Feykir


Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 7
32/2000 FEYKIR 7 Björn Halldórsson bóndi Ketu F. 29. nóv. 1943 D. 5- sept. 2000 t Með nokkrum orðum langar mig að minnast móðurbróður míns, Bjössa í Ketu. Langur mánuður er liðinn, þrautagöngu er lokið, eftir skyndileg veikindi. Lífið er svo hverfult, sýnir okk- ur stöðugt að engin vissa er fyr- ir, hve lengi við fáum að njóta samvista við þá sem okkur eru kærir. Bjössi og Hrefna kona hans bjuggu allan sinn búskap í Ketu á Skaga. Þar ólu þau þrjú mann- vænleg böm, stunduðu sauðfjár- búskap ásamt því að nytja hlunn- indi jarðarinnar sem eru mikil. Bjössi var bóndi af lífi og sál. Dugnaður og þrautseygja voru honum eðlislæg. Hann var ein- staklega hagsýnn, útsjónarsamur og hafði góðar afurðir af sinu búi. Það var Bjössa mikil gleði að bömin þeina öll höfðu gaman af búskapnum og hafa alla tíð unnið með foreldrum sínum við búið. Bjössi gerði ekki víðreist um ævina, hans vettvangur var heima í Ketu. Undi hann þar hag sfnum vel og fór helst ekki af bæ í erindisleysu. Hann hafði gaman af að ferðast um landið sitt og vom það helst ferðimar sem systkini hans og fjölskylda fóm í yfírleitt einu sinni á ári. Em það dýrmætar perlur í sjóði minning- anna, hjá þessu fólki, þegar þau bmgðu á leik við bömin, sungu og dönsuðu, umfram allt vom saman á gleðistundum. Bjössi bar ekki tilfmningar sínar á torg og var ekki að fárast yfir hlutun- um. heldur vann sín verk af yfir- vegun og dugnaði. Hann var hæglátur maður, en staðfastur, glettinn og gamansamur og tal- aði aldrei illa um nokkum mann. Honum þótti mjög vænt um fólkið sitt þó han hefði ekki um það mörg orð, það var ekki hans stíll. Bjössi ólst upp á Halldórs- stöðum, miklu söngheimili, í stómm systkinahópi. Hafði hann mjög gaman af söng og dansi. Sem krakki á ég minningar frá ferðum með mömmu og pabba í Ketu, í réttir, rúning og jámingar. Ætíð var mikill samgangur milli foreldra minna og fjölskyldunn- ar í Ketu. Pabbi fór með Bjössa í göngur mjög oft og réttarferðir foreldra minna vom eins fastur liðurogjólin. A Skaganum er mjög sérstakt samfélag, sem sjaldgæft er í dag. Þar skiftir hver einstaklingur gríðarlega miklu máli. Því til skýringar nefni ég að fyrir nokkmm ámm réðust menn þar í það stórvirki að byggja félags- heimili. Þar sannaðist máltækið að vilji er allt sem þarf. Fólkið tók höndum saman, lagði á sig mikla vinnu og með samstilltu á- taki tókst þeim ætlunarverkið. í þessu starfi lét heimilisfólkið í Ketu sitt ekki eftir liggja. Þessi litla harðbýla sveit, þar sem menn eru ætíð tilbúnir að rétta nágrannanum hjálparhönd, hefur mikið misst. Hún hefur misst traustan hlekk, vin, sem ætíð gat fundið tíma til að aðstoða þá sem þurftu á því að halda og aldrei þurfti að efast um efndir á hans loforðum. Snemma í sumar sendi ég Bjössa smá hlut, sem ég vissi að nýttist honum vel. Stuttu seinna hringdi hann í mig til að þakka þetta smáræði sem honum hafði greinlega þótt vænt um. Þetta at- vik minnti mig á að það em ekki stóru gjafirnar sem skifta máli heldur hugurinn sem fylgir. Á undanfömum ámm höfum við ekki hist oft utan gleði og sorgarstunda í fjölskyldunni. Síð- ast komum við saman þegar Solla systir og Gunni giftu sig 17. júní í sumar. Það var yndis- legur dagur og var Bjössi þar glaður og hress. Það er sú rnynd sem ég vil geyma af honum í huga mér. Elsku Hrefna, Gunnsteinn og fjölskylda, Dóra og Siggi, þið stóðuð eins og klettar við hlið hans og linuðu þrautir hans til hinstu stundar. Ykkar missir er mikill. Skarð Bjöms bónda í Ketu verður vandfyllt. Megi góð- ur Guð vísa ykkur veginn og veita ykkur styrk í sorginni á komandi tímum. Ég vil votta öldruðum tengdaforeldrum Bjössa og skyldfólki mína dýpstu samúð. Elsku Bjössi, leiðir skilja að sinni. Ég veit að þú hefur fengið hlýjar móttökur hinum megin. Hafðu bestu þakkir fyrir allar góðu stundimar. Guðrún Halldóra Þorvaldsd. Vatni. Björgvínjónsson + F. 28. ágúst 1929 D. 17. sept. 2000 Fáein kveðjuorð til látins vinar og kórfélaga um langt skeið Björgvins Jónssonar frá Ási í Hegranesi. Við flutning til Sauðárkróks gekk hann þegar til liðs við kirkjukórinn og með sinni björtu tenórrödd söng hann með okkur hartnær í hálfa öld. Hann var um skeið andlit kórsins bæði inn á við og út á við, með þeirri háttvísi sem eft- ir var tekið og hafði óskorað traust kórfélaga í starfi. Óhætt er að fullyrða að aldrei þótti honum of mikið að gert hjá kómum, því áhuginn var ó- skiptur og segja rná eldmóður- inn óskiptur í öllu sem kómum viðkom. Metnaður hans fyrir hönd kórsins var mikill og einlægur, samt var heilsu hans þannig háttað að oft hefur starfið reynt nteira á hjá honum en flestum öðrum, þó urðum við þess aldrei vör að það drægi kjark úr honum, fyrr en þá síðustu árin. Aðalhvatamaður var hann þegar kirkjukvöldunum í Sælu- viku var hleypt af stokkunum og óhætt að segja að með því framtaki bættist alveg ný grein í starfssvið Kirkjukórsins og einnig í menningarlíf Sauðár- króks. Þó Björgvin Jónsson hafi búið á Sauðárkróki öll sín manndómsár var hann alltaf kenndur við Ás í Hegranesi, lýsir það á einlægan hátt festu hans og trygglyndi, aldrei skyldi hann breyta því sem rétt var og villa á sér heimildir í nokkm tilliti. Hann komjafnan til dyranna eins og hann var klæddur og á sama máta viljum við kveðja hann með einlægri virðingu og þökk fyrir samsönginn í nærri hálfa öld. Um leið og kórfélagar þakka þeim hjónum vináttu og rausn við ófá tækifæri, vottum við fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Þó ekki væri lífið alltaf létt, og lagið ómstrítt stundum, eins pg gengur. I þínum söng var sérhver nóta rétt, með söknuði við kveðjum - heiðursdrengur. (H.J.) Kirkjukór Sauðárkróks. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu nýlegt homskrifborð og hilla. Verð kr. 13.000. Upplýs- ingar í síma 453 8134 eða 867 9650 hjá Heiðu e. kl. 19. Húsnæði! íbúð óskast til leigu á Sauðárkróki. Reyklaust par með eitt barn og annað á leiðinni bráðvantar íbúð um næstu mánaðamót. Upplýsing- ar í síma 453 7915 og 869 6251. Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu frá og með næstu mánaða- mótum. UpplýsingargeítirÞóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. Tapað -fundið! Tapast hafa gleraugu. Skilvís finnandi hafi samband við Ásu í síma 453 5230. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Athugið! Athugið! Athugið! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu 1 kg. á viku! FRÍ SÝNISHORN! Hringdu núna ísíma 552 4513 Vörufhitningar Sauðárkrókur - Skagíiíjörðm* Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Stóðréttar- dansleikur Höfðaborg Hofsósi laugardaginn 30. september kl. 11 - 3. Heiðursmenn og Kolbrún leika fyrir dansi. Svaði Neisti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.