Feykir


Feykir - 04.10.2000, Síða 4

Feykir - 04.10.2000, Síða 4
4 FEYKIR 33/2000 Það byrjaði með fylliríi í bekkjarpartíi Forvarnarvika í skólum í Skagafirði „Það er kominn föstudagur í þig, það er greinilegt á öllu”, heyrist gjarnan sagt þegar helgin nálgast og fólk er sýnilega á þeim buxun- um að fara „út á lífið”. Og þegar föstudagurinn rennur upp er yðulega byrjað að kynda undir því að fólk fari nú út að skemmta sér og stundi öldurhúsin, hvert á að fara í kvöld?, þessi áróður dynur í síbylju til að mynda á útvarpsrásunum. - Já yfírleitt byrjar þetta með þessum helgarspenningi, sem ungling- amir verða virkir þátttakendur í áður en þeir vita af og gjaman er það hópsálin sem hefur þar stærstu áhrif. Og sé áfengi haft um hönd, sem því miður virðist vera reyndin í miklum meirihluta tilfella, þá er það skattlagning þessarar kvöldskemmtunar sem bíður, timburmennimir daginn eftir. Þannig getur þetta helgarmunstur endurtekið sig helgi eftir helgi og hjá mörgum verður það þannig að það teygist alltaf meir og meir úr „helgardjamminu” þannig að helgin dugar varla orðið til og þá fer að verða vandamál að mæta í vinnuna eða skólann á mánu- dagsmorgun. - Já brennivínið og það munstur sem því fylgir er lúmst og algent að fólk sem háð er orðið víndrykkju beiti sig ýms- um blekkingum. Hver kannast ekki við að hafa heyrt t.d. þá kenningu að þetta sé nú varla neitt vandamál meðan fólk geti stundað sína vinnu. Og sumir segja, ja bjórinn er nú meinlaus og rauðvínið, en ég er nú alveg steinhætt í sterku vín- unum. Og svo er það þetta bölvaða dóp sem er svo voðalegt. „Tvískinningur” kann einhver að segja og eru það orð að sönnu. í nokkum tíma hefur verið reynt að byggja upp markvissar forvamir gegn ofneyslu áfengis og vímuefna í þessu landi. Og þar hafa menn haft bæði minni og stór áform á prjónunum, s.s. eins og samstarfshópurinn „Island án eiturlyfja." Hér á svæðinu, Norðurlandi vestra, hefur ýmislegt verið gert til að stuðla að forvörnum á undanfömum árum. Nú í haust var hrint af stað verkefhi tengdum forvörnum í skólum í Skagafirði og er meiningin að gera þar ýmsa hluti í vet- ur. Til að mynda verður efnt til verð- launasamkeppni í skólanum, þar sem leitað verður eftir slingum slagorðum og ýmsu öðm ganglegu. Þegar eru far- in að berast vilyrði fyrir verðlaunum í þessa keppni, s.s. frá Ólafshúsi á Sauð- árkróki sem lofar 20 þúsundum króna. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætlareinnig að taka vel á forvamarmál- unum og skólamir í Skagafirði í sam- vinnu við lögregluna efndu til fræðslu- funda á svæðinu í liðinni viku. Þar var sýnd fræðslumynd og efnt til umræðna á Hofsósi og Sauðárkróki. A Hofsósi kornu nemendur9. og 10 bekkjarHofs- ósskóla og Varmahlíðarskóla og einnig mættu foreldrar krakkanna á sérstakan fræðslufund. Sá háttur var einnig hafð- Þorkell Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV, Árni Pálsson rannsók- narlögreglumaður og Hilda Jana Gísladóttir 24 ára háskólanemi á Akureyri sem sagði frá reynslu sinni af ofnotkun áfengis og vímuefna. Það getur líka verið skemmtilegt að hlusta á jafn alvarlega hluti eins og fræðsluerindi um skaðsemi áfengis og vímuefna. ur á á Sauðárkróki, en þar vona tveir fúndir með nemendum Árskóla og sömuleiðis með Fjölbrautaskólanem- um. Á þessa fundi komu 295 nemendur og 110 foreldrar. Auk sýningar fræðslumyndarinnar „Hættulegur hraði“ talaði af reynslu sinni 24 ára gömul kona sem frá 13 ára aldri gekk þennan veg sem því miður alltof margir lenda á. Þetta byrjaði með fílliríi í bekkjarpaitíum og það leiddi síðan til enn meiri drykkju. Og til að geta drukkið enn meira prófaði hún 16 ára gömul eitt gramm af hassi og fór strax úr því í sterkari efnin, tók „allan pakkann" ef svo má segja. Hún fjar- lægðist snemma á þessu ferli foreldrana og vinina úr skólanum en fór að um- gagnast hóp harðra fýkla, sem margir hverjir em inni í fangelsum eða á sjúkrastofnunum í dag. Hilda Jóna Gísladóttir er aðeins önnur tveggja úr 25 manna hópi sent hún umgekkst sem mest, sem hefur sagt skilið við áfengið og dópið. Hún fór í meðferð sem bar ár- angur á árinu 1994, og hún segist vera mjög ánægð yfir því að hafa náð því takmarki að nú er hún búin að vera als- gáð í lengri tíma en sukkið og mglið tók frá henni í h'fínu. Það var greinilegt að saga Hildu Jónu hafði mikil áhrif á nemendur Fjöl- brautaskólans á fundinum sl. fímmtu- dag, enda kom hún máli sínu mjög skemmtilega á framfæri og var greini- lega heiðarleg í sinni umfjöllun, reyndi ekki á neinn hátt að fegra sinn þátt og tók á sig alla ábyrgð hvað varðar þenn- an kafla lífsins sem hún var að lýsa. Ámi Pálsson rannsóknarlögreglu- maður sagði einnig nokkur vel valin orð og brá meðal annars á leik og lýsti nokkmm karakterum sem ýmsir kann- ast við. Það vom böllin í Miðgarði þar sem Ámi sagði að þessa karaktera væri m.a. að finna og leitaði álits Fásara á því. Alltaf jafn erfítt Aðspurð sagði Hilda Jóna að það væri alltaf jafn erfitt að tala svona af reynslu sinni, og vegna þeirra eyðilegg- ingaáhrifa sem áfengis- og dópneyslan olli henni rekur hana oft í vörðumar og þá þurfa áheyrendur að hjálpa til. Hilda sagði að síðasta greindaipróf hefði sýnt að þetta væri þó að lagast, en þá voru tvö af fimm svæðum í heilanum sem höfðu „dottið út'’ að skila sér til baka. „Mér finnst krakkamir sýna þessu mjög mikinn áhuga og góð viðbrögð á fundum, reyndar fannst mér heldur minna spuit núna en á fundunum með grunnskólanemunum í gær. Og á for- eldrafundunum er mjög mikið spurt. Þeir vilja mjög gjaman fá að fræðast um þessa hlið og ég skynja það að foreldr- ar vilja vera góðar fyrirmyndir”, segir Hilda Jana Gísladóttir. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaíjörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.