Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 7
33/2000 FEYKIR 7 Hver er maðurinn? Um margra ára skeið hefur myndaþáttur birst á síðum Feykis. Ótrúlega margir skoða myndirnar sér til ánægju og oftast þekkjast einhverjar myndir í hverjum þætti. Stór hluti af þeim ljósmyndum sem berast á Héraðsskjalasafn Skagfirðinga eiii óþekktar og tekur því við það verkefni að reyna að þekkja fólkið á myndunum, sem tekst oftast sem betur fer með aðstoð góðs fólks. Við þökkum þær ágætu viðtökur sem þátturinn hefur fengið og tökum aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þær myndir sem nú birtast gaf Pálmi Sigurðsson í Reykjavík safninu. Þau sem þekkja myndimar eru beðin að hafa samband við Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga. Sím- inn er 453 6640. Nr. 312. Nr. 313. Nr. 314. Nr. 315. Veðurklúbburínn á Dalbæ á Dalvík Bjartsýni með októberspána Hjá Veðurklúbbnum á Dal- bæ á Dalvík ríkir nokkur bjait- sýni í októberspánni, alla vega fyrstu tvær vikurnar, þó eru lík- ur á rigningu og jafnvel slyddu til tjalla þann 5. okt. á kvartela- skiptunum. „Svo gæti hann farið að breytast í kringum tunglfyllinguna 13. okt. en aðr- ir vilja meina að það verði ekki fyrr en í kringum 20. okt. Breytingin komi samt aldrei til með að verða stórkostleg, snjói kannski aðeins en hverfi strax aftur, mánuðurinn verði bjartur en svalur og heldur meiri úr- koma heldur en í september. Þó að hann kólni um miðjan mánuðinn þá erum við bjartsýn með síðustu daga október, jafn- vel að þá verði mjög hlýtt", segir í spá Dalbæinga fyrir októbermánuð. Eina konu í klúbbnum dreymdi að til sín kæmi maður að nafni Bjöm og sagði hann að mánuðurinn yrði fallegur, ljós og bjartur. Klúbbfélagar vona að þetta „ljósa" sé ekki snjór, en að dreyma nafnið Björn er fyrir hamingju og gæfu. „Októbertunglið kviknaði 27. september í vestri og tók hann því vel. Næsta tungl kviknar svo 27. okt. í austsuð- austri og undir öllum venjuleg- um kringumstæðum er það gott, þ.e.a.s. miðað við þær upplýsingar sem við höfum. Gömul trú er sú að ef veðrið á Mikaelsmessu 29. sept. er gott þá séu auknar líkur á góðu veðri fram að jólum. Veðrið þennan dag í ár var gott og nú er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir. A allraheilagra- messu 1. nóvember ættu menn að taka vel eftir veðrinu, ef það er gott þann dag þá boðar það góðan vetur, en ef veður hefur verið gott á undan og spillist þennan dag þá er ekki von á góðu í framhaldinu. Frostavet- urinn mikla var þetta svona, haustið gott en brast á hríðar- bylur á allraheilagamessu og allir hafa heyrt um framhaldið. Septemberspáin gekk nokk- uð vel eftir hjá Dalbæingum, allir höfðu nokkuð til síns máls um veðrið í síðasta mánuði. Þetta kom fram á „veðurfund- inum" á Dalbæ í gær. Smáauglýsingar Ymislegt! Til sölu Hyundai Loupe 1,6 árg. '97. Nýr á götu í sept. '97. Ekinn 44.000 km. Beinskiptur, álfelgur, topplúga. Hagstætt bfla- lán getur íylgt. Upplýsingar í síma 453 5774 eða 895 6562. Til sölu vetrardekk á felgum sem passa undir Subaru Justy. Upplýsingar í síma 868 7636. Til sölu ISDN sífni og tilbúnargardínur 1,35x2,35 hvor vængur, 4 stk. Upplýsingar í síma 453 7325. Til sölu Nissan Terrano, nýskráður 12.10. '98, disel, sjálfskiptur. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 453 5141 og Ámi í síma 453 6229 e.kl. 17. Til sölu Ford FT 100 nýskráður 16.1. '95, disel, vsk.- bfll. Tvöfalt hús - pallbfll. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 453 5141. Húsnæði! Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í sífna 453 5558. Athugið! Athugið! Athugið! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu 1 kg. á viku! FRÍ SÝNISHORN! Hringdu núna ísíma 552 4513 Eða skoðaðu: www.heilsuverslun.is AVIS Bflaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Villur í minningargrein Ekki tókst nógu vel til með samanburðar- og prófarkarlestur á minningargrein systkinanna Helgu og Ólafs Ögmundar- bama um Sigríði Ögmundsdóttur í Feyki fyrir skömmu. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum, og þar sem ekki var óskað eftir að lagfæringar yrðu gerðar, skal bent á að greinin birtist rétt í Morgunblaðinu laugardaginn 26. ágúst síðast- liðinn. Slökkviliðsmaður Bmnavarnir Skagafjarðar óska eftir að ráða í stöðu slökkviliðsmanns (100% starf). Starfið felst í vinnu vegna slökkvi- og sjúlcraflutningaþjónustu, auk ýmissa starfa sem þessu tvennu fylgir. Útkalls- og bakvaktarskylda er utan dagvinnutíma. Skilyrt er að viðkomandi hafi búsetu á Sauðárkróki. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sbr. reglugerð um réttindi, menntun og skyldur slökkviliðsmanna. í reglugerð kemur m.a. fram að: Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. (amk. 60 eininga nám) Hafa ökuréttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið. Laun samkvæmt kjarasamningi SFS og launanefndar sveitarfélaga. Um er ræða gefandi og krefjandi starf fyrir bæði kvenmenn og karlmenn. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður á slökkvistöðinni eða í síma 453 5425. Umsóknum skal skilað á slökkvistöð Sauðárkróks, Sæmundargötu, en þar fást einnig umsóknareyðublöð, ásamt úrdráttum úr reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. Umsóknarfrestur er til 12. október 2000. Einnig er óskað eftir mönnum í útkallslið slökkviliðsins á Sauðárkróki. Menn þurfa að hafa náð 20 ára aldri og helst að hafa meirapróf. Um er ræða starf fyrir bæði kvenmenn og karlmenn. Upplýsingar gefur undirritaður á slökkvistöðinni eða í síma 453 5425. Slökkviliðsstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.