Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 7
30/2000 FEYKIR 7 Sigríður Björg Ögmundsdóttir fædd 2. maí 1921, dáin 19. ágúst 2000 Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Signðar Ög- mundsdóttur frænku minnar. Þegar ég lít til baka og minnist Siggu, kemur fyrst í hugann lífs- gleði og galsi en hún Sigga frænka min var alltaf svo kát að það var unun að vera í návist hennar. Hún sagði svo skemmti- lega frá og þá var það gert með leikrænum tilburðum og við skellihlóum og alltaf lifnaði yfir öllu. Þegar Sigga var komin í heimsókn á Öldustíginn þá fékk maður að sitja hjá fullorðna fólk- inu og taka þátt í glaðværðinni. Þá var það hápunktur ársins þeg- ar allt frændfólkið hittist á jóla- dag á Öldustígnum og var þá gjaman sungið og dansað kring- um jólatré og einum jólum man ég eftir að ég hafði búið til jóla- kort með uppáhalds glansmynd- inni minni sem Sigga átti að fá, en hafði aldrei þorað að senda það. A jóladag þegar fjölskyldan var komin á Öldustíginn og átti að fara að dreka þá var löngunin til að láta Siggu fá kortið feimn- inni yfirsterkari og ég kallaði á Siggu inn í herbergið mitt og uppburðarlítil rétti ég henni kort- ið og það var eins og ég hefði gefið henni eitthvað stórkostlegt því hún umvafði mig og þakkaði mér svo innilega fyrir að öll feimnin rauk út í veður og vind og ég var svo glöð í hjarta mínu. Og þegar frændfólkið hittist á Skógargötunni á gamlárskvöld var sama gleðin og allsstaðar var Sigga hrókur alls fagnaðar. Ann- að atvik kemur einnig upp í huga. Það var stuttu eftir að ég flutti aftur á Krókinn að ég hitti Siggu og fór hún þá að segja mér að hún hafi undir höndum bast- skál sem pabbi minn hafi búið til handa ömmu sinni og mömmu hennar. Hún hét Kristín Björg Pálsdóttir en var gjaman kennd við mann sinn Ögmund Magn- ússon og var hún kölluð Stína Ögmundar og vegna nafnsins ætti ég að eiga þessa skál. Það var með mikilli ánægju sem ég tók við henni. I þessa skál Iét ég setja fallega þurrskreytingu og var Sigga mjög ánægð með það. Með ámnum hittumst við sjaldnar þar til fyrir fáum vikum. Þá hagaði því þannig til, að vegna vinnu minnar og lasleika hennar, að ég um tíma kom til Siggu fjórum sinnum í viku og þá kynntist ég frænku minni upp á nýtt en hún hafði þá fyrir nokkrum árum gengið í gegnum mikil og erfið veikindi, og aldrei náð sér fyllilega en alltaf var sama glaðværðin og áður og sömu notalegheitin og þá sá ég hvað mikil mannkosta kona hún frænka mín var. Hún umvafði alla hlýju og kærleika og gaf svo mikið af sér að maður fór endur- nærður frá henni, og margan kaffibollann drakk ég hjá Siggu frænku minni og Ama í sumar. Elsku Sigga frænka þakka þér allar ánægjustundimar. Arni og fjölskyldan öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Stína Ögmundar. Nú er amma á Króknum, Sig- ríður Ögmundsdóttir, dáin. Þegar rifjuð eru upp síðustu ár ævi hennar, eftir að hún veiktist, kemur dauði hennar nú í sjálfu sér ekki á óvart. En samt setur alla er þekktu hana hljóða við þessi tíðindi. Það er engin leið að rifja upp allar okkar samvem- stundir en minningamar um þær em veganesti þeirra sem eftir lifa. Mig langar þó að segja fáein orð fyrir mína hönd og bróður míns. Í bamsminni mínu skiptist til- veran í þijá hluta. A vetuma, vor- in og haustin var hún í Reykjavík hjá mömmu og pabba og skólinn var miðpunktur hins daglega lífs. Um jól fór fjölskyldan austur á Norðfjörð til ömmu og afa þar, en síðast en ekki síst var það sumarið, árstíðin sem árið allt einhvemveginn hverfðist um og maður beið eftir að loksins kæmi. Þá tók nefnilega frelsið á Króknum við og maður hafði fjömna og fjöllin fyrir leikvöll, klaufamar, móana og mýramar. Leikfélagamir vom ekki af verra taginu: sumarvinkonur mínar og frændsystkin, hesta og kindur í öllum högum og mýs og mófúgl- ar í útihúsum. Þar var miðpunkt- ur tilvemnnar, amma og afi og húsið þeirra. Á eftir foreldmm mínum em Sigríður, amma mín, og Árni, afi minn, það fólk sem mest áhrif hafa haft á mig og þakka ég þeim alltaf þá um- hyggju sem þau hafa ætíð sýnt mér. Ég var aðeins þriggja ára er þau tóku mig fyrst til gæslu og um leið og ég komst á þann ald- ur að geta ferðast ein lá leiðin oft norður um páska, líka og alltaf var mér tekið opnum örmum. Fyrir ömmu var ekkert til sem hét umstang eða fyrirhöfn. Það sem einkenndi hana einna mest var umhyggja hennar fyrir smæ- lingjum, bömum og dýrum og þeim sem áttu á einhvem hátt bágt. Jafnlyndi og glaðværð var annað sem ætíð fylgdi henni. En hún gerði Ifka öllum sem að henni stóðu ljóst á sinn hátt þeg- ar henni mislíkaði. Uppeldi hennar fólst ekki í boðum eða bönnum heldur í því að hún breytti sjálf samkvæmt lífsýn sinni án þess að fjölyrða eitthvað um það. Það er líka uppeldi sem böm taka mark á og leggur gmnninn að innra manni þeirra. Lífið hefði verið óhugsandi án ömmu. Hafi Krókurinn verið mitt fyrirheitna land í bamæsku var hann það fyrir bróður minn á unglingsárunum og amma og afi og hinir föstu punktar tilvemnn- ar þar. Þess vegna er það að þótt 10 ár skilji okkur af í aldri deilum við sömu minningu og myndum af ömmu. Hún stendur úti á ver- öndinni á Grundarstígnum með ljósa hárið allt af því hvítt í sól- skininu, hallar sér aðeins fram á handriðið og brosir móti öllum sem koma eða fara, hvenær sól- arhrings sem er. Yfir öllu vakir Tindastóll og eyjamar fyrir utan. Þessa mynd munum við ætíð geyma og óskum þess að hún veiti afa og öllum öðmm sem sakna ömmu styrk héðan í frá sem hingað til. Blessuð sé minn- ing hennar. Smáauglýsingar Ýmislegt! Kvígur til sölu! Til sölu tvær snemmbærar kvígur. Upplýsingar í síma 453 8199. Tvær fyrsta kálfs kvígur til sölu, burðartími í október. Upplýsingarí síma 453 8257 Til söglu fjórgar kvígur komnar að burði. Upplýsingar í síma 453 6056 eða 453 6503. Húsnæði! Til leigu gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks fyrir sanngjamt gjald. Upplýsingar í síma 453 5558. Óska eftir geymslu til leigu. Upplýsingar í síma 453 6879 eða 898 3579. Tapað -fundið! Sú sem tók „hot-skó“ á heilsugæslustöðinni á Sauðár- króki 28. ágúst sl. er vinsam- legast beðin að skila þeim þangað strax. Fjögurra vetra hestur tap- aðist frá Reynistað í fyrrvor. Hann er rauðglófextur, hala- stjómóttur, nösóttur (blesóttur ), frostmerktur og markaður fjöður aftan hægra og tvær fjaðrir aftan vinstra, hæð um 1,40. Gæti verið með plastmerki í hægra eyra eða gat eftir það. Faxprúður. Upplýs- ingar í síma 899 8094 eða 421 3759 (Brynjar). Helga Ögmundardóttir og Ólafur Ögmundarson. Auglýsið í Feyki Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eítir seðlinum með áskriftargjaldinu. il Skagafjörður Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn verða með viðtalstíma á skrifstofu sveitarfélagsins Faxatorgi 1, frá og með 8. september 2000, sem hér segir: Ingibjörg Hafstað mánudagar kl. 13 - 15 Gísli Gunnarsson miðvikudagar kl. 13 -15 Herdís Á. Sæmundardóttir föstudagar kl. 13 -15 Sauðárkróki 5. september 2000 Sveitarstjóri. Gsf ■ ■ j Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í september og október: Tímabil Læknir Sérgrein 11/9-15/9 Shree Dataye skurðlæknir 18/9-22/9 Hrafnkell Óskarsson skurðlæknir 25/9-29/9 Ólafur R. Ingimarsson skurðlæknir 2/10-6/10 Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir 9/10-13/10 Sigurður Albertsson skurðlæknir 16/10-20/10 Arnbjörn Arnbjörnsson bæklunarlæknir 23/10-27/10 Hrafnkell Óskarsson skurðlæknir 30/10-3/11 Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.