Feykir


Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 20.09.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 31/2000 Hálendisferð sumarið 2000 Þegar hálendisvegir og slóðar eru orðnir færir á sumrin eru margir á ferð um hálendi íslands, einkum hin síðustu ár þegar fjölmargir hafa til umráða farar- tæki sem mjög víða komast um öræfi landsins. Slíkar ferðir hljóta jafnan að vera ævintýraferðir. Þegar þeim er þetta ritar bauðst að fara í slíka för seinast í júlí í sumar, tók hann auðvitað boðinu og sér ekki eftir því. Það var 10 manna hópur í fjallabíl Jóhanns R. Jakopsonar íVarma- hlíð, sem fór þessa tveggja daga ferð þegar hinn einstaki góðviðriskafli sum- arsins stóð sem hæst og blómaskrúð var í hámarki. Farartækið mun vera hin traustasta bifreið, áður í eigu Flugbjörg- unarsveitarinnar í Varmahlíð. Jóhann hafði pantað gistipláss fyrir hópinn í skála við Laugafell. Haldið var sem leið liggur fram Tungusveit og Vest- urdal og stansað hjá Þorljótsstöðum, eyðibýli innarlega í Vesturdal. Þaðan liggur leiðin upp miklar brekkur og síðan inn eftir Hofsafrétti. Vegur frá Giljum, innsta bæ í byggð, og upp á fjallið var fjairi því að vera góður og alls ekki fólks- bílavegur, en þegar upp kom á fjallið fór vegur aftur batnandi. Næst var áð við Rústakofa ofarlega á Hofsafrétti, en þar standa bæði koti gamla tífnans (að hruni kominn) og skúr seinni tímans. Þeir standa við Rústakvísl og Oixavatnsrústir, en þær eru gróðursvæði og hafa nokkuð verið í sviðsljósi nýlega vegna friðunar- umræðu. Víða meðfram vatnsföllum og á sönd- um hálendisins var Eyrarrósin í blóma og litaði fláka á hálendinu með sínu fagra skrúði. Annars er stærsti hluti landsins auðnir einar á þessum slóðum. Og þegar upp að Laugafellsskálum kom gaf að líta hið fegursta blómaskrúð. Er undravert hvað gras nær miklum þroska svo hátt yfir sjó og stutt frá jökli, en auðvitað hef- ur jarðhitinn þar áhrif. E.t.v. má líkja þessum stað við vin í eyðimörk. Þama eru 3-4 skálar, sundlaug og fleira. Eftir að hafa stansað við Laugafells- skála var haldið áfram og ekið að skálum hjá Nýjadal, til að sjá sig betur um, en svo snúið aftur að Laugafelli til gistingar. Þessa nótt munu hafa gist staðinn um 100 manns. Margt af fólkinu var í tjöld- um. Daginn eftir var farið vestur með Hofsjökli að norðan og stefnt á Hvera- velli. Einn bílstjóri hafði ári fyrr farið þess á leit við Jóhann, að fá að verða samferða vestur með jöklinum. Hann var nú mættur við Laugafellsskála. Fleiri ætl- uðu þessa leið (ef jökulárnar væru þá færar) og urðu það 6 bílar, allt jeppar af stærri gerðum, með talsveit af fólki. Þetta varð því 7 bíla lest sem hélt vestur öræf- in. Vatnsföll Hofsafréttar em brúuð og gekk ferðin greiðlega vestur að Ingólfs- skála. Þar var áð um stund. Ingólfsskáli mun vera kenndur við Ingólf Nikódemusson ferðafrömuð á Sauðárkróki. Frá skálanum er fremur stutt gönguleið upp á jökulröndina, en hún var ekki könnuð í þessari ferð. Hér var komið að fyrstu óbrúuðu jökulsánni og vestan hennar var leiðin merkt með stikuni en enginn vegur - aðeins slóðir. Alls þurfti að fara yfir 13 óbrúuð vatns- Jepparnir á öruggri leið um sandinn. Kolbeinn Friðbjamarson + - Kveðja — Nú er Kolbeinn kaldur nár, Hugsjón sú með lag og ljóð klipptur lífsins strengur. Baráttunnar burðarklár lá við hjartastrengi. berjast má ei lengur. Eins var jafnan hugur hans heimabænum tryggur. Hann af flestum virtur var, Þar af vilja verkamanns verkalýðnum þarfur. Heilindi í huga bar, vann hann ávallt dyggur. hress í lund og djarfur. Bjó í sál hans sérhvern dag Siglufjarðar þörfin. Vel og lengi vörð hann stóð, Þar með kostum Kolbeinslag vann að fjöldans gengi. kvað hann gegnum störfin. Rúnar Kristjánsson. AFERÐIR Áð norðan Hofsjökuls. föll, - flest jökulkvíslar, sem vom að vaxa eftir því sem á daginn leið. Jóhann var á besta bílnum og fór fyrir. Oftast byrjaði hann á að vaða yfir og kanna vöðin, enda vom margar kvíslamar heldur ófrýnileg- ar og alltaf er hætta á sandbleytu á þess- um slóðum. Allt gekk þetta þó vel þang- að til komið var að Blöndu sjálfri, en hún taldist vera ófær á vaðinu. Nokkm ofar breiddi hún vel úr sér og þar komst for- ustubíllinn yfir með annan í togi, en of á- hættusamt þótti að reyna að koma hinum yfír svo það fólk varð að gista við vaðið og bíða þess að mesti móðurinn rynni af Blöndu yfir nóttina. Fólkið var með tjöld og gat gist nánast hvar sem var, og veður var hlýtt og gott. Meðfram leiðinni norðan við Hofs- jökul mætti nefna ýmiss ömefni, svo sem hólaþyrpingu er nefnast Eyfirðingahólar. Sagt er að þegar Eyfirðingar riðu til Þings í fyrri daga, þá áðu þeir við þessa hóla og riðu svo vestur með jökli. Nú liggur bíla- slóðin nálægt hinni fomu Eyfirðingaleið. Hofsjökull sást óvenjulega vel þennan dag, og þegar hann sést vel er það mikil- fengleg sjón. Hann var nokkuð grá- skjöldóttur í sumar vegna ösku frá síðasta Heklugosi. Jóhann Jakopsson hóf á þessu sumri sjálfstæðan rekstur á ferðaþjónustufýrir- tækinu JRJ-Jeppaferðir og hefur auglýst styttri og lengri ferðir m.a. upp á hálend- ið. Hann er með öfluga bíla og ýmiss nauðsynleg tæki svo að ferðimar geti verið sem ömggastar. í þessari ferð stóðu sig mjög vel, bæði bílstjórinn og bfllinn, og mun það einnig eiga við um aðrar ferðir þeinn í sumar. Sannarlega var þetta líka skemmtiferð. 1. sept. 2000. Rósmundur Ingvarsson. Lokabaráttan í fótboltanum Tindastóll endaði í sjötta sæti í deildinni Tindastólsmenn kláruðu tímabilið glæsilega, og hlífðu stuðnings- mön- num sínum við að sligast undan taugaspennunni, þegar lokaum- ferðin í 1. deildinni fór fram sl. föstu- dagskvöld. Það kom á daginn sem margir höfðu ætlað að liðið yrði að sigra IR-inga í þessum lokaleik, þar sem mjög tvísýnt yrði um úrslit í leik Þróttar og Sindra á Hornafirði, en þessi þrjú lið voru í mikilli fallhættu. Það fór svo að Þróttarar sigruðu og þar með var það hlutskipti Sindramanna að falla. Tindastólsmenn vom þrungnir taugaspennu til að byrja með og ÍR- igamir komust í 1:0. Það leið þó ekki á löngu þar til Gunnar Þór Gestsson fyrirliði skallaði í netið eftir homspymu og skömmu síðan lék hann sama leikinn, en vamarmaður ÍR tók þá til þess ráðs að verja með hendi á línu. og var vísað að velli fyrir vikið. Kristmar Geir Bjömsson skoraði hinsvegar af öryggi úr vítinu og þar með var Tindastóll kominn yfir fyrir leikhlé. Tindastólsmenn vom síðan mun betri aðilinn í síðari hálfleiknum og þá var það bara spurningin hvað mörkin yrðu mörg, en þeir Agnar Sveinsson og Oli ívar Jónsson bættu við og úrslitin urðu því 4:1 fyrir Tindastól. Þessi sigur þýddi að Tindastóll hafnaði í 6. sæti í deildinni sem er toppárangur miðað við það gengi sem liðið átti lengi vel að fagna, og þýðir að Tindastóll fer beint í 32-liða úrslit í Bikaikeppni KSÍ næst ár. Að sögn Kristínar Guðjónsdóttur formanns knattspymudeildar em miklar líkur á því að Sigurður Halldórsson verði áfram við þjálfun hjá Tindastóli næsta sumar, og eins og stemmningin væri í dag horfur á því að obbinn af leikmönnunum mundi halda áfram næsta sumar, enda þá í vændum eitt skemmtilegasta fótboltasumar sem komið hefur Norðanlands, sex lið að norðan í 1. deild, sem þýðir að 14 af 18 leikum hjá þessum liðum verða nyðra, og mikið um svokallaða „derbíleikT. MáXQUÍÖ (SIEKÍlWSMElSIMKgæMíEL

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.