Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 30/2000 Engihlíðingar ræða við Blönduósinga um sameiningu Hreppsnefnd Engihlíðar- hrepps samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að óska eftir viðræðum við bæjar- stjóm Blönduóss um samein- ingu sveitarfélaganna. Val- garður Hilmarsson oddviti Engihlíðarhrepps segist hafa orðið þess var að ýmsir í hreppnum teji að til samein- inga í héraðinu þurti að koma, en kannski hafi ekki verið uppi á borðinu til þessa svona lítil sameining. Val- garður segist ekkert vita um það hvort að meirihluti verði í hreppnum fyrir sameingu við Blönduós, en væntanlega muni það ráðast mikið af því hvaða þjónusta verði í boði fyrir hreppsbúa. í Engihlíðarhreppi búa um 70 manns. Valgarður segir að það sé orðið mjög erfitt að reka svona litlareiningar, vegna þess að verkefnin sem sveitarfélög- unum sé ætlað að sjá um séu orðin það mörg, að þau ráði ekki við þau nema stofna um þau byggðasamlög, og það leiði af sér mjög þunglamalega og stirða stjómun. „Kerfið verður ákaflega þunglamalegt og þau em orðin mörg byggðasamlög- in, maður hefur varla á þeim tölu, og svo er það héraðs- nefndin”, segir Valgarður. „Ég held að ef eitthvað á að gerast í þessum málum fyrir næstu kosningar, þá verði það á þessum vetri”, segir Valgarður sem á von á því að viðræður við Blönduós muni heijast fljót- lega eftir að göngur og réttir og mestu haustannir verði afstaðn- ar. Aðspurður hvort að þessi sameining, ef af yrði, mundi leiða af sér stærri sameiningar á svæðinu, sagðist Valgarður ekki geta spáð fyrir um, en sjálfsagt yrði það til að auka umræðuna, en að hans mati hefur engin al- vara verið í sameiningarum- ræðunni í A.-Hún. til þessa. Einmitt í þessu sambandi má nefna vandræðaganginn í sambandi við Vindhælishrepp síðustu árin, en hann hefur ver- ið undir „leyfilegri” tölu í mörg ár, og hefði átt að vera búinn að sameinast öðru sveitarfélagi fyrir mörgum árum. Það hefur ekki gengið og málið verið í höndum ráðuneytis í nokkur misseri án þess að á því hafi fundist lausn. BÍLASALA3ST / FORNOS BORGARFLÖT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5200 • FAX 453 6201 • KT. 670600-2540 • VSK nr. 67609 Gott úrval notaðra bfla % 'nitj °m I T.d. BIVIV, Golf, Toyota Corolla, Toyota 4x4, Suzuki Side Kick, Lancer, Lancer 4x4, Toyota Avensis. il Skagafjörður Austur- Skagfirðingar Sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson verður með viðtalstíma í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi miðvikudaginn 20. september kl. 16 -19. Sveitarstjórn. Löngumýrarmeyjar frá árinu 1950 við Fjallakrána. Hittust á Löngumýri að nýju eftir 50 ár Dagana 1.-3. september sl. komu saman á Löngumýri 24 konur í tilefni þess að liðin vom fimmtíu ár frá því að þær út- skrifuðust úr húsmæðraskólan- um þar. Alls dvöldu í skólanum 40 námsmeyjar veturinn 1949-’50. Af þeim hóp voru 17 skagfir- skar, hinar úr flestum landshlut- um. Sumar höfðu ekki sést í 50 ár, svo þarna voru miklir fagn- arðarfundir. Einstök veðurblíða var þessa daga. Ekið var um Skagafjörð og m.a. komið í Fjallakrána þar sem hópurinn fékk hlýjar móttökur og glæsi- legar veitingar. Ami Harðarson staðarhaldari á Löngumýri fær sérstakar kveðjur fyrir frábærar móttökur, veitingar og hlýju þessa daga sem konumar munu seint gleyma. Ákveðið að rita sögu heilbrigðisstofnana í Skagafirði Heilbrigðisstofnunin á Sauð- árkróki hefur samið við Jón Ormar Ormsson um að taka saman sögu heilbrigðisstofnana í Skagafirði. Jón Ormar mun í vinnu sinni styðjast við þær heimildir sem til eru s..s. fundar- gerðir og aðrar skráðar heimild- ir, ásamt því að taka viðtöl við ýmsa núverandi og fyrrverandi starfsmenn og ýmsa aðra aðila sem tengjast stofnuninni á ein- hvem hátt. Þá verður safnað saman myndum sem til eru og varða stofnunina eða starfsemi hennar. „Ástæður þess að ráðist er í þetta verk núna eru fyrst og fremst þær að stofnunin á sér merkilega sögu sem okkur ber skylda til að varðveita og ennig eru merk tímamót framundan, en á næsta ári verða liðin 95 ár frá því Sjúkrahús Skagfirðinga hóf starfsemi sína og 40 ár frá því stofnunin tók til starfa á Sauðárhæðum”, segir Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Samningurinn gerir ráð fyrir að Jón Ormar ljúki sinni vinnu í október á næsta ári. í framhaldi af því verður síðan tekin ákvörð- un um hvort og þá hvenær sag- an verði gefin út í bókarformi. Athugið! Athugið! Athugið! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Missa 1 kg. á viku? FRÍ SÝNISHORN! Hringdu núna ísíma 552 4513 lUffl n ÖE JLb Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þóraiinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.