segir að slíkt námsfyrirkomulag breyti öllu fyrir þær konur sem hafa á- huga á sjúkraliðanámi, þær geti þá öðlast þessi starfsréttindi heima í héraði en fæstar eigi þess kost að fara að heiman í nám vegna heimila og bama. Kristjana segir að ellefu starfs- stúlkur stofnunarinnar hafi sýnt áhuga á að fara í sjúkraliðanám. Kristjana var spurð hvernig námskeið fyrir ófaglært starfs- fólk hefði nýst hennar starfs- fólki. Hún sagði að hún hefði engar tölur eða mælingar hand- bæraren reynslan sýndi að auk- in menntun og þar með innsýn starfsmanna í fagið kæmi fram í ánægðari starfsmönnum. Ymsar rannsóknir og kannanir hafa sýnt fram á aukna starfs- ánægju og starfsöryggi sem menntun veitir. Hver er ávinningurinn fyrir atvinnurekendur að hafa betur menntað starfsfólk? Kristjana segir að þá sé atvinnurekandinn kominn með stærri faglega menntaðan hóp, með þeim kostum sem aukin menntun gefur, meiri þjónustugæði fyrir stofnunina og skilvirkara starf. þó svo að launakostnaður verði eitthvað meiri. Kristjana sagði að nú væri komin fram reglugerð frá heil- brigðisráðuneytinu um gæða-á- ætlun á heilbrigðisstofnunum. í haust væri að fara af stað stefnumótunarvinna hjá yfir- stjómendum heilbrigðisstofn- unarinnar á Blönduósi í tengsl- um við hana og með aukinni menntun hefðu konumar meiri innsýn í slíka vinnu þegar fram í sækir. En hver er munurinn á verk- sviði sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks? Kristjana sagði að sjúkraliðar og ófaglært starfs- fólk ynnu að miklu leyti sömu Kristjana Arnardóttir. störfm en fleiri sjúkraliðar myndu létta störf hjúkrunar- fræðinga, þar sem þær mega bera meiri ábyrgð en ófaglært starfsfólk. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af fækkun sjúkraliða og lítilli nýliðun í greininni og til að sporna við þessari þróun á landsbyggðinni þarf að koma til fjarkennsla í sjúkraliðanámi þar sem konur yfirgefa ekki svo auðveldlega heimili og böm og fara annað í nám. Kristjana sagði að stofnunin væri tilbúin að hliðra til vinnu- tíma starfsfólksins eins og hægt væri til þess að það gæti stund- að nám jafnhliða vinnunni. Hún sagði að fjarfundabúnaður yrði settur upp í haust á stofnun- inni sem myndi auðvelda sam- hæfingu náms og vinnu nem- endanna. Kristjana sagðist vera mjög ánægð með námskeiðin sem Farskólinn hefur skipulagt fyr- ir ófaglært starfsfólk og hún vonaðist eftir að minnsta kosti 5-6 starfsstúlkur frá stofnuninni fæm í sjúkraliðanámið ef það kæmist á. Kristjana segir að lokum að það sé sameiginlegt markmið þeirra allra sem sinna störfum á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi að veita skjólstæðingum sín- um þá bestu og faglegustu um- önnun sem völ sé á hverju sinni. Námskeiðin skerpa á ýmsu En hvað segja ófaglærðu starfsmennimir um þetta? Sigríður Grímsdóttir, starfs- stúlka, hefur unnið í tæp 19 ár á stofnuninni við umönnun aldr- aðra. Hún hefur sótt öll þrjú námskeið Farskólans fyrir ó- faglært starfsfólk og segir hún að hærri laun að loknu nám- skeiði sé megin kveikjan að því að sækja slík námskeið. Þau hafi verið vel skipulögð og mið- uð að starfi stofnunarinnar, komið inn á dagleg störf þeirra og nýtist fieim því vel í starfi. Á námskeiðunum hafi verið skerpt á ýmsu sem þær vinni við daglega og séu oft orðnar mjög “samdauna” starfinu. Einnig hafi þær lært ýmislegt um einstaka öldrunarsjúkdóma sem hafi verið mjög gott og hægt að tengja þeim einstak- lingnum sem annast þarf um. Sigríður segir að námskeið- in vekji upp umræður um starf- ið meðán á þeim standi og fyrst á eftir en síðan fjari umræðan Framhaldsnám fullorðinna við Fjölbrautaskólann Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefúr ætíð þjónað fullorðnu fólki sem hefur viljað niennta sig meira. Hér áður var starfandi kvöldskóli á vegum skólans og síðar átti skólinn mikinn þátt í stofnun Far- skóla Norðurlands vestra. Samstarf Fjöl- brautaskólans og Farskólans er mikið. Undanfarin ár hefur það aukist umtalsvert að fullorðið fólk stundi almennt framhaldsnám í dagskóla við Fjölbrautaskólann en einnig stunda margir utanskólanám. Eindreginn vilji er meðal stjómenda skólanna að mæta betur þörfum þeirra sem búsettir eru utan næsta ná- grennis Fjölbrautaskólans. Dæmi um það er námsaðstoð fyrir utanskólanemendur við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra sem skólinn, á- samt Farskólanum, hefur í hyggju að bjóða fram í gegnum fjarfundabúnað.. Það er nýmæli í kennsluháttum sem ekki hefur verið reynt ann- ars staðar og verður athyglisvert að sjá hvort á- hugi reynist fyrir þessari þjónustu. Um næstu áramót er ráðgert að bjóða fram nám í öldunga- deild á formi fjarkennslu með myndfundabún- aði. Einnig vinnur skólinn að þvíað bjóða fram sjúkraliðanám og er áætlað að það hefjist um næstu áramót. Öflug námsráðgjöf er í skólanum og er öll- um sem áhuga hafa á námi bent á að hafa sam- band við Ingileif Oddsdóttur, námsráðgjafa. Ársæll Guðmundsson skólameistari. ...bflar, tiyggngaæ, bækur, rltföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABtJÐ BRYBJABS SUÐOBGÖTD 1 StMI 453 5950 Kodak Pictures Sigrún Grímsdóttir. smám saman út. Námsefnið rifjist þó upp við dagleg störf. Sigríður segir að margar frá stofnuninni hafi sótt þessi nám- skeið en hún ekki merkt að vinnuandi hafi eitthvað breyst. Samskiptin hafi alltaf verið mjög góð í vinnunni þrátt fyrir mikið vinnuálag. Hún segir að undirmönnuð störf leiði af sér þreytu, leiðindi og veikindi sem sé ekki gott. Námskeiðin veiti meira starfsöryggi og mjög gott að geta sótt þau í heimabyggð sinni meðfram því að stunda vinnu sína. En telur Sigríður að nám- skeiðin séu kveikjan að óskinni um sjúkraliðanám? Hún telur fyrst og fremst að það sé launa- munurinn. Sjúkraliðar og starfs- stúlkur vinni sömu störfin, beri oftast sömu ábyrgð en sjúkra- liðamir hafi hæiri laun. Þeir búi lika við meira starfsöryggi. En námskeiðin hafi örugglega auk- ið sjálfstraust margra þeirra til frekara náms. Sigríður segir að hún sjálf treysti sér ekki til þess að fara í sjúkraliðanám því hún sé í fullri vinnu og að þurfa að sinna námi líka finnist henni of mikil vinna. En mikilvægt sé að koma á sjúkraliðanámi, í fjarkennslu, þannig að áhugasamir geti stundað það í heimabyggð sinni, því það leggja það fáir á sig ef fara þarf burtu um lengri tíma. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, jafnréttisráðgjafi Norðurl. vestra. Bylgja Björnsdóttir, verkefna- stjóri Farskóla Noiðurlands vestra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.