Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 33/2000 Færri fíkniefnamál en á síðasta ári Sjö fíkniefnamál hafa komið upp hjá lögreglunni á Sauð- árkróki á þessu ári og eru það heldur færri mál en komu upp á öllu árinu í fyrra, en þá hafði embættið tíu mál til meðferðar, er 18 einstaklingar tengdust. Dómur féll í einu málanna. Arni Pálsson rannsóknar- lögreglumaður sagði að vit- neskja væri um að það verð sem neytendur fíkniefnanna þyrftu að borga fyrir efnin í dag hefði hækkað nokkuð og benti það til þess að verulegur árang- ur hefði náðst í að hefta smygl á eiturefnum hingað til lands, og þess vegna væri einhver þurrð á markaðnum. „Hinsveg- ar kann þetta að vera eitthvað tímabundið ástand og þess vegna gætu hlutirnir beyst á skömmum tíma", sagði Árni Pálsson, en hann sagði þetta ár hafa á ýmsan hátt verið betri en það síðasta hvað þessum mál- um áhrærir á Norðurlandi vestra, þótt verkefnin væru alltaf næg á sviði forvarna. Verkalýðsfélagið Samstaða Valdimar hyggst láta af formennsku Valdimar Guðmannsson formaður Stéttarfélagsins Sam- stöðu á Blönduósi hefur ákveð- ið að láta af störfum sem for- maður félagsins á næsta aðal- fundi sem haldinn verður í mars nk. Hann hefur verið for- maður stéttarfélags ÍA.-Hún. í 12 ár og þar af verið formaður Samstöðu frá því það var stofn- að með sameiningu stéttarfé- laga á svæðinu fyrir nokkrum árum. Þetta kom fram í viðtali við Valdimar í Degi fyrir skömmu. Valdimar segir að helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun sinni séu m.a. þær að hann sé í senn bæði hundleiður og óá- nægður með þá þróun sem átt hefur sér stað í verkalýðshreyf- ingunni, enda sé þar allt í sama horfinu, m.a. í skipulagsmál- um. Hann segist jafnframt ekki vera sáttur við allt það bak- tjaldamakk sem á sér stað al- mennt í hreyfingunni um for- ustu og embætti innan hennar. Á sama tíma gleymi menn fé- lagsmönnum og hagsmunum þeirra öðru hvoru. Valdimar segir að svo virðist sem það séu ætíð einhver öfl í verkalýðs- hreyfingunni sem ráða þegar á hólminn sé komið. Hann segist hinsvegar ekki hafa hugmynd um hvaða öfl séu þarna að verki. Nú „hlær'ann" á næsta leyti Nú getur þjóðin farið að anda léttar og bjartsýnin tekið völdin því Alþingi hefur komið saman svo nú kemst lag á óreið- una. Það er tilhlökkunarefni að við sjáum bráðlega þingmenn- ina okkar í öllum fjölmiðlum, vel tilhafða og vingjarnlega út- deila sinni landsföðurlegu bless- un yfir lýðinn og fullvissa okk- ur um að þrátt fyrir ýmsa erfið- leika hafí þeir stjórn á öllu og raunar svör við öllu, bara ef við föllum fram og tilbiðjum þá. Stjórnviskan hjá okkur er vægast sagt gullvæg að gæðum, það er fjallgrimm vissa fyrir því. Nýjasta dæmið um það er auð- lindaskýrslan sem þjóðin fékk afhenta um daginn. Hún er verðugt afsprengi lærdóms og víðsýni landsfeðranna. Allir vita að í kvótamálum og virkjunarmálum er allt í gló- andi uppnámi, þannig að útilok- að er að finna lausn sem orðið geti eining um. Hvað gerum við þá? Jú við stofnum nefnd og lát- um hana semja skýrslu, því skýrslur eru hornsteinninn að skynsamlegum ákvörðunum. Þetta er pottþétt aðferð ef verk- efnið er þannig að menn treyst- ast ekki til að leysa það sökum leti eða heimsku. Þegar skýrslan er kominn geta allir farið að þrasa um skýrsluna, en sleppt því að tala um vandamálið, það verður vísast alveg gleymt, og umræðan öll um hvernig skilja skuli skýrsluna, hvað þetta eða hitt þýði og hvernig túlka megi þær óljósu hugleiðingar sem dreift er líkt og kúadellum á fjóstraðir um þessi þokukenndu spekimál. Þarna erum við Is- lendingar á heimavelli, ef það er eitthvað sem við kunnum að leika er það þrætubók og orð- MWM|) Heilbrigdisstofnunin ^Jffj^ Saudárkróki Starfsmaður óskast! Starfsmaður óskast strax í 70% starf í ræstingu og býtibúri. Allar nánari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir ræstingastjóri á staðnum og í síma 455 4038. - Reyklaus vinnustaður - ^pm hengilsháttur, í því fengum við gull, silfur og brons væri slfkt keppnisgrein á Ólympíuleikum, já trúlega ættum við alla kepp- endur í greininni. Ef ekki væri löngu búið að rækta allan manndóm úr stjórnmálamönn- um okkar, gætu þeir gert það sem þeir hafa tekið að sér og lofað að gera, skýrslulaust, sem sagt tekið ákvörðun, en slfkt er þeim fyrirmunað að skilja og því dregst allt úr hömlu og þynnist út í meiningarlausu snakki. En þjóðin starir í orðlausri forundran á spekingana velta sér í forinni og skilur aldrei hvað þeir eru að tala um. En hjarta okkar er óttalaust því við finnum hvað þeir eru gáfaðir og velmeinandi og öruggir í öllum sínum tiltektum, já við skulum kjósa þá aftur eins og við erum vön. Þeir hafa unnið fyrir því. Nýverið felldu Danir evru- málið þrátt fyrir að allir spek- ingar og fjölmiðlar þar í landi hrópuðu á strætum og gatna- mótum að öll þeirra gæfa væri undir því komin að evran yrði samþykkt sem gjaldmiðill í Danmörku. Óskaplega eru Dan- ir fávísir, sorglega eru þeir skammsýnir og hörmulega eru þeir óhlíðnir. Þessara hluta vegna er ónotalegur sá grunur sem læðist að mér um að ein- hver formóðir mín hafi verið of tillát við danska búðarloku og þannig smeigt inn í mína hrein- ræktuðu íslensku ættargen, ein- hverri heimsku og gæfuleysis línusemennþásétilstaðar. Hjá mér vakir sífellt sá grunur að stjórnmálamennimir hugsi lítið um þjóðarhag, en meira um eig- in metorð og hægindalíf. Amma mín sagði alltaf þegar henni þótti óhlíðni mín úr hóti fram: „Nú hlær andskotinn á næsta leyti." Þegar ég sá alþingis- mennina ganga frá kirkju til þinghúss kom þetta upp í hug- ann. Glaumur. Breytingar á aðalskipulagi í Varmahlið Engar athugasemdir bárust við tillöguna í samræmi við ákvörðun umhverfis- og tækninefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 8. júní sl. og samþ. sveitarstjómar frá 27. júní sl. hefur tillaga um breytingu á Aðalskipulagi í Varmahlíð hangið uppi til kynningar í Varmahlíð og á skrifstofu Skagafjarðar. Auglýstur tími til að skila athugasemdum við tillöguna rann iit 15. sept. sl. Engar athugasemdir bárust. Breytingartillagan er því samþykkt óbreytt á fundi sveitarstjórnar í gær og ákveðið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. skipulagslögum. PEYKIR J^*. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Mvndsúni 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.