Feykir


Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 32/2000 „Fólki fannst allt vera að fara til fjandans" segir Lúðvík Vilhelmsson þegar búið er að bjarga KH fyrir vind og erfiður tími er afstaðinn „Þetta er búið að vera mjög erfiður tími og mikill léttir þegar þetta hafðist alltsaman í gegn, og ég held að allir aðilar séu tiltölulega sátt- ir, ef svo má að orði komast, en fólk er náttúrlega ekki sátt við það að tapa peningum, eins og raunin er. Starfsfólkið hjá okkur hefur staðið sig alveg gífurlega vel, starfað að krafti við erfið skilyrði og óvissu um framhaldið, og vissulega hefur þessi erfíða staða sett mikinn svip á samfélagið hér. Vonleysi greip um sig og fólki fannst allt vera að fara til fjandans, ekki bara að kaupfélagið riðaði til falls, heldur hafði það einnig áhyggjur af því að önnur atvinnufyrirtæki væru að hverfa úr bænum. Mér skilst að fasteignaverð hafí lækkað hérna að undan- fömu og vafalaust má rekja það til þessa ástands. En núna held ég að fólk geti litið björtum augum á framtíðina. Kaupfélagið er komið fyr- ir vind, traustur aðili tekinn við rekstri mjólkurstöðvarinnar, eignar- hald rækjuverksmiðjunnar hefur verið tryggð á staðnum þannig að hún fer ekki héðan og slátrunin hefur aukist mikið hjá Sölufélaginu. Fólk verður að horfa á þessa jákvæðu hluti, hér eru mörg góð teikn í lofti", segir Lúðvík Vilhelmsson framkvæmdastjóri Kaupfélags Hún- vetninga, en Lúðvík hefur trúlega tekist á við eitt erfiðasta verkefnið á þessu svæði síðustu mánuðina og er sagður hafa leyst það mjög vel með aðstoð góðra manna. Lúðvík sagði að menn hefðu staðið frammi fyrir hrikalegir stöðu um síð- ustu áramót og þá hafi verið ljóst að til harðra aðgerða yrði að grípa. „Okkur leist ekki á að setja félagið í gjaldþrot. Það hefði getað haft svo mikil og skað- vænleg áhrif fyrir samfélagið hér. Það má hugsa sér í því framhaldi að stofnað hefði verið nýtt félag upp úr þeim rúst- um, eða kannski komið nýr aðili hér að versla. Það er ómögulegt að segja hvert þessi aðili hefði beint sínum viðskipt- um, kannski hefði hann sniðgengið að- ila hér á staðnum, eins og SAH, brauð- gerðina, flutningafyrirtækin og fleiri, þannig að gjaldþrot hefði getað haft víðtæk áhrif út í samfélagið, auk þess sem öll viðskiptavild tapaðist. Við ákváðum því að fara út í frjálsa nauðasamninga. Þetta var ekki þrauta- laust og fyrstu tillögu var hafnað, en þar lögðum við til að b-sjóðurinn yrði ó- skertur. Þetta hefur tekið langan tíma en það verður ekki annað sagt en að birgj- ar, viðskiptaaðilar og félagsmenn hafi tekið þessu með mikJum skilningi og biðlund", segir Lúðvík Vilhelmsson. Háir vextir og fólksfækkun í fréttabréfí sem KH sendi nýlega segir m.a. „Eins og félagsmenn og viðskipta- vinir kaupfélagsins hafa merkt, hefur heldur hallað undan fæti undanfarin ár og skuldir félagsins aukist ár frá ári. í byrjun árs var kaupfélagið komið í veruleg vanskil, eigið fé var uppurið og ekki möguleiki á fyrirgreiðslu lána- stofna. Hækkun vaxta og fækkun íbúa á verslunarsvæði KH skýra að hluta þann vanda sem við er að etja í umhverfi fyr- irtækisins. Myndarleg uppbygging KH sem fjármögnuð var að hluta með verð- tryggðum lánum, þar sem gert var ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa, ásamt taprekstri á Vélsmiðju Húnvetninga, meðan hún var deild innan kaupfélags- ins eiga m.a. stóran þátt í hversu slæm staða kaupfélagsins var í raun orðin. Kristinn Bjamason hrl. hefur frá því „Hér eru mörg góð teikn á lofti" segir framkvæmdastjóri Kaupfélags Húnvetninga og bendir á mikla atvinnu og tekist hafi að tryggja áfram- haldandi rekstur atvinnufyrirtækja á Blönduósi. Epson-deildin í körfubolta Tindastóll - UMFN fimmtudagskvöld kl. 20 Nú byrjar spennan! Komið og hvetjið Tindastól til sigurs! í vor unnið með stjórn KH og fram- kvæmdarstjóra að því að semja við kröfuhafa um skuldauppgjör. Sam- komulag hefur nú náðst við alla kröfu- hafa um verulega lækkun skulda. Jafn- framt verður samið um lengingu láns- tíma og lækkun vaxta á hluta þeirra skulda sem eftir standa. Nánar verður gert grein fyrir áhrifum niðurfellingar skulda í efnahag félagsins þegar skulda- uppgjöri er að fullu lokið. Samkomulag um skuldauppgjör til þeirra sem ekki eru með trygg veð verð- ur með eftirfarandi hætti: Kröfur á bil- inu 0-100.000 greiðast að fullu. Aðilar sem eiga kröfur á bilinu 100.000- 334.000 fá kr. 100.000. Fyrir hærri kröfur en kr. 334.000 voru tvær leiðir í boði A) Greitt 30% og eftirstöðvar (70%) fellt niður. B) 25% greitt í sept- ember, eftirstöðvar kröfu 75% lögð inn sem grunnur að hlutafé í Kaupfélagi Húnvetninga hf. Kaupfélag Húnvetninga skuldbind- ur sig með þessu til að breyta félags- forminu sínu í hlutafélag. Hluthafar í félaginu verða þeir kröfuhafar sem völdu að setja 75% kröfunnar í félagið, ásamt öllum þeim sem eiga í A- og B- deildum félagsins. Vægi A-deildar og nýrra aðila verður þrefalt á við það sem fyrir er í B-deild KH, þ.e. B-deild lækk- ar um 2/3 við stofnun KH hf. Er það mat stjórnar að ofangreint samkomulag tryggi fjárhagslega fram- tíð félagsins og skapi jafnframt ýmis tækifæri til sóknar. Rætur félagsins liggja eftir sem áður um allt héraðið en jafnframt miklu víðar þar sem mörg öfl- ug fyrirtæki, sunnanlands og norðan koma að rekstrinum með hlutafjárfram- lagi sínu. A næstu þremur áram verður unnið að því að breyta kaupfélaginu í hlutafé- lag. Liggur fyrir frumvarp hjá Alþingi um breytingar á lögum samvinnufélaga sem á að gera þeim kleift að breyta fé- lagsformi sínu í hf. Þegar lög þessi hafa tekið gildi verður hafist handa við að breytaKHíKHhf. Skuldir lækka úr 300 í 110 milljónir Þrír stærstu lánadrottnar KH verða stærstu hluthafar í væntanlegu hlutafé- lagi og eiga hvor um sig 18%. Þetta eru Búnaðarbankinn, SAH og KEA. Við nauðasamningana lækka skuldir KH úr 300 milljónum í 110 milljónir. „Þetta gjörbreytir stöðu félagsins, það verður rekstrarhæft, á að geta stað- ið við sínar skuldbindingar og sinnt eðlilegu viðhaldi. Hinsvegar gerum við okkur grein fyrir því að við verðum að standa okkur og samkeppni verður mik- il á næstu árum. Með tilkomu Þverár- fjallsvegarins eykst samkeppnin vænt- anlega enn og nú er Bónus að byggja á Akueyri, þannig að búast má við auk- inni samkeppni þaðan. En við höfum meiri möguleika til að standast sam- keppnina eftir þessar breytingar", segir Lúðvík Vilhelmsson framkvæmdastjóri KH.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.