Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 3
30/2000 FEYKIR 3 Piltungar með uppsteit á málverkasýnngu Þórhallur Filippusson og Anna P. Þórðardóttir segja farir sínar ekki sléttar af málverkasýningunni. ,,Þetta var ömurleg og erfið reynsla. Eg varð afskaplega hrædd en innilega þakklát þegar hjón sem stödd voru á sýningunni og gerðu sér grein fyrir á- standinu, sögðu að það kæmi ekki til greina að þau yfirgæfu okkur fyrr en sýningunni væri Iokið”, sagði Anna P. Þórðardóttir fotluð kona á Sauðár- króki, en hún og maður hennar Þór- hallur Filippusson segja farir sínar ekki sléttar við lok málverkasýningar í Safnahúsinu á sunnudaginn var, en þar sýndi Þórhallur verk sín. Um hálffimmleytið um daginn, þegar hálfur annar tími var eftir af sýning- unni, ruddust þar inn þrír piltar á fermingaraldri og gerðust all aðsóps- miklir, þannig að „hernaðarástand” ríkti. Þeir upphófu háreisti og neituðu að fara út úr húsinu. Eftir að gesti á sýningunni tókst að koma þeim út úr húsinu, börðu þeir með Iurk á glugg- ana, spörkuðu í hurðina og einn þeirra klifraði upp í flaggstöng og sýndi dónaskap. Anna P. Þórðardóttir sem bundin er í hjólastól, sagði að hún hefði aldrei lent í neinu slíku í umgengni sinni við ungt fólk. „Ég hef lesið með mörgum ung- linginum og tekið þá í einkatíma og sumir hafa komið hingað á sýninguna og verið ákaflega vinsamlegir, en það vai' greinilegt að þessir drengir voru ekki komnir í þeim tilgangi að sjá sýninguna. Við buðum þeim strax piparköku og kex og sýningarskrá. Þeir gengu í þetta en hentu sýningarskránum um salinn og upphófu dólgslæti. Þegarég sagði við þá að nærveru þeirra væri ekki óskað kom til snarpra orðaskipta milli okkar”, sagði Anna P. Þórðardóttir. Þórhallur, sem orðinn er vel fullorð- inn, sagðist ekki lengur hafa þrek í að fást við svona mál, en hann kvaðst hafa orðið ákaflega reiður yfir látunum og orðbragðinu í drengjunum. Þeirfóm síð- an fram á gang og byrjuðu að hlaupa upp og niður stigana og hrópa. Þeir fóm síðan út stutta stund á sjoppuna fyrir neðan og þar helltist einn þeirra úr lest- inni; en hinir tveir komu síðan aftur inn og upphófust þá lætin að nýju. Það var þá sem annar gestanna tók sig til og henti þeim út, en þá byrjaði atgangurinn utandyra. „Við létum sent við sæjum þá ekki þrátt fyrir þessi læti fyrir utan og sjálf- sagt hefur það verið besta ráðið því þeir höfðu sig svo burtu eftir drjúga stund. Það var inni hjá okkur fullorðin kona og hún þorði ekki út enda virtust drengim- ir líklegir til alls, framkoma þeirra var þannig”, sagði Anna P. Þórðardóttir og kvað þetta sorglegan endi á annars ágætri sýningu. Þórhallur dró andann djúpt og sagð- ist ekki vera búinn að jafna sig ennþá og það tæki þau ömgglega einhverja daga. Hann ætlar þó að bæta þennan leiða dag upp með því að framlengja sýninguna og hafa opið í Safnahúsinu nk. laugar- dag 12. septemberkl. 15-18. Hann þakk- ar góða aðsókn en finnst þó að frammá- menn í sveitarfélaginu hafi sýnt sýning- unni nokkuð tómlæti. Lionskonur ásamt starfsfólki endurhæfingarstöðvarinnar við stuttbylgjtækið góða, sem búið er að vanta lengi Bjarkarkonur gefa langbylgjutæki á „endurhæfinguna“ Nú fyrir helgina afhentu konur í Lionsklúbbnum Björk endurhæfingarstöð Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki að gjöf svokallað stuttbylgju- tæki, en stöðinni hefur vantað þetta tæki í nokkum tíma eftir að eldra tæki helltist úr lestinni. Að sögn Fanneyar Karlsdóttur sjúkraþjálfara leysir tækið úr brýnni þörf margra sjúklinga og kom gjöfin sér því vel fyrir starfsemi endurhæfingastöðv- arinnar. Það er einkum afrakstur plastpokasölu Bjarkar sem gerði þeim lionskonum kleift að kaupa þetta tæki sem kostar um hálfa milljón króna. Stutt- bylgjutækið sendir frá sér raf- straumsbylgjur sem vinna að því að minnka bólgur, auka blóðstreymi og gróanda, minnka sársauka og stuðla að slökun hjá viðkomandi sjúk- lingi. Stuttbylgjtækið er notað við ávarkum ýmsum og sjúk- dómum, s.s. gigt, tognunum og slitum í vöðvuðum og sinum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.