Feykir


Feykir - 11.10.2000, Qupperneq 8

Feykir - 11.10.2000, Qupperneq 8
11. október 2000, 34. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Á nýja skíðasvæðinu í Tindastóli hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir nú síðsuinars og félagar í skíðadeildinni unnið bakið brotnu. Verið er að reisa 200 fermetra skenimu, fyrir tæki og búnað á svæðinu. Byggingunni miðar vel og er reik- nað með að húsinu verði lokað fyrir veðri og vindum á næstu dögum. Innfjarðarmiðin á Skagafirði og Húnaflóa Ekki útlit fyrir rækjuveiðar í vetur „Það bendir maigt til þess að engin innfjarðarræka verði í vet- ur, en það kemur betur í ljós þegar miðin verða könnuð aftur eftir áramótin”, segir Ágúst Guðmundsson framkvæmda- stjóri rækjuvinnslunnar Dögun- ar, en rækjumiðin á Skagafirði, Húnaflóa og norðausturlandi komu mjög illa út í haustskoðun Hafrannsóknarstofúnar, sökum mikillar fiskgengdar á gmnnslóð. Þetta kom mönnum svo sem ekki á óvart þar sem mikill fisk- ur hefur verið inni á Skagafirði þetta árið, og rækjan hefur ver- ið að minnka á firðinum síðustu misserin, sem og á Húnaflóan- um og þar verður heldur ekki leyfð nein veiði fram að áramót- um frekar en alla síðustu vertíð. „Það er ljóst að við komum til með að vera án mjög góðs hráefnis í vetur, sem innfjarðar- rækjan er, en sem betur fer hefur veiðin verið að vaxa heldur á út- hafinu. Þannig að við höldum óbreyttum rekstri, treystum á veiði okkar skips Rastarinnar, sem verður gerð út sem aldrei fyrr, og einnig fáum við rækju frá togurum sem við eigum hlut í á Flæmska hattinum og af mörkuðunum eins og gengur”, segir Ágúst Guðmundsson. Og það er ekki aðeins í vinnslunni sem Dögun heldur sínu striki. Nú standa yfir fram- kvæmdir við stækkun verk- smiðjunnar. Stækkunin nemur um 350 fennetrum og verður hún komin í gagnið væntanlega í lok vetrar, en þar verður rými fyrirfrekari vélakostog pökkun. Fjórir bátar hafa stundað rækjuveiðamar í Skagafirði und- anfaiin ár og er útlit fyrir að eitt- hvað uppihald verði hjá þeim á- höfnum vegna hruns rækju- stofnsins, þar sem ekki tekur þá nema hluta úr árinu að veiða bolfiskkvótann. — KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtíðar Utibúiö á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Uppskeruhátíð „Fegurra sveita“ haldin í Víðidalnum Húnaþing vestra lætur til sín taka í umhverfismálum Uppskeruhátíð í verkefninu fegurri sveitir fór fram í Víði- dal í Húnaþingi vestra sl. föstu- dag. Hún hófst með skoðunar- ferð að Kolugljúfri og í Borg- arvirki um hádegisbilið og síð- an var samkoma í félagsheim- ilinu Víðihlíð þar sem ávöip voru flutt og landbúnaðarráð- herra Guðni Ágústsson afhenti viðurkenningar til þátttakenda í verkefninu „fegurrri sveitir” en það er á vegum landbúnað- arráðuneytisins. Um fimmtíu aðilar voru samankomnir í Víðidalnum á föstudag, en um 108 félög, ein- staklingar og sveitarfélög em aðilar að verkefninu. Að mati Skúla Guðbjömssonar um- hverfisfulltnia í Húnaþingi vestra var uppskemhátíðin vel- heppnuð og skoðunaiferðin mjög skemmtileg og góð stemmning, enda veðrið gott og m.a. var harmonikkuleikur og söngur sem glumdu í Borg- arvirkinu. Þátttaka Húnaþings vestra í verkefninu „feguiri sveitir” beinist að því að safna saman öllu brotajámi í sveitarfélaginu og er það langt komið. Því er safnað saman við malarnámu ofan við Hvammstanga og verður væntanlega pressað og flutt burtu nú í byrjun vetrar. Skúli segir að eins og víða um sveitir hati verið að finna bfiakirkjugarða og annað jámadrasl, „á bak við hóla” eins og hann orðaði það. Fyrir nokkm fór hann um héraðið og tók þá saman hversu mikið magn væri til að brotajámi og hvað það væri að finna. Þetta reyndist um 120 tonn og fjár- munir til að standa undir kostn- aði við söfnun og förgun brota- málmsins, fengust af umhveif- islið búvömsamningsins. En umhverfisnefnd Húna- þings vestra er einnig að vinna að flokkun sorps og þessa dag- ana er einnig að byrja móttaka á pappfr. I vor byrjuðu 18 fjöl- skyldur í verkefni tengdu flokkun sorps. Sveitaifélagið lét fólkinu í té svokallaðar jarð- gerðartunnur, en í þeim um- Skúli Guðbjörnsson um- hverfisfullltrúi Húnaþings vestra. breytist sorp í gróðurmold. Þetta verkefni gekk mjög vel og nú í haust var ákveðið að fjölga fjölskyldum í þessu verkefni og voru keyptar 20 jarðgerðartunnur til viðbótar og hefur Skúli Guðbjömsson umhverfisfulltrúi Húnaþings vestra einmitt verið að koma þeim til viðtakenda nú síðustu dagana. Óhappahrina og dráttarvélaslys Mikið var um óhöpp í um- dæmi lögreglunnar á Sauðár- króki sl. fimmtudagskvöld, þar sem m.a. ung stúlka slasaðist nokkuð á andliti þegai' bíll henn- ar lenti utan vegar á Siglufjarð- arvegi skammt frá bænum Djúpadal, og þurfti að flytja hana á sjúkrahús á Akureyri. Á sunnudag var síðan dráttarvél ekið út af háuni vegkanti við Skarðarétt í Gönguskörðum. Ungur maður sem ók dráttarvél- inni lenti undir henni en vegfar- endur komu fljótt að og náðu. að aðstoða hann við að komast undan vélinni. Reyndist hann óbrotinn en nokkuð marinn. Dráttarvélin er hinsvegar mjög mikið skemmd. Ohappahrinan á fimmtu- dagskvöld byrjaði kl. 20,30 þeg- ar ekið var á nautgrip við bæinn Geitagerði. Gripurinn hljóp út í niyrkrið, en ekki urðu slys á fólki í óhappinu. Klukkan 22 átti sér síðan stað óhappið við Djúpadalsafleggjarann. Stúlkan, sem er 17 ára, ók bílnum og tókst henni að komast með einkabíl á heilsugæslustöðina á Sauðárkróki. Hún var send með sjúkrabíl til Akureyrar en hann komst ekki lengra en að Reyni- stað, þar sem á vegi hans varð nautgripur og drapst sá við á- reksturinn. Þetta mun samt ekki hafa verið sami gripurinn og ekið var á við Geitargerði fyrr um kvöldið, en þessar jarðir liggja saman. Sjúkrabíllinn skemmdist mikið og varð að kalla til varabíl af Króknum til að flytja stúlkuna áfram til Ak- ureyrar. ...bílaæ, tiyggngaæ, bækur, ritföng, framköllun, ramman, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJABS SDÐURQðTU 1 SÍMI 4B3 5950

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.