Feykir


Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 31/2000 Erfið en ógleymanleg ferð hjá Heimismönnum „Þetta var rosalega erfið ferð, sér- staklega vegna þess að við sváfum nán- ast ekkert í tvo sólarhringa. Þetta ferða- lag verður okkur ógleymanlegt. Margt og mikið var að sjá á Heimssýningunni og íslenski skálinn vekur þar mikla at- hygli, enda mjög sérstakur og glæsileg- ur”, segir Þorvaldur G. Oskarsson for- maður Karlakórsins Heimis um ferð kórsins á Heimssýninguna í Hannover í Þýskalandi í lok síðasta mánuðar, þar sem kórinn söng á þjóðardegi íslands og kom þar fram ásamt fleiri íslenskum skemmtikröftum, var m.a. bakgrunnur á sviðinu fyrir Bergþór Pálsson. Það hefur verið nánast árlegt á und- anförnum árum að Heimismenn bregði sér útfyrir landssteinana til að syngja og hafa þeir ferðast bæði um lengri og skemmri veg, s.s. til ísraels, Egypta- lands, Kanada, Grænlands og Færeyja. Alltaf ber eitth vað nýtt fyrir augu og svo mun einnig hafa verið í Þýskalandsferð- inni nú, þó svo að hún hafi verið stysst í tíma talið þessara utanlandsferða. Segja má að ferðin hafi byrjað þegar lagt var af stað til Reykjavíkur á sunnu- dagsmorgun 27. ágúst, en síðdegis þann dag var haldinn konsert í Langholtkirkju. Haldið var þaðan beinustu leið á Ketla- víkurflugvöll, og farið í loftið til Dusseldorf upp úr miðnættinu. Þar tók svo við þriggja stunda ferðalag á hótel- ið í bænum Badpirmonth, sem er skammt frá Hannover. Klukkan að ganga ellefu á þriðjudagsmorgun var svo hópurinn mættur þangað til að fylgjast með heimssýningunni og versla. Það þurfti að fara upp klukkan fimm að morgni miðvikudags, sem var Is- landsdagurinn á Heimssýningunni. „Við þurftum að vera mættir klukkan átta um morguninn á Plasa-sviðið, sem er nokk- urskonar torg þama á útisvæði sýningar- innar. Við tókum tæplega klukkustundar æfingu og byrjuðum svo að syngja klukkan níu. Við sungum 10 lög og klukkan tíu byrjaði síðan dagski-áin með ræðuhöldunum, þar sem meðal annars forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp. Þetta var geysilegur fjöldi sem við sungum þarna fyrir, m.a. margt Islend- inga og mátti sjá marga bregða klút að augum þegar við sungum íslenska þjóð- sönginn. Við sungum líka þýska þjóð- sönginn og undirspil þar annaðist Lúðra- sveit lögreglunnar. Hún átti líka að spila undir íslenska þjóðsöngnum. en hafði æft hann í annarri tóntegund en við emm vanir að sygja hann, þannig að Thomas Higgerson spilaði undir í staðinn”, sagði Þorvaldur. En það komu einnig óvæntir hlutir upp hjá Heimismönnum, nefnilega þeir að kórinn var með engum fyrirvara beð- inn að mæta í beina útsendingu hjá þýska sjónvaipinu, sem send var út um víða veröld, að sögn Þorvaldar. Heimis- menn þurftu að mæta í sjónvarpið klukk- an hálf tólf og klukkan tólf sungu þeir síðan tvö lög í sérstökum þætti sem helg- að var Islandsdeginum á Heimssýning- unni. Bláhimininn gerði lukku Seinna um daginn söng Heimir síðan konsert í tónleikahöllinni á sýningunni. Þar voru sungin 16 lög við gríðarlegar undiitektir, þar sem kórinn var marg- klappaður upp, en lítið færi var gefið á endurflutningi laga, enda tíminn naum- ur. Þó voru leikin 2-3 aukalög, eins og reyndar fyrr um morguninn en þá ákvað Stefán Gíslason stjórnandi í skyndingu að syngja Undir bláhimni, þó svo það væri ekki á söngskránni. Og margir viit- ust kannast mjög vel við þetta lag, enda havaískt þjóðlag, og fékk „Bláhiminn- inrí’ dúndrandi undirtektir. „Allt ætlaði þá vitlaust að verða”, sagði Þorvaldur. Um kvöldið var menntamálaráðheira síðan með boð fyrir alla íslensku lista- mennina sem komu fram á hátíðinni og þar var Heimir beðinn að syngja tvö lög, að sögn Þorvalds voru þar einhverjir hundruðir manna í stórum sal sem var sneisafúllurog gestrisni menntamálaráð- herra stórglæsileg. Nokkuð var liðið á nóttina þegar hópnum var ekið heim á hótel, en heimferðin var í aðsigi. „Við fengum geysilega góðar viðtök- ur og ferðin verður okkur ógleymanleg. Eins og ég segi þá vorum við geysilega hrifnir að íslenska skálanum og það eru fleiri sýningargestir. Fregnir herma að á sýninguna komi daglega um 50 þúsund manns og þar af heimsæki 35 þúsund ís- lenska skálann”, sagði Þorvaldur G. Óskarsson formaður Heimis. Skagfírðingar kveðja Indriða G. Þorsteinsson Frá jarðsetningu dufkers skáldsins í Goðdalakirkjugarði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur lést aðfaranótt sunnudagsins 3. september, 74 ára gamall. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. september, séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti flutti útfararræðu. Jarðsetning fór síðan fram frá Goðdalakirkju föstudaginn 15. september. Duftker skáldsins var jarðsett í Goðdalakirkjugarði, við hlið föður hans Þorsteins Magnús- sonar frá Gilhaga. Stutt afhöfn var í kirkjunni, þar sem séra Ólafur Þór Hallgrímsson minntist skáldsins og las m.a. ljóð frá skálbróður Indriða, Hannesi Péturssyni. Margt hefur verið rætt og ritað um Indriða G. og hans minnst. Séra Ólafur á Mælifelli sagði m.a. við athöfnina í Goð- dalakirkju, þegar frændfólk og vinir kvölddu skáldið á fallegum degi. „Indriði G. Þorsteinsson var bundinn þessari sveit og héraði sterkum böndum. Hér í Gil- haga var hann fæddur og ólst upp á fleiri stöðum í héraði, uns fluttist ungur að árum með foreldrum sínum, Önnu Jósefs- dóttur og Þorsteini Magnús- syni til Akureyrar og síðar til höfuðborgarinnar. Sveitin fóstraði hann ungan og úr for- cldarhúsum fékk hann farar- efnin, sem reyndust honum notadrjúg á lífsleiðinni. Ungur hafði hann fyrir augum hinn fagra tjallahring Skagafjarðar og var þátttakandi í mannlífmu hér. Það var því engin tilviljun að margar af sögum Indriða eiga rætur sínar einmitt hér í Skagafirði. Hingað í hérað sækir hann söguefnið í mörgum verka sinna, svo sem alkunna er. Það er keimur af skagfirsku sumri víða í bókum hans, ekki síst smásögunum, surnri með heiðablæ, angan í lofti og vatnanið. Indriði G. Þorsteinsson yfir- gaf ungur sveit sína og hans biðu margþætt störf á lífsleið- inni. Hann varð eitt af stóm nöfnunum á skáldabekk ís- lensku þjóðarinnar og skipaði þann bekk með sóma allt til dauðadags. Hann var lengi blaðamaður og ritstjóri. En sveitin iýlgdi honum hveit sem hann fór og hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór aldrei alfarinn að heiman, fór ekki leynt með skagfirskan uppruna sinn í ræðu og riti og var stoltur af honum. Ætíð áttu þau nokkra samleið sveitin og skáldið, þótt samskipti yrðu strjálli í seinni tíð. Sveitin bar skáld sitt ekki alltaf á gullstóli, víst var svo, en þau vissu alltaf hvort af öðm, vissu alltaf hvar þau höfðu hvort annað, milli þeirra var ekkert óuppgert. Gott þótti skáldinu að blanda geði við frændur og vini á góðri stund og leita hressingar og hvfldar á bemskuslóðum. Indriði var maður ekki ein- hamur. Stundum virtist hann í ætti við skagfirska höfðingja Sturlungaaldar. Stfll hans var meitlaður og teprulaus, stund- um dálítið gáskafullur, stund- um í ætt við læk í vorleysing- um, sem ryðst niður hlið og hrífur allt með sent fyrir er. Hann gat verið hvass penni ef því var að skipta, djarfur í sókn og vöm. Það var ekki sjálfgef- ið að allir væru honum sam- mála, enda sóttist hann ekki eftir því. En fæstir komust hjá því að veita því athygli sem frá penna hans kom“, sagði séra Ólafur Þór Hallgrímsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.