Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 30/2000 „Lambasinfonía“ og ýmist annað góðgæti í stórveislu í Víðidalnum Það var glæsileg veisla sem haldin var í aðstöðuhúsinu hjá ferðaþjónust- unni í Dæli Víðidal laugardagskvöldið 2. september sl. Þar matreiddu nokkrir af bestu matreiðslumönnum landsins heilt lamb ásamt ýmsu meðlæti ofan í Víðdælinga og gesti. Vönast er til að þetta verði upphafið að samstarfi milli matreiðslumeistara og bænda um að gera sem mest úr afurðum íslensks landbúnaðar, en það er matreiðslumeist- arinn Þórarinn Guðlaugsson sem er frumkvöðullinn og aðalhvatamaðurinn að því. Þau hjónin Sigrún Valdimarsson og Víglundur Gunnþórsson hafa á síðustu árum byggt upp mjög myndarlega ferðaþjónustu í Dæli, en þar er hægt að fá leigð tvö sumarhús og sex minni bú- staði, ásamt gamla íbúðarhúsinu í Dæli. Þá byggðu þau stórt og rúmgott að- stöðuhús fyrir húsin og tjaldstæðið og það kom að góðum notum fyrir veisl- una miklu á dögunum. Þórarinn Guðlaugsson matreiðslu- meistari er einn viðskiptavina Ferða- þjónustunnar í Dæli og þegar hann og Víglundur bóndi tóku tal saman kom í ljós að Þórarinn hefur mikinn áhuga fyrir að gera sem mest úr lambakjötinu og öðrum afurðum í landbúnaði, og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í átaki í þá veru. Þetta varð kveikjan að því að Þórarinn fékk nokkra matreiðslumenn í lið með sér og éfnt var til sýniskennslu í því hvemig nýta á lambaskrokkinn til fullnustu. „Happýlamb“ á borðum Þórarinn kom ásamt félögum sínum í Dæli á föstudagskvöld og að morgni laugardagsins fóru þeir saman á gæsa- skytterí og bmgðu sér á hestbak hjá El- íasi Guðmundssyni bónda á Stóm-Ás- geirsá. Klukkan þrjú hófst síðan sýnis- kennslan í aðstöðuhúsinu, þar sem lambskrokkur sem Júlíus Guðni Ant- onsson á Auðunnarstöðum gaf til veisl- unnar, var tekinn og unnin þannig að hver kjötögn í skrokknum nýttist. Um sex leytið hófst síðan matreiðsl- an en þá voru mættar fyrir nokkru eig- inkonur matreiðslumeistaranna til að vera í veislunni um kvöldið, og sáu þær um skreytingar á veisluborðið, sem voru mjög frumlegar, aðallega arfi og grjót. Kokkarnir höfðu tekið með sér ýmist meðlæti en einnig var notað í það ýmislegt góðgæti heimafengið úr Víði- dalnum, s.s. hvönn, krækiber, bleikja úr Hópinu, hundasúrur o.fl. Forréttur var koníakslax, þá var boð- ið upp á villibráðarbuff og gæsabringu. Því næst kom bleikjusúpa með hvönn og þá var komið að aðalréttinum, lambasinfoníunni og var hún unnin úr ,,happý lambinu” eins og Júlíus Guðni kallar dilkana, en hann heldur því fram að sauðkindin sér ákaflega hamingju- söm skepna að njóta þess frjálsræðis að ganga á fjalli að sumrinu. Síðasti réttur- inn sem boðið var upp á var krækiberja- ostakaka. Að þessum miklu veisluhöldum loknum var tekið til við söng og gaman- mál og skemmtu Víðdælingar og gest- ir sér fram eftir nóttu. Lundirnar verðmiklar Vegna anna gat Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ekki mætt á svæð- ið, en Sigurgeir Þorgeisson fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna kom ásamt konu sinni Málfríði Þórarins- dóttur. Meðal þess sem Þórarinn Guðlaugs- Sigrún húsfreyja í Dæli dreif upp fjöldasöng og lék undir á gítarinn. Þórarinn Guðlaugsson (sitjandi) vill efna til samvinnu matreiðslumanna og bænda um að gera sem mest úr afurðum íslensks landbúnaðar. Hann fékk til liðs við sig frá vinstri talið félaga sína: Kristján Sæmundsson, Ásbjörn Páls- son, Snæbjöm Kristjánsson og Gyssur Guðmundsson. son leggur til að gert verði til að gera hækka skilaverð til bænda stórlega, en lambaskrokkinn verðmætari, er að taka einnig mætti vinna lambskrokkinnn af honum lundina og setja í verðmætar miklu betur en gert er í dag. sérpakkningar. Bara það eitt mundi Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mætti ásamt konu sinni Málfríði Þórarinsdóttur. Þau eru hér með Dælishjónin Víglund og Sigrúnu sér til sitthvorrar handar. Víðdælingar ánægðir að loknu góðu borðhaldi og tilbúnir að eiga góða stund saman langt fram á nótt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.