Feykir


Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 34/2000 „Hér er miklu rólegra og fjölskylduvænna umhverfi en í höfuðborginni" Knattspyrnukonan og þjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir er flutt heim á Krókinn Við ætluðum að flytja út og búa þar í nokkur ár, maðurinn minn var á leið í nám, en þá kom þessi litla stúlka í magann, og áætlunin breyttist, þannig að við ákváðum að flytja á Krókinn. Það er notalegt að vera nálægt mömmu og pabba og fjölskyldunni. Við verðum hér í rólegheitum með tvö lítil böm, enda er ekki hægt að segja annað en hér sé miklu fjölskylduvænna umhverfi en í höfuðborginni", segir hin kunna íþróttakona Vanda Sigurgeirsdóttir, sem hefur snúið heim á Krókinn að nýju eftir einstæðan og frækinn knattspymu- og þjálfara- feril. Líf Vöndu hefur tekið miklum breytingum núna síðustu miss- erin, en ekki eru mörg ár síðan hún var á fullu í boltanum og síðasta sumarið sem hún var við þjálfun var reyndar fyrrasumar, '99, en þá gerði hún KR-inga að íslandsmeisturum. Þá var Vanda reyndar byrj- uð í bameignum, hún og maður hennar Jakob Frímann Þorsteinsson, starfsmaður atvinnuþróunarfélagsins Hrings í Skagfirði, eignuðust soninn Þorstein Muna í nóvember '98 og nú í júlímánuði bættist síð- an við dóttirin Þórdís Dóra. „Inná með Vöndu" var einhvern tíma kallað þegar meistaraflokkur karla hjá Tindastóli var að leika í úrslitakeppni Is- landsmóts í knattspymu, enda var Vanda þá búin að leika með fimmta, fjórða og þriðja flokki drengja í Tindastóli. Vanda fékk snemma mikinn áhuga á knatt- spymu, en á þeirri tíð voru stelpur al- mennt ekki að leika sér í fótbolta, þannig að Vanda þurfti að vera með strákunum. Þeim fannst það reyndar ekkert tiltöku- mál, enda gaf hún þeim ekkert eftir. Það var síðan eftir að Vanda fór til náms í MA að hún byrjaði að spila með kvennaliði, þá 17 ára gömul. Það var lið KA sem þá lék í annarri deild. „Við komumst í úrslit, en náðum ekki að vinna okkur upp um deild, þannig að ég ákvað að slá til að fara að spila með Akurnesingum í 1. deild, en þeir voru þá að byggja upp öflugt lið og gullaldartímabil framundan. Þama var ég farin að setja stefnuna á að komast í landsliðið. Þetta var sumarið '83 og þetta sumar komumst við í úrslit í Bik- arkeppninni, en náðum ekki að vinna lengi vel meðan ég var á Skaganum, en við vorum lfka í úrslitum '84, '85, '87 og '89 og náðum þá loks að vinna „bik- arinn". En Islandsmeistarar urðum við árið eftir að ég kom á Skagann, '84 og síðan '85 og '87." Söfnuðu fyrir göllunum Vanda segir að það hafi verið mjög skemmtilegt að vera á Akranesi í þeim mikla áhuga sem þar er í bænum fyrir fótboltanum. - En fengu stelpurnar eins mikla athygli og karlaliðið? „Það var fylgst vel með okkur í bæn- um þegar okkur gekk þetta vel, en það var ekkert umstang í kringum okkur eins og strákana og reyndar var þetta lfka gullöld hjá þeim á þessum tíma, gekk rosalega vel. Við þurftum t..d eitt vorið man ég að safna okkur fyrir utan- yfirgöllum. Það gerðum við með því að skiptast á að rekja bolta frá Reykjavík og upp á Skaga og söfnuðum áheitum. Það var nú lfka frægt þegar bæði kvenna- og karlaliðið var að fara að keppa á sama tíma og við fórum í sömu rútunni út á flugvöll. Þar voru þeir leiddir inn í veislusal þar sem þeirra Vanda Sigurgeirsdóttir með yngsta fjölskyldumeðliminn, Þórdísi Dóru sem fæddist í júlímánuði. Epson-deildin í körfubolta Tindastóll - Valur fimmtudagskvöld kl. 20 Tindastóll - ÍR sunnudagskvöld kl. 20 Komið og hvetjið Tindastól til sigurs! biðu kræsingar, en við gátum bara „keypt okkur karamellur á sjoppunni."" Haustið '87 lá leið Vöndu til Gauta- borgar í Svíðþjóð og þar dvaldi hún við nám fram á mitt sumar '89. Námið var undirbúningur fyrir leiðbeinendur í tómstundastörfum og ytra lék Vanda með fyrstudeildarliðinu GAIS. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og þama lék ég með og á móti mörgum af bestum knattspymukonum Svíþjóð- ar. Eg gerði þama líka hlut sem átti eft- ir að gagnast mér vel, ég skrifaði niður allar æfingamar hjá þessu félagi. Þegar ég kom heim, um mitt sumar, kláraði ég tímabilið með Skagamönn- um, en þar sem ég réðst til starfa í fé- lagsmiðstöðinni Árseli flutti ég mig um set í höfuðborgina og byrjaði þá að æfa og leika með Breiðabliki. Þá var í upp- siglingu mikið sigurtímabil hjá því fé- lagi, sem hafði reyndar fallið niður um deild þama skömmu áður. Við urðum íslandsmeistarar '90, '91 og '92. Svo tók ég við þjálfun liðsins fyrir tímabil- ið '94 og þá urðum við íslandsmeistar- ar þrjú ár í röð. Eftir tímabilið '96 bauðst mér svo það ögrandi verkefni að taka við þjálfun kvennalandsliðsins og ákvað þá að leggja skóna á hilluna og hætta að spila. Eg var svo með landslið- ið '97 og '98 og tók þá við þjálfun KR- liðsins." Betra „rekord" en Gaui - En má ekki búast við að hér verði sóst eftir kröftum þínum, bæði hvað varðar þjálfunina og vinnu með ung- lingum í félagsmiðstöðvum? „Jú það kæmi mér á óvart ef svo yrði ekki, en ég er náttúrlega í fæðingarorlofi núna og verð það á næstunni." - En menn voru nú að nefna það í sumar þegar hvorki gekk né rak hjá karlaliði Tindastóls í fyrstu deildinni, hvort að væri ekki rétt að fá þig sem næsta þjálfara liðsins? „Já en þó að menn séu kannski að tala svona að fá konu til að þjálfa meist- araflokk karla, þá er ég ansi hrædd um að þeir þori því ekki þegar á hólminn er komið. Þetta er eitt af þeim störfum í þjóðfélaginu þar sem kona hefur aldrei fengið tækifæri. Ég veit reyndar til þess að kona hefur þjálfað karlalið bæði í Noregi og á ítalíu með ágætis árangri. Og héma á enginn þjálfari eins gott „rekord" og ég, fjögur ár sem þjálfari félagsliðs, og öll árin íslandsmeistari. Ekki einu sinni Gaui Þórðar getur stát- að að því að hafa aldrei bmgðist að skila íslandsmeistaratitli. Vissulega væri það mjög ögrandi verkefni að takast á við þjálfun meistaraflokks karla og það er það eina sem ég á eftir að prófa í þjálfuninni. Og mér fínnst það í raun- inni lélegt að ég er ekki metin af hæfi- leikum mínum og kunnáttu, heldur út frá kynferði. Ég er sannfærð um að ég kann alveg eins mikið í þjálfun og karl- amir. Ég hef sótt alveg sömu námskeið og þeir, og er ábyggilega alveg jafn greind og þeir. En þó mér þyki gaman að þjálfa stelpurnar, þá fyndist mér það stórkostlegt tækifæri, t.d hjá félögum í neðri deildum að ráða kvennmann sem þjálfara karlaliðsins. Fyrir utan það að það yrði mjög góð auglýsing fyrir við- komandi félag", segir Vanda Sigurgeirs- dóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.