Feykir


Feykir - 11.10.2000, Qupperneq 3

Feykir - 11.10.2000, Qupperneq 3
34/2000 FEYKIR 3 98 kg Haribo Guldbanser „Hvað heldurðu að taki því nú fyrir þig að vera að taka mynd af þessum gömlu skötubörðum“, sagði Brynhildur Jónasdóttir þar sem hún sat undir húsvegg á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki á dögunum ásamt Agústu systir sinni. TILBOD fimmtudag og föstudag Nýr lax i sneiðum lcr. „Þetta varð að áhugamáli okkar og áráttu“ segja Jóhann Már og Þórey í Keflavík sem hafa tekið virkan þátt í verkefninu „Bændur græða landið“ „Við byrjuðum búskap hér 1976 og fljótlega fónjm við að fara með moð og afgangshey á mela og þar sem sem rof hafði myndast, í þeirri viðleitni að bæta landið. Við nýttum líka þann húsdýraáburð sem til félf, blönduðum meira að segja eld- hússorpi í hesthúshauginn. Við sáum, eins og margir bændur sem huga að landbótum, hvaða áiangur þetta bar. Þetta varð að áhugamáli hjá okkur og áráttu, og færðist mjög í aukana um 1990 þegar verkefnið „bændur græða landið” byrjaði og við urðum þátttakendur í þvf’, segja þau Jóhann Már og Þórey í Keflavík, en eins og fram kom í síðasta blaði Feyk- is voru þau meðal fimm aðila sem hlutu landgræðsluverð- launin sem nýlega vom afhent, en þau Keflavíkurhjón hafa grætt upp tæplega 50 hektara lands á þeim 24 ámm sem þau hafa búið í Keflavík. í heimsókn blaðamanns Feykis á dögunum kom fram í spjalli við þau Jóhann Már og Þóreyju í Keflavík að þeirra beið mikið verk er þau hófu búskap þar á sínum tíma, en þá hafði ekki verið búið á jörðinni í nokkurn tíma, byggingar all- ar í afarlélegu ásigkomulagi og girðingar og annað er að bú- skapnum laut. „Þegar við kom- um hingað þá var fyrsta hugs- unin sú hvað í ósköpunum við væmm nú búin að koma okkur í og það var mjög einkennilegt að horfa á öll þau óunnu verk- efni sem biðu okkar og spum- ingin á hverju ætti að byrja. Við vorum algjörlega stödd á byrjunaiTeit”, sagði Þórey. Og það verður ekki annað sagt en þau Keflavíkurhjón hafi tekið til hendinni og þar sem áður vom snauðir melar er nú komið þokkalegasta beiti- land, sem Jóhann segir reyndar að verði að hafa auga með, þar sem ennþá sé víða um við- kvæman gróður að ræða, eins og reyndar alls staðar þar sem rakinn í jarðveginum er að skomum skammti. Og nú má segja að búið sé að græða upp það land sem næst er í Kefla- víkurlandinu, og einungis eftir það sem erfitt er að nálgast á tækjum, s..s meðfram hamra- beltinu milli Tröllaskarðsins og gamla bæjarins í Keflavík. Verkefnið í óvissu Virkir þátttakendur í verk- efninu „Bændur græða landið“ eru um 500 talsins og um 60% þeirra em sauðfjárbændur eins og hjónin í Keflavík. Verkefnið fór rólega af stað, en mikill kippur kom í það þegar forsvarsmenn áburðarverk- smiðjunnar tóku sig til og gáfu sólarhringsframleiðslu til verk- efnisins. Þau Jóhann og Þórey gerðu samning sem byggir á því að áburðardreifingin á upp- græðslusvæðin em um 4 tonn af tilbúnum áburði árlega. 1 gegnum verkefnið fá bændur síðan endurgreitt um 19 þús- und krónur á hvert tonn þegar dreifingu er lokið og er það greiðsla fyrir vinnuframlag þeirra. Verkefnið er að mestu fjár- magnað af rekstrarfé Land- græðslunnar. Nokkur sveitarfé- lög hafa styrkt verkefnið, en um fjórðungur, eða átta millj- ónir króna hefur komið af um- hverfislið búvömsamnings Jóhann Már og Þórey í Keflavík. Beitarhólfið í baksýn er eitt af þeim svæðum seni þau hafa hlúð að í verkefninu „bændur græða landið“. sauðfjárbænda, sem gildir til áramóta. Jóhann Már í Kefla- vík segir að það hafi komið mönnum á ávart að í nýjum búvörusamningi sé ekkert að finna um þetta í umhveifislið samningsins. „Þetta stefnir náttúrlega framtíð verkefnisins í hættu og ég held að þeir hjá Land- græðslunni séu að kanna þessi mál. Það kemur okkur bænd- um líka spánskt fyrir sjónir að í nýjum búvömsamningi er gert ráð fýrir aukinni gæðastýr- ingu í framleiðslunni og það er náttúrlega einn liðurinn í þeini stýringu að landnýting og um- gengni við móður náttúm verði eins góð og frekast er kostur”, segir Jóhann Már Jóhannsson í Keflavík.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.