Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 3
33/2000 FEYKIR 3 „Haustkarnival" í Laufskálarétt Oft hefur verið mannmargt í Laufskálarétt en þó trúlega aldrei jafnmikill fjöldi og um síðustu helgi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvflíkur fjöldi skuli sækja þessa samkomu þegar það er haft í huga að alltaf er verið að reyna að finna upp á einhverjum hlutum til að „trekkja” og fá ferðafólk til að stoppa við. En svo þessa einu helgi koma þúsundir manna í fjörðinn til fylgjast með þegar stóð er rekið til rétta og dregið í dilka. Þarna þurfti hið marg- fræga „markaðsstaif’’ ekki að koma til. Þetta hefur þróast svona í áranna rás á Laufskál- um og góð skemmtun spurst út. Líkja má þeirri stemmningu sem er í Laufskálarétt við „haustkamival”. Maður er manns gaman, er þarna líka í hávegum haft, mikið sungið, og víst er að þama rekst fólk á kunningja sent það sér ekki á öðrum tímum ársins. Og eins og sjá má var mikið líf og fjör að Laufskálum. Þetta er alveg að hafast Hringur boðar til fundar Kvnnt skvrsla um a,,in"uþ"6“na"'íla'í J J Skagafjarðar hf þjónustíbúðir eldri borgara Hringur - Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar hf. boðar til fundar þar sem kynnt verður skýrsla sem vinnuhópur á vegum félagsins tók saman um þjónustuíbúðir eldri borgara. Fundurinn verður haldinn í Liósheimum þriðjudaginn 10, október og hefst kl. 16,00. Konur! Konur! Hvernig væri að skella sér á 8 vikna námskeið og fá léttari sýn á sjálfan sig og lífíð? Námskeiðið tekur á eftirfarandi þáttum undir leiðsögn fagfólks í sálfræði, hreyfingu og næringu: - Líkamsvitund - Jákvætt hugarfar - Rétt næring - Hreyftng, Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Nánari upplýsingar í síma 453 6004, Sigríður Sigurjónsdóttir, sálfræðingur og 453 7004 Rita Didriksen lögg. sjúkranuddari. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Sjúkraliðar! Óskum eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimili frá l.nóv. 2000. Vaktavinna, vinnuhlutfall samkomulag. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða frá 1. jan. 2001. Allar nánari upplýsingar veitir Ágústa Eiríksdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 455 4097. Skriflegar umsóknir sendist til Herdísar Klausen hjúkrunarforstjóra fyrir 14. október nk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.