Feykir


Feykir - 04.10.2000, Qupperneq 6

Feykir - 04.10.2000, Qupperneq 6
6 FEYKIR 33/2000 Undir borginni „Viltu bara ekki tala við Birgi“ Nú fer að hausta og rigning- arnar og kalsinn koma á sína septembervísu. En eftir sitja minningar hjá flestum um gott og gjöfult sumar, Flestir bænd- ur ættu að geta verið sáttir við afrakstur sumarmánuðanna og þeir sem hafa stundað korn- rækt geta nú staðið báðum fót- um í jötu. Helst eru það sauð- fjárbændur sem koma illa út úr landbúnaðarhagfræðinni og er viðbúið að ýmsar jarðir geti farið í eyði ef ekki verður ein- hvernveginn komið til móts við lffsþarfir þeirra. Það er löngu orðið tímabært að létta á óðaþéttbýlisstefnu stjómvalda og hlynna ofurlítið að þeim sem búa í dreifbýlinu og þá einkum í sveitunum. Kannski að næsta ríkisstjóm verði já- kvæðari fyrir slíkri stefnu? Ef til vill styttist í að fyrir- spáð Alfreðsstjórn komist á laggimar og Davíð verði að af- leggja stjómarjakkann og fara í kuldaúlpu stjórnarandstæð- ingsins en það hlutskipti mun honum varla geðfellt hvað þá Hannesi Hólmsteini! En það er nú svo að frá hreinu lýðræðis- sjónarmiði er varla heppilegt að menn séu forsætisráðhenar að ævistarfi og raunar á ráð- herradómur aldrei að festast við menn svo lengi að þeir fari að lifa sjálfa sig í starfi. Þar skiptir auðvitað ekki máli hver í hlut á. EnefHall- dór maddömumaður fer að hugsa til þess að máta vinstri peysuna senn hvað líður þá er hætt við að taugatitringur geri vart við sig í Valhöll og hrikti í beinum Heimdallar. Hvað á Halldór annars eftir nema að verða forsætisráð- herra? Og halda menn ekki að Össur tæki sig vel út í utanrík- isráðherraembættinu! Hann verður ekki í vandræðum með að umgangast stórmennin ytra, svo gjörkunnugur sem hann er risaurriðanum úr Þingvalla- vatni. Þetta em vænstu menn, þó að fortíð þeirra sé kannski eitthvað blendin í stjómmála- legu tilliti. En það eru sem sagt komn- ar fram hugmyndir um að næsta ríkisstjóm verði Frant- samfylkingarstjóm ef þingfylgi leyfir og ég þekki mann sem fær í sig hroll af því einu að heyra slíkt nefnt. Það er Ólaf- ur Vísmann, eldhress til sálar- innar en afieitur til líkamans. Hann segir að samstjóm Fram- sóknar og Samfylkingarinnar geti aldrei orðið annað en ó- skapnaður, eina vonin sé að vinstri grænir verði með í slíkri stjóm til að halda hinum við efnið. Það væri ekki amalegt að fá Ögmund í félagsmálin og Kolbrúnu í iðnaðarráðuneytið! Annars skiptir víst minnstu þegar á allt er litið hver er titl- aður ráðherra hér og þar. Það eina sem þeir gera er að taka við lyklunum og afltenda þá svo aftur. Embættismennimir og ráðuneytisstjórarnir em auðvitað þeir sem ráða. Muna menn ekki hvemig fór með manninn sem kom margsinnis í menntamálaráðu- neytið hér um árið til að fá við- tal við ráðherrann sem var aldrei við. Að lokum sagði stúlkan í móttökunni: „Viltu ekki bara tala við Birgi sjálfan? Rúnar krist jánsson. „Tjáir ekki að deila við dóm.................“ Það er eins með knattspymudómarann eins og dýralæknirinn og kjötmatsmanninn í sláturhúsinu, að þeirra dómur er endanlegur og ekki tjáir að deila um það. En kannski em þeir að ræða allt aðra hluti Jónmundur Ólafsson bóndi í Kambakoti og Jón Pétursson dýralæknir á sláturhúsi SAH, þó sannfæringar- kraftinn vanti greinilega ekki hjá Jónmun di. Epsondeildin í körfubolta Sigur og tap hjá T indastólsmönnum Leiktíðin hefur farið þokkalega af stað hjá Tindastólsmönnum í körfuboltanum. Tindastóll sýndi rnjög góðan leik gegn sig- urstranglegasta liði deildarinn- ar, Njarðvík, er það kom í lieim- sókn á fimmtudagskvöldið, en eins og fyrri daginn voru Grind- víkingar erfiðir heim að sækja á sunnudaginn. Þrátt fyrir góða byrjun í þeim leik tókst Tinda- stólsmönnum ekki að fylgja því eftir og Grindvíkingarnir keyrðu upp hraðann og unnu nokkuð öruggan sigur 94:81. Tindastólsmenn gáfu Njarðvík- ingum engin grið j^egar þeir komu í heimsókn á Krókinn. Leikurinn var hnífjafn lengst af, en í síðasta leikhlutanum sigu heimamenn framúr og úrslitin réðust endanlega þegar Njarðvíkingar fengu dæmd á sig tvö tæknivíti fyrir kjaftbrúk þegar rúmar tvær mínútur vom eft- ir. Leikurinn fór rólega af stað og leikmönnum gekk illa að stilla kanónurnar til að byrja með og hittnin var léleg, en það átti eftir að lagast auk þess sem mikil barátta var í leiknum og ekkert gefið eftir. Hjá Tindastóli var Shawn Mayers geysilega drúgur og í vam- arleiknum var hann hreinlega ógn- vekjandi, varði hvert skotið á fætur öðru og tók fjölda frákasta. Lárus Dagur Pálsson lék líka skfnandi vel og hefur ekki verið svona afger- andi í langan tíma. Þá var Ómar mjög drjúgur og Kristinn stimplaði sig sterkur inn. Svavar lét óvenju- lítið að sér kveða en lék samt vel eins og föðurbróðir hans Friðrik Hreinsson. Gangur leiksins: 0:3, 9:10, 15:11 (20:18)28:25,31:30(42:36) 46:42,53:51 (57:55)67:60,72:62, 77:67 (84:73) Stig Tindastóls: Shawn Mayers 20, Lárus Dagur 18, Ómar Sig- marsson 14, Toni Pomonis 10, Svavar Birgisson 8, Kristinn Frið- riksson 8, Friðrik Hreinsson 4 og Mikhail Antropov 2. Stigahæstir hjá Njarðvík voru Teitur Örlygsson með 19 stig og Logi Gunnarsson með 14 stig. I leiknum á móti Grindvíking- um voru stigahæstir í Tinda- stólsliðinu Shawn Mayers með 20 stig, Kristinn Friðriksson gerði 14, Tony Pomonis 12, Ómar Sigmars- son 9, Svavar Birgisson 9 og Mik- hail Antropov 8. Nýjung í heilsueflingu fyrir konur í Skagafirði Líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri sem eru búnar að vera á leiðinni í líkams- rækt og aðhald lengi og eru tilbúnar að bretta upp ennar og taka á núna. A þessu námskeiði verður leitast við að vinna ineð hóptilfinningu sem veitir styrk við aðhald og minnkar líkur á að konur detti út úr ferl- inu eftir fyrstu tvo þrjá tímana. Flestir hafa reynslu af því að byrja af fullum krafti í átaki með sjálfan sig en missa móðinn á miðri leið. Það aðhald og sá styrkur sem fæst með því að vinna sam- an í hóp gerir leiðina að settu marki léttari og skemmtilegri. Námskeiðið sem nær yfir 8 vikna tíma- bil, með dagskrá 4 sinnum í viku, tekur á eftirfarandi þáttum: Reynt verður að efla jákvætt hugarfar með skemmtilegri fræðslu um hin ýmsu kvennamál. Unnið verður með þætti eins og streitu. sjálfsmat, sjálfs- styrk og sjálfsmynd, þættir sem oft há kon- um í hinu kröfuharða glansmyndaþjóðfé- lagi sem við lifum í. Stefnt verður að skýr- ari líkamsvitund með auknu aðhald í formi vigtunar og fitumælingar. Algengt er að konur hafi óraunhæfar hugmyndir urn eig- in líkama og þá hjálpa áðumefnd atriði oft til að fá raunsærri sjálfsmynd. Jórunn Sigurðardóttir, sem hefur stund- að nám í næringarfræðum í Danmörku undanfarin ár, kemur með nýjar og ferskar áherslur og leiðbeinir hópnum um matar- æði. Áhersla hefur verið lögð á að hafa hreyfinguna sem fjölbreyttasta og verður því boðið uppá dagskrá bæði úti og inni með mismunandi leiðbeinendum hverju sinni. Við undirbúning þessa námskeiðs var leitast við að samnýta ólíka þekkingu fag- fólks og aðstæðna sem eru í kringum okk- ur hér í Skagafirði. Þar ber að nefna að hluti námskeiðsins mun fara fram í Ólafshúsi þar sem Ólafur mun töfra fram léttar og hollar veitingar. Hólmfríður Jóhannsdóttir íþrótta- kennari og Sigurveig Þonnóðsdóttir sjúkra- þjálfi sjá um hreyfinguna inni. Rita Didrik- sen sjúkranuddari sér um gönguna úti. Síð- ast en ekki síst sér Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur um að hressa uppá sálartetrið. (fréttatilkynning) Auglýsing í Feyki ber árangur!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.