Feykir


Feykir - 18.10.2000, Page 1

Feykir - 18.10.2000, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Vinnuhópur um forgangsröðun íþróttamannvirkja Setur framkvæmdir við Sund- laug Sauðárkróks efst á lista Vinnuhópur sem unnið hefur að tillögum um forgangsröðun framkvæmda við íþróttamann- virki í Skagafirði er sammála um að af „stóru” verkefnunum verði fyrst í forgangsröðinni Sundlaug Sauðárkróks. Taka þurfi ákvörð- un um hvort endumýja eigi sundlaugina eða byggja nýja og þá hvar hún skuli staðsett. „Sundiaugin er barns síns tíma eins og hún er í dag og liggur undir ntiklum skemmdum. Við sundlaug Sauðárkróks skal vera 25 metra inniiaug og útilaug, bamalaug og heitir pottar ásamt rennibrautum og leiktækjum”, segir í greinargerð vinnuhópsins. Það var menningar- iþrótta- og æskulýðsnefnd sem skipaði vinnuhópinn. I athuguninni kom í ijós að mörg verkefni eru að- kallandi í Skagafirði bæði stór og smá, en stærstu verkefnin eru sundlaugin og gerð frjálsíþrótta- vallar á Sauðárkróki. Hópurinn var sammála um að forgangs- raða ekki smærri verkefnum heldur vinna þau eftir skynsam- legu mati hverju sinni. Þau eru eftirtalin: Ljúka gerð íþróttaað- stöðu í VaiTnahlíð, þar sem að- staða fyrir frjálsar íþróttir er slæm, íþróttavellir á Hólum eru aðkallandi, golfvöllinn á Sauðár- króki þarf að stækka upp í 18 holu vöil, aðstöðu hestamanna á Vindheimamelum þarf að bæta, við sundlaugina í Varmahlíð er áætlað að koma upp rennibraut- um og leiktækjum. laga þarf sparkvöll á Hofsósi og merkja göngu- og hlaupaleiðir fyrir al- menning á þéttbýlisstöðunum. í vinnuhópnum voru fulltrúar frá íþróttafélögum í héraðinu: Páll Ragnarsson frá Tindastóli, Anna Jóhannsdóttir frá hesta- mannafélögunum, Þröstur Frið- finnsson frá Golfklúbbi Sauðár- króks, Ragnheiður Guðmunds- dóttir frá Smára, Kristín Jóhann- esdóttir UMSS, Ami Stefánsson fulltrúi almenningsiþrótta og Hjalti Þórðarson frá Neista. Að sögn Asdísar Guðmunds- dóttur formanns menningar- í- þrótta- og æskulýðsnefndar mun nefndin fara yfir þessar tillögur og mun þessi greinargerð nýtast MÍÆ í vinnu nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar, 3ja ára áætlunar og verða notuð í stefnumótunarvinnu nefndarinn- ar í framtíðinni. Nóg að gera hjá Norðurósi „Þetta er að smella í það horf sem við viljurn hafa það. Við erum búnir að fá nokkuð af fólki frá því síðsumars, erum um 15 starfsmenn í dag, en við vonumst til að fá þrjá til fjóra í viðbót þegar slátrun Iýk- ur”, segir Þorsteinn Hafþósson hjá fiskvinnslunni Norðurósi á Blönduósi, en það er dótturfýr- irtæki Norðurstrandar á Skaga- strönd. Þorsteinn sagði ágætt gengi hjá Norðurósi, en aðalfram- leiðsla fyrirtækisins er svokall- aður mamingur, en það er af- skurður sem fæst frá fiystiskip- um og frystihúsum. Norðurós fær hráefni héðan og þaðan, allt austan frá Raufarhöfn og suður í Garð, en einungis þrjár vinnslur á landinu eru í mam- ingnum. „Þetta em beingarðamir og það er það mikill fiskur á þeim að þessi vinnsla borgar sig. Vinnslan fer þannig fram að vél rífur ftskinn af beinunum og úr verður afurð sem líkist saltfiskbollum, sem er pökkuð og síðan dreift til viðskiptavina í Frakklandi og um allan heim”. Þorsteinn segir að vel gangi með hráefnisöflun, en hjá Norðurósi er einnig að fara af stað flökun á smáþorski og er ætlunin að flaka jöfnum höndum með mamingnum. Góð tíð að undanfömu hefur koniið ýmsum vel enda standa haustverkin víða sem hæst og t.d. mikilvægt fyrir iðanaðarmenn að þeir nái að ljúka sínum útiverkum að mestu áður en veturinn leggst að. K-Taksmenn á Sauðárkrúki hafa að undaiörnu unnið hörðum höndum við að steypa gang- stéttir í bænum, laga stéttir sem brjóta hefur þurft vegna endurnýjunar lagna og annarra framkvæmda. Vanda ráðinn hjá félagsmiðstöðinni Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Friðar á Sauðárkróki sem auglýst var ný- lega. Vanda kemur þó ekki til starfa fyrr en upp úr áramótum, en eins og fram kom í viðtali við hana í síðasta blaði Feykis er hún í fæðingaroriofi. Omar Bragi Stefánsson menningar- íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi segir mikinn feng í þvf að fá Vöndu til starfa vegna reynslu hennar af starfi með unglingum, en hún var um tíma forstöðumaður Arsels í Reykja- vík. Omar sagði að nokkrar um- sóknir hefðu borist frá ágætu fólki, bæðu um starf forstöðu- mannsins og önnur störf í félags- miðstöðinni, sem er að taka til starfa þessa dagana, og er það um hálfum mánuði seinna en undanfarin haust. —KTck^h chjDI JIMftbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ A-Æ M-ÆL sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA # Bílavidgerðir v' Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN . VÉLA- OG VERKFÆRA ÞJÓNUS TA Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.