Feykir


Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 11.10.2000, Blaðsíða 5
34/2000 FEYKIR 5 Réttarferðin meiri tímamótaviðburður í lifi minu en sjálf fermingin Þessi dásamlegi dagur leið nú að kvöldi og brátt var haldið heinrleiðis. Þegar fé er rekið úr Stafnsrétt til Skagafjarðar, er um tvær leiðir að velja. Önnur er austur um Kiðaskarð en hin út Svartárdal, upp hjá Hvammi og síðan norður fjallið og norður í Valadal. Sjálfgefið er fyrir Lýtinga að velja Kiðaskarðið. Beinna liggur hinsvegar við fyrir Seylhreppinga og okkur frá Eyhildarholti að reka norð- ur fjall. Það gerum við líka. Allmargt fé var enn ódregið í rétt- inni er við fórum en nokkrir menn urðu eftir til að hirða það. Féð var heimfúst og rakst vel út Svartárdal- inn, enda rekstrarmennirnir margir. Sveigt var út af veginum hjá Hvammi og féð rekið þar upp á fjall- ið, sem kallað er, en er raunar frem- ur heiði en fjall. Er það mun auðveld- ari leið en upp Stafnsbrekkurnar, sem eru bæði hæm og miklu brattari. Myrkur var nú skollið á og við bættist ærin ófærð, því töluvert hafði snjóað á fjallinu. Hægviðri var og með nóttunni gerði allskarpt frost. Það gerði mér ekkert því föt mín voru nú þurr orðin og auk þess gat eg gengið mér til hita, fyndist mér þess þörf. Gerðist féð nú latrækt í ófærð- inni, enda þreytt orðið eftir langar göngur og réttarrag. Máttu menn hafa sig alla við til að gæta þess að ekkert týndist úr hjörðinni og kom sér því vel, að rekstrarmennirnir voru marg- ir. Ein og ein kind gafst jafnvel upp og var þá tekin á hnakknefið. Man eg að pabbi reiddi veturgamla gimdur sem hann átti, akfeita og níðþunga. Hún hét Heillin og átti eftir að verða afbragðs ær. En Þyrill gamli kafaði ófærðina með tvöfalda byrði á bak- inu, bruddi beislismélin og þótti ferð- in sækjast seint. Út í Valadal var komið síðla næt- ur. Lengra var ekki farið með féð að sinni, en það rekið í girðinguna og skyldi svo dregið sundur að morgni. Var það áreiðanlega hvíldinni fegið. Rekstrarmennirnir riðu nú hver heim til sín nema við pabbi, enda áttu þeir mun styttra að fara. Þau Vala- dalshjón, Jón Árnason og Dýrborg Daníelsdóttir, voru á fótum þótt álið- ið væri nætur. Synir þeirra tveir, mig minnir að það væru þeir Kári og Gissur, voru meðal rekstrarmanna og auk þess var pabbi vanur að gista í Valadal á leið úr Stafnsrétt. Kaffiilm- inn lagði um húsið. Þess mun óspart hafa verið neytt og mig grunar raun- Góð þátttaka í sundmóti Tindastóls og Kiwanis Nítjánda sundmót Kiwanis- klúbbsins Drangeyjar og U.M.F. Tindastóls var haldið í sundlaug Sauðárkróks, fimmtudaginn 5. október. Alls mættu 37 keppendur til leiks í kulda og trekki. Keppt var um Kiwanisbikarinn í þremur aldurshópum stráka og stelpna. Hlutskörpust í hópi stúlkna var Margrét Guðmundsdóttir. í flokki telpna Rannveig Einarsdóttir, í flokki meyja Heiða Björk Jóhannsdóttir og í flokki sveina Ingvi Aron Þor- kelsson. Þetta sundfólk vann glæsi- lega bikara til eignar sem Kiwani- sklúbburinn gaf til keppninnar. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska er í sundíþróttinni og keppendur frá Tindastóli hvarvetna til sóma. ÞÞ. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaljörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Hér birtist fjórði og síðasti hluti skenimtilegra bernskuminninga Magnúsar frá Frostastöðum af ferð í Mælifellsrétt og Stafnsrétt. ar að þeir pabbi og Jón hafi setið á skrafi yfír kaffibollanum og ef til vill einhverri brjóstbirtu nóttina út. Eg hafði hinsvegar hallað mér upp í rúm þar sem búið hafði verið um mig og leið þar inn í svefninn með tónlist lið- ins dags í eyrunum, jarm fjársins og söng kóranna í einum óaðgreinanleg- unt hljómi, hljómi Stafnsréttar. Morguninn eftir komu svo Seyl- hreppingarnir. Féð var rekið í rétt, dregið í sundur og hver rak sinn hóp síðasta áfangann heim. Veðrið var hið blíðasta, logn, sólskin og sterkjuhiti. I rauninni alltof heitt fyrir féð. En við gátum leyft okkur að fara hægt og þó náð að koma fénu út í Borgareyna fyrir myrkur. Eg átti eftir að fara margar ferðir í Stafnsrétt eftir þetta. Allar voru þær skemmtilegar þótt fyrir kænti að þeim fylgdi nokkur vosbúð. En eng- in þeirra stendur mér þó eins ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum og þessi frumraun. Mér fannst, þegar frá leið, að hún væri mun meiri tímamótavið- burður í lífi mínu en sjálf fermingin og vil eg þó engan veginn gera lítið úr þeirri athöfn. Magnús H. Gíslason. VETRARÁÆTLUN ÍSLANDSFLUES 2. 10. 2000 - 24. 3. 2001 Brottför SAK Mœting Mánud. - Föstud. 09:30 09:00 18:20 17:50 Laugardaga 10:20 09:50 Sunnudaga 18:20 17:50 ÍSLANDSFLUG flýgur 12 ferðir í viku til Sauðárkróks Stöndum vörð um góðar samgöngur til Skagafjarðar. Nýtum okkur flugið ^'ÍSLANDSFLUB Sími 453 6888 • Fax: 453 6889 Netfang: sak@islandsflug.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.