Feykir


Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 1
KIR 20. september 2000, 31. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Stóðréttir voru í Skagafirði um helgina og Iögðu margir leið sína í fjörðinn þeirra vegna. Myndin er frá Staðarrétt, en gangnamenn komu með seinna móti til rétta að þessu sinni. Það var ekki fyrr en á sjötta tímanum sem stóðið kom í rétt, það var þoka og hríðarhraglandi á fjöllum uppi sem tafði gangnamenn. Sautján ára kærir nauðgun Sautján ára stúlka á Sauð- árkróki hefur kært jafnaldra sinn í bænum fyrir nauðgun og á hinn meinti atburður að hafa gerst í heimahúsi á Sauðár- króki aðfaranótt sunnudags. Aðilum berekki saman um at- burðarrás. I fyrstu fréttum af þessu máli var Fjölbrautaskólanum bendlað við það og mátti á fréttinni helst skilja að heima- vist skólans væri líklegasti vettvangurinn. Ársæll Guð- mundsson skólameistari sagði þennan fréttaflutning óskiljan- legan, enda hafi meintur atburður hvorki gerst innan veggja skólans eða tengst sam- komu á vegum skólans. Enginn árangur við Reyki í Hrútafírði Borinn fór framhjá vænlegri sprungu Enginn árangur varð af bor- 111111111 við Reyki í Hrútafirði sem lauk í síðasta mánuði, að sögn Brynjólfs Gíslasonar sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Boraðar voru tvær tilraunaholur og síðan stað- sett áætluð vinnsluhola og ætlunin að beina bornum á ská niður til að komast í sprungu þar sem ætlað var að nýtanlegan jarðvarma væri að finna. Borunum var hætt þegar komið var niður á 312 metra, þar sem sýnt var að á 220 metr- um hafði borinn farið framhjá ætlaðri stefnu. Að sinni verður því ekki af því að leggja hita- veitu á bæi í nágrenni Reykja eins og vonast hafði verið til, en það eru skólamannvirkin og örfá hýbýli við Reyki sem njóta jarðhitans sem þar er. Það var bor frá Ræktunar- sambandi Flóa- og Skeiða sem notaður var við boranir við Reyki og er hann nú kominn í Héðinsfjörð þar sem unnið er að rannsóknum á berglögum vegna fyrirhugaðra jarð- gangna. Malbikað á Skagaströnd Gerð „skúffugarðs" að ljúka eftir 50 ár Þessa dagana er verið að undirbúa malbikunarfram- kvæmdir á Skagaströnd. Veigamesti hluti peirra er frágangur viðlegukants á hafnarsvæðinu, þar sem at- hafnasvæði smábátaútgerð- innar er. Planið markar austasta hluta hafnarinnar og hefur í daglegu talið verið kallaður ,,Skúffugarðurinn'', en um 50 ár eru liðin frá því járnskúffur voru reknar nið- ur og garðurinn myndaður. Magnús Jónsson sveitar- stjóri á Skagaströnd segir að með þessari framkvæmd nú megi segja að gerð „Skúffu- garðsins" sé lokið, enda kom- inn tími til. Um leið er komið fyrir góðri lýsingu við garðinn þannig að sjómennirnir geti at- hafnað sig jafnt á degi sem nóttu. Það er Króksverk sem ann- ast malbikunarframkvæmdirn- ar á Skagaströnd, en auk bryggjuplansins verða einnig malbikaðar þrjár götur, nýlögn á götuna frá höfninni að rækju- verksmiðjunni, en yfírlögn á tvær götur. Miklibær í Óslandshlíð Riðan lætur á sér kræla í annað sinn „Ætli verði nokkur sauðfjár- búskapur á íslandi þegar ég má taka fé aftur. Það virðist ekki bjart framundan í þeirri búgrein þegar fjöldi bænda er að selja kvótann", segir Hall- dór Þorleifur Ólafsson bóndi á Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði, en riða var stað- fest í einni kind hjá honum nýlega og liggur því fyrir að skera niður fjárstofninn á Miklabæ nú í haust. Þetta er í annað sinn sem riða kemur upp á Miklabæ, en þessi harðgerða veira hefur látið nokkuð til sín taka á þessu svæði um árin. „Það var líka í einni kind 1982 sem veiran var staðfest í og það er magnað að þetta skuli stinga sér svona niður aftur", segir Halldór á Miklabæ. Það var í ágústmánuði sem vart var við kind í fjallinu ofan við Mikla- bæ, sem þótti eitthvað athuga- vert við. Sigurði Sigurðarsyni dýralækni á Keldum var gert viðvart og kom hann norður og náði í kindina. Grunsemd- ir manna voru síðan staðfestar við rannsókn. A Miklabæ eru sextíu kindur, en þeim hefur fækkað þar á bæ síðustu árin eins og víðast hvar. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 •ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æl bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundorgata Ib 550 Sauíárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir O Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.