Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 5
33/2000 FEYKIR 5 Veruleikinn tók draumnum fram Á sama hátt og dagurinn í gær hafði verðið kvaddur með kaffidrykkju hjá þeim Mæli- fellsárhjónum var nú nýjum degi heilsað. Við pabbi munum hafa orðið einna fyrstir af stað, ásamt Símoni Jóhannssyni í Goðdölum. Enn var myrkur en yfir Blönduhlíðarfjöllunum vottaði fyrir dagsbrúninni. Úr- komulaust var en skýjað og norðankul leiddi inn með Efri- byggðarfjöllunum. Við fórum rólega þar til birti. Er fram í Skeiðhvamminn kom var farið að skíma. Þá var sprett úr spori. Annað þykir ekki hæfa í Skeiðhvamminum. Úr honum er allbratt upp í Kiðaskarðið og teymdum við því hestana. Tók nú að dimma að með éljum og þegar við komu vestur hjá Tröllakirkju, sem er svipmikill og hrikalegur hnjúkur sunnan megin Skarðsins, var snjókom- an orðin samfelld og mjög dimmt. Atti nú sagan frá í gær að endurtaka sig? Skyldi einnig í dag verða úrfelli, ekki einasta rigning heldur og hríð? „Eg hefi enga tru á því að þessi andskoti nái inn Svartárdalinn", sagði Símon og spýtti um tönn. „Það er auðvitað helvítis hríðarveður úti í Langadal en það skiptir um hjá Bólstaðahlíð", bætti hann við. Eg komst að því síðar að Símon hafði hressilegt tungu- tak. Og satt var líka orðið hjá honum. Þegar kom vestur á Flóann var hríðarlaust. Og allt í einu blasti Svartár- dalurinn við af Stafnsbrekku- brúninni. Mér sýndist dalurinn fyrst eins og stór skurður með læk í botninum. Eg þekkti ekki annað en fangvídd Skagafjarð- ar. Mér hafði aldrei komið til hugar að til væri svona að- kreppt sveit. Gat það virkilega verið að ein fjárflesta skilarétt landsins rúmaðist í svona þrengslum? Stórt svæði þarna niðri í skurðinum sýndist mér vera þakið ljósleitum smástein- um. Það tók mig góða stund að átta mig á því að þetta var fjár- safnið en ekki steinar. Og ekki var ofsögum sagt af fjárfjöldan- um í Stafnsrétt. Slíkan grúa hafði eg aldrei áður augum litið og aldrei látið mér til hugar koma að slíkur fjöldi gæti verið saman kominn á einum stað. Brátt vorum við á botni „skurðsins". Þráður draumur hafði ræst, eg var kominn í þá frægu Stafnsrétt. Og í Svartár- dalnum var sólskin og hiti. Símon vissi hvað hann söng. Við sprettum af hestunum og heftum þá. Tjöld gangnamanna voru á grundinni sunnan við réttina, uppi undir brekkurótun- um. Maður rak höfuðið út um dyr eins þeirra og spurði hvort við værum að koma „að norð- an". Hann bauð okkur kaffi. Það var auðvitað vel þegið af þeim pabba og Símoni. En mér var ekki meira en svo um þetta góða kaffíboð. Eg var til alls annars frekar kominn í Stafns- rétt en að sitja inni í tjaldi og sötra kaffi. Sá sem í kaffið bauð, var Sigmar Jóhannsson bóndi á Steinsstöðum íTungusveit. Leit eg hann nú í fyrsta skipti, þann öðlingsmann, en seinna átti eg eftir að dveljast á heimili hans part úr tveimur vorum þegar eg var við sundnám í Steins- staðalaug - og leið þar vel. I tjaldinu með Sigmari voru tveir ungir menn, Páll Ólafsson á Starrastöðum, síðar bóndi þar, og Sigfús Sigurðsson á Nauta- búi. Kaffidrykkjan tók auðvitað ekki langan tíma en mér þótti hann samt of Iangur. En svo hófst fjárdrátturinn. Stafnsrétt var löng og mjó. Dilkur okkar í Eyhildarholti, en við vorum í dilkfélagi með sömu bændum og í Mælifells- rétt, var við austurenda réttar- innar. Fyrir bragðið var dráttur- inn langur og erfiður, enda for- in í réttinni með ólíkindum eft- ir úrfellið undanfarið. Eðjan, þung og límkennd, tók mönn- um jafnvel í miðjan legg, a.m.k. patta eins og mér. Heyrði eg pabba segja það við Harald á Völlum, að aldrei fyrr hefði hann orðið því feginn að standa Frá Stafnsrétt. í dilkdyrunum í stað þess að draga féð. Bót var í máli að ýmsar eldri ærnar virtust vita hvar dilksins var að leita og komu því sjálfar í nánd við dyr hans. En það var fleira sem vakti athygli mína en fjárfjöldinn og hið nýstárlega umhverfi. Aldrei hafði eg heyrt jafnmikið sung- ið. Var ekki nóg með að hópar væru syngjandi í almenningn- um innan um féð og uppi á rétt- arveggnum heldur fór þarna fram karlakórsöngur eftir öllum kúnstarinnar reglum. Þarna voru nefnilega samankomnir söngmenn úr tveimur karlakór- um, Heimi í Skagafirði og Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, ásamt söngstjórum beggja kór- anna, þeim Jóni Björnssyni, þá bónda í Brekku en síðar á Haf- steinsstöðum og Gísla Jónssyni frá Eyvindarstöðum í Blöndu- dal. Þeir kvöddu nú saman liðs- sveitir sínar, stilltu þeim upp norðan við réttarvegginn og þar hófu kórarnir að syngja hvert lagið á fætur öðru. Fyrst hvor kórinn fyrir sig og síðan sam- eiginlega. Stjómuðu þeir Jón og Gísli þá til skiptis. Kórarnir munu, ef eg man rétt, hafa farið í sameiginlega söngför um Húnavatnssýslur um vorið og því æft sameiginlega allmörg lög. Eg held að fjárdrátturinn hafi alveg stöðvast á meðan þessu fór fram. Ekki hafði mig órað fyrir því, að í Stafnsrétt færi fram þvílíkt tónleikahald. Orðsporið sem fór af gleð- skapnum í Stafnsrétt var svo sannarlega engar ýkjur. Magnús H. Gíslason. Kannast einhver við þennan sveitabæ? Helga Þorsteinsdóttir kennari við Steinsstaðaskóla leiðbeindi á námskeiði á liðnum vetri og þá varð þessi mynd eftir í hennar fórum. Til að leita að eiganda myndarinnar valdi Helga þann kost að fá myndina birta í Feyki, en um leið og eigandi myndarinnar er beðinn að hafa samband við ritstjórn, væri gaman ef glöggir lesendur gætu fundið út hvaða bær er á myndinni, væntanlega í Skagfirði, og koma upplýsingum þar um á ritstjórn Feykis í síma 453 5757. Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur Höfðaborg Hofsósi sunnudaginn 8. október kl. 14 Ávarp Gísli Einarsson Nemendur Grunnskólans á Hofsósi verða með fjölbreytt skemmtiatriði Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir syngur við undirleik RögnvaldarValbergssonar Kaffiveitingar að skemmtun lokinni Miðaverð kr. 900. Grunnskólanemar kr. 300. Fjölmennum og styrkjum minningarsjóðinn. Stjórnin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.