Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 8
Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra 4. október 2000,33. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Olíutankurinn kominn upp á bflpall á fimmtudagskvöld en miklar tilfæringar voru við að sjósetja hann. Olíudreifíng á Sauðárkrókí Flutti olíutank á sjó til Krossaness Að undanförnu hefur verið unnið að því að hreinsa til á athafnasvæði Olíudreifingar við Eyrarveg á Sauðárkróki. Elstu tankamir og þeir sem ekki er lengur þöif fyrir hafa verið fjarlægðir, og gengið frá svæð- inu þannig að það uppfylli allar ströngustu kröfur. Á fimmtu- dagskvöld og föstudag stóð mikið til á svæðinu, en þá var einn tankanna sjósettur og dreginn með dráttarbát frá Dal- vík til Akureyrar, en þar verður hann staðsettur í Krossanes- höfninni í framtíðinni. Talsverðar tilfæringar þurfti við að sjósetja tankinn. Ekki þótti ráðlegt að hífa hann með tveimur krönum af bryggjunni ofan í höfnina á fimmtu- dagskvöld og varð gripið til þess að fleyta honum út af fjörunni innst í krikanum. Var því verki lokið undir hádegi á föstudag. Siglingin til Akur- eyrar mun hafa tekið rúman sólarhring í mjög góðu sjólagi. KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun íáratug! L X. ~\ Landsbanki íslands í forystu til framtíðar ' Utibúlð á Sauöérkróki - S: 453 5353 . Hjónin í Kcflavík hlutu landgræðsluverðlaunin Hafa grætt upp 50 hektara lands á 24 ára búskapartíð Hjónin Jóhann Már Jó- hannsson og Þórey Jónsdóttir bændur í Keflavík í Hegranesi voru meðal fimm aðila sem hlutu landgræðsluverðlaunin sem afhent voru í aðalstöðvum Landræðslu ríkisins í Gunnars- holti sl. laugardag. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðheira sem afhenti verðlaun- in, en markmiðið með þeim er að kynna og efla enn frekar það mikla sjálfboðaliðastarf sem unnið er við landgræðslu víðs- vegar um landið. Verðlaunin komu í hlut bænda á þrem jörðum að þessu sinni, auk Egils Jónssonar á Seljavöllum í Hornafirði og Toyjotaumboðsins hér á landi. Egill, sem fyrrverandi ráðu- nautur og alþingismaður, fyrir sinn mikla þátt í uppgræðslu víðáttumikilla sanda og mela í Austur - Skaftafellssýslu. Páll Samúelsson forstjóri P. Samú- elsson ehf. og Elín Jóhannes- dóttir kona hans fyrir að hafa lagt fjölmörgum „grænum" málefnum lið með fjárstuðningi og á ýmsan annan hátt. Jóhann Már Jóhannsson og Þórey S. Jónsdóttir bændur í Keflavík eru verðlaunuð fyrir stórfelldar landbætur á landrýrri leigujörð, og hefur þáttaka þeirra í verkefninu „bændur græða landið" skilað þeim miklum árangri. Þau Keflavík- urhjón hafa grætt upp tæpa 50 hektara mela á 24 ára búskap- artíð. Þá hlutu einnig verðlaun Landgræðslunnar Guðlaugur Jónsson og Sæbjörg Tyrfings- dóttir bændur á Voðmúlastöð- um í Austur-Landeyjum, fyrir að rækta upp hundruð hektara af söndum og melum á jörð sinni. Og Guðmundur Þor- steinsson og Gyða Bergþórs- Jóhann Már Jóhannsson og Þórey Jónsdóttir bændur í Keflavík. dóttir bændur í Efri-Hreppi í Borgarfirði fyrir að vera braut- ryðjendur í að nota áburð í litl- um skömmtum til að koma af stað náttúrulegum móagróðri í örfoka landi. Víðidalstunguréttin um næstu helgi Stóðréttir verða í Víði- dalstungurétt laugardaginn 7. okt. nk. og verður rekið til rétt- ar kl. 10. Víðidalstungurétt er að sönnu ein hrossflesta rétt landsins og margt fallegra hrossa sem koma af heiði. Að venju er stóðinu smalað daginn áður og er mjög vinsælt að taka þátt í þeim viðburði, segir í til- kynningu vegna stóðréttarinnai". Nokkrir ferðaþjónustuaðilar í Víðidal bjóða upp á ferð með þátttöku í smöluninni og er löngu upppantað hjá þeim. Að þessu sinni er fleira í boði sam- hliða réttarstörfunum en áður. Tjaldað verður við kaffiskúr- inn, þar sem þjónustuaðilar úr sveitinni verða ýmist með sölu- bása eða kynna starfsemi sína. Happdrættismiðar fylgja með keyptu kaffi þar sem fjöldi góðra vinninga eru í boði: m.a. folald, gisting hjá Ferðaþjónust- unni Dæli, stóðsmölun næsta haust með Ferðaþjónustunni á Kolugili, námskeið hjá Hesta- miðstöðinni á Gauksmýri o. fl. Um kvöldið verður svo haldinn stóðréttardansleikur í félagsheimilinu Víðihlíð þar sem hljómsveitin Papar leikur fyrir dansi. Upplýsingar um stóðréttirnar og allt þeim til- heyrandi veitir ferðamálafull- trúi Húnaþings vestra í síma 451 2454. TOYOTA - tákn um gæði ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓK^BTO BROTJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 T Kodak Pictures KODÁiœPBESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.