Feykir


Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 8
27. september 2000,32. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill -—- \ -h KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands í forystu til framtíöar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Samþykkt að stofna frumkvöðlasetur á Norðurlandi vestra Þing SSNV sem haldið var á Hólum nýlega og aðalfundur INVEST sem haidinn var að því loknu, samþykktu að stofnað verði Frumkvöðlaset- ur á Norðurlandi vestra. Því er ætlað að hýsa og styðja við fyrirtæki sem byggja á sér- stöðu og nýsköpun á starfs- svæði félagsins. Aðstoðað verði við stofnun fyrirtækjanna og rekstur þeirra í allt að fimm ár, enda uppfylii þau inn- tökuskilyrði fyrir Frurn- kvöðlasetrið. Iðnþróunarfelag Norðurlands vestra annist rekstur Frumkvöðlasetursins eftir reglum sem stjórn þess setur. í greinargerð með tillögunni segir að dagana 4. til 9. apríl á liðnu vori hafi farið 28 manna hópur af Norðurlandi vestra í kynnisferð til írlands. Ferðin var farin að frumkvæði Vil- hjálms Egilssonar, alþingis- manns, og var tilgangur farar- innar að kynna sér aðferðir íra í atvinnuþróunar og byggðamál- um. Þátttakendur í ferðinni voru flestir sveitarstjómar- menn. Kynnisferðin var afar fróðleg og vel skipulögð. Vakti það mesta athygli hve tengsl at- vinnulífs og skóla eru sterk og hvað eftirfylgni og stuðningur við nýsköpun er markviss á Ir- landi. Hópurinn ákvað að vinna áfram eftir heimkomuna að því að yfirfæra reynslu íra á okkar aðstæður. Voru settir á fót tveir starfshópar: Staifhópur um menntun og atvinnu og starfs- hópur um Frumkvöðlasetur. Frumkvöðlasetrið er ekki staðbundið, heldur starfsstöðv- ar á Norðurlandi vestra sant- tengdar með nútíma tækni. Fyr- irtæki sem fá inni á Frum- kvöðlasetrinu fá til afnota hús- næði eftir sínum þörfum og í boði er á viðkomandi stað. Með húsnæðinu fylgir nauðsynlegur skrifstofubúnaður ásamt síma og tölvu sem tengd er veraldar- vefnum með mesta hraða sem þar er völ er á. INVEST annast stuðning og eftirfylgni við þá sem gista Frumkvöðlasetrið. Sveitarstjóm vill selja Stjómsýsluhúsið Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt að fela sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni að ganga til samninga við Byggða- stofnun um kaup á hlut sveitar- félagsins í Stjómsýsluhúsinu. Sveitarfélagið Skagafjörður á um 65% hlut í Stjórn- sýsluhúsinu. Að mati sveitar- stjómarfulltrúa er ekki ástæða til að halda í þessa eign þar sem fyrirsjánanlegt er að Byggða- stofnun, sem á 35% hlut, muni þurfa á húsnæðinu að halda þegar stofnunin flytur með starfseminu til Sauðái'króks um mitt næsta ár. Þá veiti sveitar- félaginu ekki af að losa íjármuni til að laga skuldastöðuna, sem talsvert hefur verið í um- ræðunni, einkuni síðustu misserin. Mikill spenningur á Olympíuleikimum í Svdnev Skagfirðingar í meirihluta í „íslendinganýlendunni“ Jón Arnar Magnússon hóf keppni í gærkveldi. Margir fylgj- ast með þátttöku hans af spenningi, m.a. Skagfirðingamir í Sydney sem ætla að vera á vellinum og hvetja hann óspart, þar á meðal Þorsteinn Þórsson og Kristín Helgadóttir. „Hérna snýst lífið allt í kring- um Olympíuleikana. Eg var á vellinum í dag og hef aldrei á ævinni séð annan eins mannfjölda og það var ekki viðlit að fá miða á keppnina í kvöld, þegar Vala var að keppa. Það var löngu uppselt því þá var aðalstjarnan hérna Cathy Freeman að keppa, og 110 þúsund nianns á vellinum. En við emm með miða á keppnina á miöviku- daginn þegar Jón Arnar og Guðrún verða í sviðsljósins og ætlum að styðja vel við bakið á þeim”, segir Kristín Helga- dóttir frá Sauðárkróki, ein af Tungusystkinunum. Kristín heldur til hjá Sigríði dóttur sinni í Sydney og þar er hálfgerð „íslendinganýlenda” þessa dagana. Þar á meðal er Þorsteinn Þórsson fyrrum tug- þautarkappi, mágur Gísla Sig- urðssonar þjálfara Jóns Amars, en Kristín er einmitt móður- systir Gísla. Með Þorsteini em þama einnig Friðrik Þór Ósk- arsson og Sighvatur Dýri Guð- mundsson þekktir frjálsíþrótta- menn á ámm áður. Kristín kall- ar þessa stráka „tölvusnilling- ana”, enda Iáta þeir sér ekki duga að fylgjast með keppninni á vellinum og í beinni í sjón- varpinu, heldur er líka flett upp netinu hvað íslenskir miðlar segja í umfjöllun sinni. Aðspurður sagði Þorsteinn Þórsson að þetta væri algjör há- tíð fyrir frjálsíþróttamenn og þetta kvöld hefði verið æðis- legt og spennuþrungið. „Þetta var hreint ótrúlegt hjá Völu og Guðrúnu og nú bíðum við bara eftir því hvað Guðrún og Jón Amar gera”. - Já nú gerir þjóðin miklar kröfur til Jóns Ámars, þegar þetta er búið að ganga svona vel hjá hinum? „Já ég heyrði í Gísla í gær og þá leit þetta ágætlega út. Jón Amar er í fínu formi, og ef allt gengur upp þá er alveg raun- hæft að búast við honum með- al þeirra átta bestu. En hinsveg- ar er ekkert ömggt að hann nái að klára. Undirbúningurinn hefur ekki verið alveg snurðu- laus og það getur sett strik í reikninginn, en við vonum það besta. Og við verðum þama til staðar og hvetjum hann eins og við mögulega getum”, sagði Þorsteinn gamli tugþrautaiTef- urinn. Dreymdi ekki um ævintýri Kristín Helgadóttir flutti til Átralíu árið 1968 ásamt manni sínum Magnúsi Jónssyni og fjórum börnum. Magnús lést fyrir nokkrum ámm eftir að þau fluttu heim árið 1987. Ástæður flutningsins voru veikindi hans, talið var að átralskt loftslag myndi henta hoitum betur, en vistaskuld var það erfitt fyrir fjölskylduna að rífa sig upp og flytja hinum megin á hnöttinn, en Kristín og Magnús sögðu frá Átralíutíma sínum í viðtali í Feyki á sínum tíma. „Nei auðvitað dreymdi mann ekki um að eiga eftir að upplifa svona ævintýri og svona glæsilegt kvöld sem tengdist Islandi hér í Átralíu. Þetta var alveg frábært hjá Völu og Guðrúnu héma í kvöld og spenningurinn hér á heimilinu var mikill. Svo bíðum við bara spennt eftir miðvikudeginum hvað gerist þá”, sagði Kristín Helgadóttir. en hún hefur líka mikla ánægju af því að fylgjast með gengi áströlsku kepp- endananna, enda bjó hún þama suður frá í 19 ár. En hvað sem á eftir að ger- ast á OL í Sydney má segja að íslenska liðið sé búið að ná stór- kostlegum árangri og allt gott héðan í frá sé bónus. Œ> TOYOTA - tákn um gæði ...bflaj, tiyggingar, bækur, ritföng, franiköllun, rarnmar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJARS SUÐUBGÖTU 1 SlMI 463 6950 Kodak Pictures <@> TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.