Feykir


Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 31/2000 Frá setningu haustþings Kennarasambands Norðurlands vestra. Kennarar kynntu sér ýmsa hluti á fjölmennu haustþingi Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra var haldið á Sauðárkróki sl. föstudag. Um 160 staifandi kennarar á svæð- inu mættu á þingið, en þar voru flutt ein 13 erindi og kynningar um hin ýmsu efni, sem kennam- ir gátu valið úr. Síðdegis var svo haldinn aðalfundur samtakanna og þingið endaði síðan með árs- hátíð Kennarasambands Norður- lands vestra og var hún haldin í Bifröst. Fráfarandi formaður kenn- arasambansins Unnur Kristjáns- dóttir á Blönduósi setti þingið að morgni föstudags og síðan flutti Jón Onnar Ormsson rithöfúndur stutta kynningu á Sauðárkróki og smá sögubrot frá Króknum. Aðalerindi þingins fjallaði um kenningar fræðimannsins enska Hovvard Gardner og gerðu þeim skil Erla Kristjánsdóttir lektor við Háskóla íslands og Ester A- gústsdóttir frönskukennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þingfulltrúar heimsóttu Náttúrustofu Norðurlands vestra, kynntist því hvemig sjáv- arleður er unnið, fóm í slökun í jóga, kíktu á nýjustu stærðfræði- forritin, hlýddu á fyrirlestur um bamavemd og ýmislegt fleira. Að mati Ragnheiðar Matthí- asdóttur kennara við Arskóla ný- kjörins formanns Kennarasam- bands Norðurlands vestra, var þingið mjög vel heppnað að mörgu leyti og ánægjulegt. Eitt af þeim verkefnum sem fyrir liggur er að gera úttekt á hlutfalli réttindakennara á svæðinu. Að sögn Rúnars Vífilssonar á skóla- skrifstofu Skagafjarðar er það misjafnt í héraðinu, hefur batnað á Sauðárkróki og Hólum en versnað á Hofsósi. þar sem að tveir réttindakennarar hurfu á braut og ekki tókst að ráða nýja á staðinn. A Blönduósi mun hlutfall réttindakennara hafa aukist, en ástandið er einnig misjafnt í Húnaþingi. » Guðmundur Örn Ingólfsson hjá Máka kynnir stöðina á Lambanesreykjuni fyrir gestum og fjárfestum í tenglum við aðalfund Máka. Endurbótum lokið á Goðdalakirkju Við messu í Goðdalakirkju sunnudaginn 27. ágúst var kirkjan tekin í notkun að nýju eftir málningu og ýmsar endurbætur. Kirkjan var máluð að innan og einnig altari, pródikunarstóll, grátur og kirkjubekkir, einnig vom setur endumýjaðar á bekkina og áklæði. Málari var Snorri Guðvarðarson frá Akureyri. Með þessum fram- kvæmdum lauk þeim lagfærum sem gerðar voru á kirkjunni árið 1994, en þá var hún færð á nýjan gmnn og endurbyggð að mestu leyti. Einnig var þá kirkjugarðurinn stækkaður til austurs og hlaðinn nýr garður umhverfis kirkjuna. Við messuna 27. ágúst vom meðal kirkjugesta systkinin frá Giljum ásamt föður sínum Jóhanni G. Jóhannsyni sem varð áttræður þann dag. í tilefni dagsins færðu þau kirkjunni að gjöf útvarpssendi til notkunar við jarðarfarir og fjölmennar athafnir. Gjöfin ertil minningar um Ingibjörgu Gísladóttur móður Giljabamanna og konu Jóhanns og Hjörvar Jóhanns- son sem lést í ársbyrjun 1999. Að messu lokinni buðu þau Hólmfríður og Gísli í Bjarna- staðarhlíð öllum kirkjugestum til kaffidrykkju. Bjartsýni á aðalfundi Máka Verðmætasköpun til jafns við frystiskip Það var síður en svo svart- sýnistónn í mönnum á aðalfundi Máka sem haldinn var á Lambanesreykjum fimmtu- daginn 10. ágúst sl. Haraldur J. Haraldsson stjórnarformaður félagsins benti á þá staðreynd að miðað við 600 króna skilaverð á kíló, sem talið er varlega áætlað, verði framleiðsluverðmæti fyrirtækisins miðað við 1000 tonna ársframleiðslu 600 millj- ónir króna, sem sé svipað og fyrstitogari skili. Þau skip kosti mun meira en þær 180 milljónir sem lagðar hafi verið í Máka, og fyrirtækið hafi sérstöðu meðal íslenskra iyrirtækja að það hafi einvörðungu verið byggt upp fyrir eigið fé. Að aðalfundi loknum kom í heimsókn hópur manna, ráð- herra, vísindamenn og fjárfestar. Þeim var sýnd stöðin og þau skilyrði sem sköpuð hafa verið fyrir eldið á Lamdbanesreykjum og kynnt framtíðaráform. Að lokum var síðan á boðstólum barri og voru menn á einu máli um að fiskurinn væri mjög góður, en bragðið þykir bæði sérstætt og Ijúffengt. Á aðalfundinum var sam- þykkt að auka hlutafé Máka um 40 milljónir króna og verður það þó um 180 milljónir. Um ár er síðan hafist var handa við að breyta eldisstöðinni á Lambanes- reykjum fyrir barraeldið, og m.a. byggt um 300 fermetra hús undir endumýtingarkerfi og sjótöku. I tilkynningu frá Máka segir að með kaupum á Miklalax- stöðinni setti félagið sér það markmið að hefja eldi í stórum stfi, eða 700-1000 tonna árs- framleiðslu. Til að svo mætti verða þurfti að þróa nýjar aðferðir til að nýta stóru eldis- einingarnar á Hraunum, Máki m. Samhliða uppbyggingunni í Máka III var unnið að umsókn til ESB um nýtt nýsköp- unarverkefni. Verkefnið Mistral- Mar var samþykkt á síðasta ári og styrkupphæð 1,2 milljónir Evrur auk stuðningsverkefnis sem er alfarið styrkt af ESB. Vinna að undirbúningi og hönnun á þessum nýja áfanga er nú í fullum gangi. Aætlað er að frumáætlanir verði tilbúnar í október og að frágengin gögn til útboðs verði tilbúin í lok árs. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2001. „Starfsemi Máka flokkast undir hátækni og er fyrirtækið leiðandi á sínu sviði í heiminum. Framtíðarmarkmið fyrirtækisins er að framleiða árlega 700 - 1000 tonn af 500-1000 gr. barra. Einnig er verið að skoða möguleika á því að laga kerfið að öðrum tegundum. Sala þekkingar er krafa til þeirra fyrirtækja sem njóta styrks frá ESB og er unnið að gerð við- skiptasamninga, og einkaleyfi á þeirri tækni sem Máki hefur yfir að ráða er til skoðunar", segir einnig í tilkynningunni. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Mvndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: fevkir @ kmkur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaiitari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.