Feykir


Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 34/2000 Mikil stemmning í Víðidalstungurétt Mikil og góð stemmning var í Víðidalstungurétt sl. laugardag en þar voru um 800 hross rekin til réttar. Þorvarður Guðmunds- son ferðamálafulltrúi Húnaþings vestra treysti sérekki til að giska á um fjölda réttargesta, en telur að um þriðjungi fleiri hafi nú mætt í réttina en öllu jöfnu. Þorvarður þakkar góðu veðri aðsóknina, velheppnaðri kynn- ingu, sem hafi skilað sér, og orð- ið til þess að aðkomufólk var mun fleira en jafnan. Þá var þónokkur fjöldi sem tók þátt í smalamennskunni og gisti hjá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Víðidalstungurétt og Lauf- skálarétt hafa venjulega verið sama dag, en svo var ekki nú og er meiningin að þannig verði það á næstu árum. Væntanlega verður það fyrirkomulag til að lengja vertíðina hjá því fólki sem lifir og hrærir í félagsskapn- um við hross og menn og sækir stóðréttirnar stíft. Orðsending til kántrýunnanda Eins og flestum unnendum sveitatónlistar er kunnugt er rétt ár síðan sendingar hófust um Skagafjörð frá Útvarpi Kánrý- bæjar á Skagaströnd. Utsending- um þessum hefur verið mjög vel tekið og njóta sívaxandi vin- sælda. Sent er út á tíðninni FM 102,1. Víðast hvar í Skagafirði heyrast þessar útsendingar þokkalega, þrátt fyrir ýmsa byrj- unarörðugleika. Því miður reyndist ekki mögulegt að senda út í sterio sökum mikilla truflana og minnkandi sendistyrks, þannig að í dag eru þessar send- ingar í mono. Tekið er á móti merkjum frá sendi sem staðsett- ur er á Blönduósi, um móttöku- búnað á Hofsósi og þaðan er svo sent um Skagafjörð. Til greina kom að nota Ijósleiðara, en horf- ið var frá því sökum mikils kostnaðar, en slfk flutningsleið er truflanalaus og verður eflaust notuð í framtíðinni. Upphaflega var gert ráð fyr- ir að framkvæmd þessi kostaði um tvær milljónir og tóku undir- ritaðir, Björn Mikaelsson og Ómar Kjartansson, að sér að út- vega fé til verksins. Leitað var til stofnana, fyrirtækja og einstak- linga og gekk nokkuð greiðlega að útvega um helming fjárins. A eftirstöðvarnar hafa safnast vextir, þannig að enn vantar rúmlega eina milljón króna til að ná endum saman. Tekjur af þessu útvarpi eru hinsvegar sáralitlar og mætti benda fyrir- tækjum og stofnunum í Skaga- firði og víðar á að þetta er ákjós- anlegur miðill til að auglýsa vöru sína og þjónustu. Hlustun- arsvæðið er nánast allt Norður- land vestra og Strandir að auki. Um leið og undirritaðir þakkar þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem lögðu þessu lið, þá heitum við á Skagfirðinga að gera enn betur, þannig að sveita- tónlistin megi heyrast um Skagafjörð um ókomin ár, okk- ur öllum til ánægju og yndis- auka. Þar af leiðandi hefur ver- ið opnaður reikningur í Búnað- arbankanum á Sauðárkróki og er þeim sem vilja styrkja þetta framtak bent á þann reikning, nr. 101021. Með kántrýþökkum og kveðjum. Björn Mikaelsson. Ómar Kjartansson. 1 44 'hH w IPiai. ufl W L« m mM m émmw í hádegishléi ráðstefnunnar á Hólum var boðið upp á girnilegt veisluborð er hafði að geyma allar eldistegundur sem framleiddar eru hér á landi, og var það fjölbreytt flóra frá ýmsum matvælafyrirækjum í landinu, matreidd af meistarakokkum Hólaeldhússins. Mynd/Sigurður Bogi. Fiskeldið til umfjöllunar á Hólum „Fiskeldi á íslandi er í mikilli í sókn og á eftir að verða grein sem menn hafa trú á. Framleiðsl- an mun aukast og menn hafa ýmsar áætlanir áprjónunum. Þó er ljóst að fjárfestar bíða ekki í röðum. Þetta kom fram á ráð- stefnu í byrjun síðasta mánaðar sem Hólaskóli og fiskeldisfyrir- tækið Máki stóðu fyrir um um- framtíðarhorfur og fjárfestinga- möguleika í fiskeldi á íslandi Þar fjölluðu sérfræðingar um þróun og framtíðarmöguleika í fiskeldi og farið var í kynnisferð í fisk- eldisstöð Máka í Fljótum. I há- deginu var boðið upp á glæsilegt og gimilegt hlaðborð með öllum íslenskum eldistegundunum. Fyrsti frummælandi á fund- um var Vigfús Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Stofnfisks og for- maður Landssambands fiskeld- isstöðva og forseti Alþjóðasam- taka laxeldisframleiðenda. Vig- fús sagði framleiðslu í íslensku fiskeldi muni stórlega aukast á allra næstu árum og greinin sé að komast á beinu brautina að nýju, eftir skakkaföll á árunum í kringum 1990. Arsframleiðsla á laxi á Islandi er í dag í kringum fjögur þúsund tonn, en verður eftir fimm ár komin í 10.000 tonn. Árlega vex framleiðsla í greininni um 7% og í sumum löndum jafnvel enn hraðar. „Umræða í fjölmiðlum og við- horf gagnvart fískeldi hér á landi hafa gjörbreyst. til dæmis hvað varðar umhveifismál og annað slíkt. Við þurfum að opna grein- ina og það er líka æskilegt, því við höfum ekkert að fela. Lax- eldi og sjávarútvegur eru greinar sem eru að samtvinnast í æ rfk- ara mæli," sagði Vigfús Jó- hannsson ennfremur. Tæknin er byggir á endurnýt- ingarkefinu sem fiskeldisfyrir- tækið Máki hefur verið að þróa í kringum barraeldið og vel gæti nýst við eldi annarra tegunda, kom mikið við sögu á ráðstefn- unni. Við þessa vinnu og eldistil- raunir hefur fyrirtækið notið lið- sinnis sjóða Evrópusambands- ins, en EBS hefur styrkt þessi verkefni. Helmingur þessara EBS-verkefna sem Islendingar hafa unnið að eru í Skagafirði, í gegnum starf Máka og rann- sóknarstarf hefur einnig farið fram á Hólum. Orri Hlöðversson fram- kvæmdastjóri Hrings Atvinnu- þróunarfélags Skagafjarðar seg- ir frumkvöðla í íslensku atvinnu- lífi geta leitað í ýmsa sjóði Evr- ópusambandsins og flóra þeirra sé í raun ótriilega fjölbreytt. Orri leggur þó áherslu á að sjóðir Evrópusambandsins séu engin gullnáma og styrkveitingar úr þeim ströngum skilyrðum háðar. „Það hefur enginn orðið rfkur á því ennþá að fá styrki frá Evr- ópusambandinu og mikið þarf að hafa fyrir þessum peningum. I mínum huga er helsti ávinning- urinn sá að menn geta með svona verkefnum öðlast sam- bönd og samstarf erlendis sem getur gagnast þeim með ýmsum hætti, til dæmis ýmiss konar rannsóknaraðstoð og þekking. En menn skulu hins vegar ekki líta svo á að hægt sé að fá styrki frá ESB til þess að redda launum um næstu mánaðamóf', segir Orri. í hengs manns húsi „Þó íslenskir fiskeldismenn séu nú fullir bjartsýni og með ýmsar tölur og áætlanir, sem sýna að innistæða er fyrir slíku, þá hlýtur afstaða fjárfesta öllu að ráða um hvort uppbygging verð- ur í greininni á næstu árum. Segja má að til skamms tíma hafi það verið eins og að nefna snöru í hengds manns húsi þeg- ar leitað hefur verið eftir pening- um til þessarar atvinnugreinar, en nú er þetta að breytast." Snorri Pétursson hjá Nýsköpun- arsjóði atvinnulífsins segir að á árunum 1990 og fram til 1998, þegar hann starfaði hjá Iðnþró- unarsjóði, hafi fískeldi verið nánast bannorð, svo illa hafi menn verið brenndir eftir þau skakkaföll sem urðu í greininni undir lok níunda áratugsins. Snorri segir að á síðustu árum hafi viðhorfið gagnvart fiskeldinu breyst og menn séu nú aftur farnir að horfa til fisk- eldis sem greinar er eigi framtíð fyrir sér. Hann sagði það þó vera morgunljóst að fjárfestar biðu ekki í röðum eftir því að geta lagt peninga sína í fiskeldi. At- vinnugreinin væri langtíma- dæmi í eðli sínu og arðurinn kæmi seint. í dag væru flestir "stærri fjárfestar, eins og til dæm- is lífeyrissjóðir, að leita eftir verkefnum sem skiluðu ein- hverju í aðra hönd að tveimur til þremur árum liðnum. Þegar meira jafnvægi kæmist á íslenskt efnahagslíf færu menn e. t. v. að marka stefnu í fjárfestingum til enn lengri tíma og þá yrðu vænt- anlega bjartari tímar framundan í fiskeldi, segir Snorri. PEYKI JJ^ Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Amason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.