Feykir


Feykir - 11.10.2000, Side 7

Feykir - 11.10.2000, Side 7
34/2000 FEYKIR 7 Undir borginni Maður heyrir í hjartanu kall kynslóðanna á hverjum bæ Frá Sævarlandsvík. Skaginn í vetrarbúningi. Það er margt sem ber fyrir augu þegar skotist er í ferðir þó ekki sé farið langt. Ein ferð, far- in í frábæru veðri fyrir Skagann getur gefið manni mikla á- nægju. Þó að fækkað hafi fólki í Skagabyggðum er mann- lífsandinn þar enn rismikill og vonandi verður svo sem lengst. I sumar fór ég fyrir Skagann, enda vil ég helst geta farið slíka ferð að lágmarki einu sinni á ári. Dóttir mín var með í för. Við komum við í Selvík og ég sat uppi á bakkanum þar og sá fyrir mér skipaher Kolbeins unga á víkinni meðan dóttir mín fór niður í íjömna og skrif- aði ljóð í sandinn. Hugurinn sveimaði víða á þessari Selvík- urstund. Hugsað vartil karlsins í Selnesi sem sat þarna ör- skammt frá fyrir ekki svo löngu og rýndi í sín seiðhjalla- fræði. Einnig var hugsað til hins eineygða Bergskálaskálds Gunnars Einarssonar og lífsbar- áttu hans. Þegar ekið var fram- hjá hinu hrörlega húsi sem forð- um hýsti hann og fjölskyldu hans komu í hugann hendingar með breyttum formerkjum: “Drjúpir Bergskáli, dáinn er Gunnar. Hann í mergmáli meitlaði kunnar stökur sem lifa og standa í minni. Margt var til þrifa þá héma inni!” En þó margt merkið sé niður fallið. hafa aðrir sett upp nýja gunnfána og vonandi verður sú aðstaða sem Skagabændur hafa byggt upp í Selvík mörgum til lífsbjargar og lifandi hagræðis á komandi ámm. Það er hægt að gera út frá Selvík án þess að ætla að fara báli og brandi um Vestfirði. Það er að minnsta kosti sá munurinn á Kolbeini unga og Bjama á Hvalnesi, að sá síðamefndi er ólíkt friðsam- ari, þó skagfirskt sé blóðið í báðum. Ég kom í ferð þessari að Hvammi og þótti mér þar auðn- arlegt um að litast. Þar var einn forfaðir minn prestur og marg- ir hafa setið þá torfu, þó einn og einn hafi kannski flosnað upp og jafnvel flúið til Vesturheims. Ekki hefði ég á móti því að vita alla sögu Hvamms frá upphafi og þá Atlastaða með. En ekki er sá fróðleikur á lausu þó hann sé vafalaust fyrir hendi á allífs- filmunni. Ég gekk um kirkjugarðinn og ekki vom hin merktu leiði mörg. Það ríkti þama friður og kyrrð og liðinna alda amstur og annríki var allt komið í jörð með þeim sem að því stóðu á sínum tíma. í hugann flaug lítið vísukom: Fyrr hér mátti andann ema eygja kjamamanns. En ekki sé ég Amór héma eða skeggið hans ! Ein ferð fyrir Skagann! Svo margt að sjá og skynja! Maður heyrir í hjartanu kall kynslóð- anna á hverjum bæ og blærinn syngur söguríkur um famar slóðir. Enginn rauðkinnungur liggur nú á dögunt í bæli við Ketubjörg og skapar mann- hættu. En skemmtiferðamenn nútímans ganga fram á björgin og dást að fegurð lands og sjáv- ar. Mikill höfundur hefur smíð- að það sköpunarverk sem við augum blasir þar sem víðar og kannski fínnst einn og einn í ferðamannahópunum sem þakkar í hljóði fyrir sig. Ég gerði það að minnsta kosti af heilum huga. Ein ferð fyrir Skagann - það erekki lítið! Rúnar Krist jánsson. Smáauglýsingar Ymislegt! Til sölu tjögur notuð vetrar- dekk á felgum, stærð 185/70 13”. Passa m.a. undir Toyota touring 4 WD . Upplýsingar í síma 453 5245 eða 862 6471. Dráttarvél! Til sölu Styr 970 árgerð ‘96 með tækjum, mjög góð vél. Upplýsingar gefur Jón í síma 453 8258 í hádeginu eða á kvöldin. Oska eftir sófa eða sófaborði, skrifborði, sjónvarpi, önrmustól og eldhúsinnréttingu, geins eða fyrir lftinn pening. A sama stað er til sölu hvítt bamarúm fyir 6-8 ára, sem hægt er að breya. Upplýsingar í síma 869 6251 (Sigrún).. Húsnæði! Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. AVIS Bflaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Athugið! Athugið! Athugið! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu I kg. á viku! FRÍ SÝNISHORN! Hringdu núna ísíma 552 4513 Eða skoðaðu: www.heilsuverslun.is Heilbrigðisfulltrúi HEILBRIGÐISEFTIRLIT Norðurlands vestra Hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra er laus til umsóknar tímabundin staða heilbrigðisfulltrúa. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá miðjum nóvember n.k. Menntunarkröfur: Sbr. reglugerð um menntun réttindi og skvidur heilbrigðisfull- trúa, nr. 294/1995. Háskólapróf í heilbrigðis- og umliverfiseítirliti eða skyldum greinum og/eða starfsreynslu eða önnur sambærileg menntun (t.d.. líffræði, matvælafræði eða dýralæknir). Aðsetur Heilbrigðiseftirlitsins er að Aðalgötu 2 Sauðárkróki en til greina kernur að ráða starfsmann sem hefur aðsetur :innars staðar á Norðurlandi vestra. Upplýsingar veitir Sigurjón Þórðarson, ftkvstj. Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, í síma 453 5400 og 893 0919. Skriflegum umsóknum skal skilað fyrir 1. nóvember 2000. ■ij Heilbngðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í október og nóvember: Tímabil Læknir Sérgrein 9/10-13/10 Sigurður Albertsson skurðlæknir 16/10-20/10 Arnbjörn Arnbjörnsson bæklunarlæknir 23/10-27/10 Hrafnkell Óskarsson skurðlæknir 30/10-3/11 Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 6/11-10/11 Vilhjálmur Andrésson kvensjúkdómalæknir 13/11-17/11 Ólafur R. Ingimarsson skurðlæknir 20/11-24/11 Arnbjörn Arnbjörnsson bæklunarlæknir 27/11 -1/12 Haraldur Hauksson skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.