Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 3
35/2000 FEYKIR 3 Samvinnubókin og KS-bókin kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5,70% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Ársávöxtun ll,15°/o •rf Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 9,9%, Ársávöxtun 10,15% —^ Innlánsdeild Frumkvæði frá sveitarstjórn talið nauðsynlegt Til að vinna framgang málinu um þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Skagafirði Svo virðist sem talsverð hrejf- ing sé að komast á byggingar- mál aldraðra í Skagafirði, en þeim málum hefur h'tið miðað á síðustu árum, að því er virð- ist m.a. vegna innbyrðis tog- streytu og deilna um heppi- lega staðsetningu íbúða fyrir eldri borgara. Vonir standa til að vinna sem starfshópur á vegum atvinnuþróunarfé- lagsins Hrings hefur skilað, varðandi þjónustníbúðir fyrir eldri borgara, muni valda þáttaskilum í málinu. A fundi í Ljósheimum sl. fimmtudag var samþykkt að skipa framkvæmdanefnd um stofnun byggingarfélags um þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða, er verði skipuð þremur Aldanog Fram sameinuð A aðalfundum Verka- kvennafélagsins Oldunnar og Verkalýðsfélagsins Fram í síð- ustu viku var samþykkt að sameinaþessi tvö verkalýðsfé- lög og stofna nýtt félag. Forsagan er sú að á síðasta ári var samþykkt að gera skoð- anakönnun rneðal félags- manna félaganna um samein- ingu. Niðurstaðan varð sú að 85% félagsmanna töldu að sameina ætti félögin. í kjölfar- ið var skipuð sameiningar- nefnd sem vann tillögur að lögum og reglugerðum ásamt öðru því sem þessu ferli fylgir. Stjómir félaganna héldu sam- eiginlegan fund þann 16. októ- ber þar sem að farið var yfir vinnu sameiningamefndar og þar var samþykkt að halda stofnfund þann 2.desember nk. Ennfremur var ákveðið að hvort félag skyldi skipa tvo úr sínum röðum til að stilla upp til stjómar en á stofnfundi verður kosin ný stjóm. Það er því ljóst að í byrjun desember verður til nýtt öflugt verkalýðsfélag í Skagaflrði, til hagsbóta fyrir félagsmenn á svæðinu, segir í tilkynningu frá félögunum en félagsmenn í nýju sameinuðu félagi verða að líkindum tæp- lega þúsund talsins. fulltrúum frá sveitarfélaginu Skagafirði og tveimur frá Fé- lagi eldri borgara. Alit fund- arins var á þá leið að fruni- kvæði frá sveitarstjórn væri nauðsynlegt til að vinna mál- inu framgang. Fundurinn í Ljósheimum var líflegur og þar kom fram greinilegur áhugi fundarmanna um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, en Skagafjörður er greinilega á eftir mörgum sveitarfélögum að svipaðri stærð hvað þessi mál varðar. Öryggi, þjónusta, félags- skapur. Þessi þrjú orð þykja ein- kunnarorð fyrir þarfir eldri borgara, því komst starfshópur- inn fljótlega að raun um. Knút- ur Aadnegaard, sem var í starfs- hópnum, kvaðst hafa verið þeirra skoðunar í byrjun að eldra fólk vildi helst búa í sér- býli frekar en sambýli, en hann skipti um skoðun þegar hann skynjaði að eldra fólkið vildi búa í návist hvors annars. Knút- ur sagði að menn hafi alltof mikið verið að deila um stað- setningu og rifjaði í því sam- bandi upp orð sem „Siggi SifF’ fyrrum byggingarmeistari á Fundurinn í Ljósheimum var líflegur og greinilega mikill áhugi fyrir málefninu.. Króknum var vanur að viðhafa, en þau vom: „Gáðu að því að næstbesti kosturinn er oft jafn- góður og sá besti”. Knútur sagði að það hafi verið athyglis- vert að ræða við fólk bæði í Borgamesi og á Selfossi. Á Sel- fossi hefði fólki t.d. ekki fundist það afgerandi kostur þó sjúkra- úsið væri hinumegin við göt- una. Það væri eins og fólki fyndist það enn meiri kostur að stutt væri í kaupfélagið, þar sem það gæti hitt kunningjana úr sveitinni og komist í félags- skap. Guðmundur Mámsson í Varmahlíð sagðist vonast til að fólk þyrfti ekki að reka sig á veggi lengur hvað byggingar- málin varðaði, en hinsvegar þyrftu trúlega einhverjir aðrir aðilar en eldri borgarar að hafa forustu í þessum málum, þar sem þrekið og kjarkurinn dvín- aði með aldrinum. Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri sagðist skilja vel að fólk hefði áhuga fyrir að byggja íbúðir fyrir aldraða, en hinsveg- ar væri erfitt fyrir sveitaifiélagið að taka þátt í slíkum bygging- um á meðan fólkinu fjölgaði ekki, sérstaklega þegar einn vildi byggja hér og annar ann- ars staðar. Snorri Björn benti á að sveitarfélagið ætti í dag um 100 íbúðir í félagslega íbúðar- kerfinu og hefði á sínum tíma tekið þátt í byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða í hérað- inu. Jón Karlsson formaður Verkalýðsfélagsins Fram, sem sæti átti í vinnuhópnum, sagðist óttast að ef ekki yrði farið að vinna í byggingarmálum aldr- aða með tilliti til þarfa íbúanna, þá væri hættan sú að sveitarfé- lagið mundi missa þetta fólk, og samfélagið mætti ekki við því. Jón sagði að það yrði að nást sátt um það hvaðan for- ustukrafturinn kæmi, að hans áliti væri raunhæft að hann kæmi frá sveitarstjórn sem síð- an mundi sækja móralskan kraft til samfélagsins. Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður og fulltrúi í sveitarstjórn lauk lofsorði á starf vinnuhópsins eins og fleiri fundarmenn. Stefán sagði að það sem eldri borgarar í Skag- firði ættu flestir saineiginlegt, væri að hér vildi fólk eyða ævi- kvöldinu, og hentugt húsnæði eitt af því sem sárvantaði í þessu samfélagi. Stefán kvaðst vonast til að menn mundu leggja allan meting um stað- setningu og annað til hliðar og vinna vel og skipulega að mál- inu, þar sem samfélagslega væri jrað mjög brýnt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.