Feykir


Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Starfshópur um þjónustuíbúðir fvrir aldraða í Skagafirði Leggur til byggingu 24 íbúða fjölbýlishúss á rúmmu svæði Starfshópur um íbúðir fyrir aldraða sem unnið hefur í sam- vinnu við atvinnuþróunaifélagið Hring, mælir eindregið með stofnun félags um byggingu fjöl- býlishúss á Sauðárkróki með þjónustuíbúðum fyrireldri borg- ara. Félagið hafi ráðstöfunarrétt yfir íbúðunum og íbúar mundu kaupa sér búseturétt. Með tilliti til sýnilegrar mikillar fjölgunar eldri borgara í Skagafirði er talið nauðsynlegt að finna fjölbýlis- húsinu stað þar sem rúmt er um og möguleikar að bæta við húsum í framtíðinni. Mælt er með a.m.k. 24 íbúða húsi til að hagkvæmni stærðarinnar skili sér í lægri kostnaði við byggingu og rekstur. Þetta kom fram á fundi með eldri borgurum þar sem skýrsla vinnuhópsins var kynnt. Við vinnu sína og athuganir greindi starfshópurinn þrjú mikilvæg at- riði er vegi þyngst þegar stað- setning þjónustuíbúða er ákveð- in: Að stutt sé í alla þjónustu, að- gengismál séu í góðu horfí, þar á meðal að ekki sé halli við húsin sem skapi eifiðleika í vetrarfærð og í þriðja lagi stækkunarmögu- leikar nægir. Þrír staðir á Sauðárkróki hafa verið nefndir sem hentugar lóð- ir undir þjónustuíbúðir eldri borgara. Með tilliti til aðgengis og þjónustuþátta og eftir að hafa kynnt sér staðsetningu húsa og í- búða í Borgamesi og á Selfossi, er álit nefndarinnar að fjölbýlis- hús sem hér um ræðir sé best komið á sléttlendi, annað hvort á þeirri lóð sem úthlutað hefur ver- ið á Flæðunum eða á svæði sem skipulagt hefur verið undir fjöl- býlishús við Víðimýri, austan Abæjar. Mælt er með að gerður verði uppdráttur að hugsanlegu húsi þar og staðsetningu með svipuðum hætti og gert hefur verið á Flæðunum nú þegar. Þá telur vinnuhópurinn að nauðsynlegt sé að í húsinu verði sameiginlegt rými fyrir tóm- stundir og þjónustu, en þó megi kostnaður við það ekki koma inn í verð íbúðanna nema að litlu leyti, og því verði að fjármagna það með öðrum leiðum, s.s. í gegnum framkvæmdasjóð aldr- aðra og framlögum frá sveitarfé- lagi, einstaklingum eða frjálsum félögum. I lokagrein skýrslunnar segir að til að nauðsynlegur kraftur komi í málið verði sveitarstjóm að koma að því á einn eða annan hátt. Lagt er til að skipaður verði framkvæmdahópur er undirbúi byggingamar. Nauðsynlegt sé að allir hagsmunaaðilar í málinu eigi fulltrúa í hópnum og þar þurfí að vera fagleg þekking til að leggja mat á tækni- og fjár- málaþætti. Stefnt verði að því að verkið verði boðið út í vetur og framkvæmdir geti hafíst næsta vor. Góð útkoma á skemmtisiglingum um Skagafjörð á liðnu sumri Yfir 1200 farþegar í 42 ferðum Ómar Unason, sem hefur stundað skemmtisiglingar um Skagafjörð í sumar, telur að þetta fyrsta sumar hafí þegar sýnt að að mjög góður grundvöllur er fyrir þessari starfsemi. Frá miðj- um júlí hafa verið famar 42 ferð- ir og farþegafjöldinn í þessum ferðum er liðlega 1200 manns. Þá sér Ómar fram á að tíminn sem sótt er í þessar siglingar er Iengri en liann ætlaði. Þannig liggja fyrir pantanir í tvær ferðir í þessum mánuði. í vor var keypt til Skagafjarð- ar hraðskeytt skip til skemmti- siglinga sem tekur 62 farþega. Aðaleigendur skipsins em Ömar Unason og Sigurður Friðriksson á Bakkaflöt en um kaupin var stofnað hlutafélagið Eyjaskip. Siglingarnar um Skagafjörð í sumar vom aðallega í svokölluð- um „gullna þríhymingi”. Siglt var umhveríis Drangey og norð- ur fyrir Málmey og Þórðarhöfða. Ekki fer hjá því að mjög góð veðrátta í sumar hjálpaði til með góða nýtingu á stuttum útgerðar- tíma Straumeyjar. en það nafn fékk skemmtiferðaskipið. „Það liggur við að við höfum farið á sjó á hverjum degi. Félag- ið stendur ágætlega eftir þennan tíma en samt á eftir að vinna í hlutafjáimálunum. Veturinn verð- ur svo notaður til að vinna í markaðsmálunum og þetta lítur vel út”, segir Ómar Unason. Talsvert er um fólk leggi leið sína upp á nýja skíðasvæðið í Tindastóli til að komast í enn meira návígi við tjallið og virða fyrir sér þá aðstöðu til skíðaiðkunar sem þar er komin, þó snjólaust sé enn, enda fegurð fjallanna mikil og ný veröld opnast fyrir marga. En Sigurður Þorbjömsson frá Geita- skarði þekkti þó til uppi í Lambárbotnum, kom þar ungur drengur þegar hann átti heima á Heiði, en þess má geta að Þorbjöm Björnsson faðir hans, einn Veðramótssystkina var meðal stofnenda Tindastóls. Með Sigurði í för síðasta sunnudag og honum til sitthvorrar liandar, voru hjónin Ingibjörg Bjamadóttir og Ingvar Steingrímsson á Blöndu- ósi, kennd við Eyjólfsstaði í Vatnsdal. Slysadagur í Húnaþingi Sunnudagurinn síðasti var mikill slysadagur í Húnaþingi vestra. Þá urðu tvö alvarleg slys, rækjubáturinn Ingi- mundur gamli fórst og með honum skipstjórinn Friðrik Jón Friðriksson. Aðfaranótt sunnudag var ekið á miðaldra hjón við félagsheimilið Víði- hlíð, þar sem þau voru á gangi á þjóðveginum skammt frá. Þau vona flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík mikið slösuð. Tveim mönnum var bjarg- að af Ingimundi gamla en til aðstoðar kom bátur frá Hólntavík sem var á veiðum skammt frá. Friðrik heitinn var 64 ára, búsettur á Hvammstanga og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. —KTCH^ÍH eh$— SIWfMbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sínii 453 5519, fax 453 6019 Æ JLJLMlÆ. sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.