Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 35/2000 „Algjör lottóvinningur, því þarna var hver dagur farinn að skipta verulegu máli“ Hafdís Guðnadóttír á Sauðárkróki þurfti að fara í lifraskipti, fékk þrjú útköll og biðin var tíu mánuðir eftir líffærinu „Við vorum búin að vera í Reykjavík lengi í þetta skiptið og eginlega búin að gefast upp á því að þetta mundi ganga. Ég var orðin vonlítil um þetta leyti og heilsunni fór stöðugt hrakandi. Við vorum því á leiðinni norður tilbúin að taka örlögunum, þetta virtist útilokað mál að fá líffær- ið. Við vorum búin að fá útkall tvisvar, mikil vonbrigði í bæði skiptin og síðan voru liðnir um tíu mánuðir. En þá allt í einu kom kallið, það var lifur til ráðstöfunar sem hentaði mér, heilbrigt líffæri ólíkt því sem var í íyrri tvö skiptin. Og það var ekkert með það að við vorum drifm út á flugvöll þama strax um kvöldið og aðgerðin var framkæmd á Rík- isspítalanum í Kaupmannahöfn um nóttina. Já, það verður ekki annað sagt frá okkar hlið en þetta hafi verið algjör lottóvinningur. Þama var hver dagur farinn að skipta verulegu máli og ég var orðin virkilega tæp”, segir Hafdís Guðnadóttir 55 ára húsmóðir á Sauðárkróki en hún fór í lifraskipti á síðasta vori eftir að hafa átt við ólæknandi sjúkdóm að stríða til fjölda ára. Hafdís var búin að bíða lengi eftir líffæri og trúlega hefur ekki mátt tæpara standa í þetta skipti. Lifraskipti em fremur sjald- gæf og er Hafdís fyrsti íslendingurinn sem kemur úr þeirri aðgerð frá Kaupmannahöfn, eftir því sem best er vitað, en bmgðið getur til beggja vona með þessar aðgerðir og grundvallaratriði að viðkomandi hafi lifað heilbrigðu lífi. Síðustu þrjú misserin hafa verið á- kaflega ertlð hjá fjölskyldunni á Sæ- mundargötu 15 á Sauðárkróki, en þar búa Hafdís Guðnadóttir og Birkir Ang- antýsson maður hennar, en það var í mars 1990 sem það uppgötvaðist að Hafdís var með mjög alvarlegan sjúk- dóm. Það er því komið á ellefta ár síðan Hafdís fór að finna fyrir eymslum af völdum sjúkdómsins, en hann getur verið ákaflega erfitt að greina, enda afar sjaldgæfur. „Fólk hafði orð á því við mig hvað ég væri orðin gul og sjálf var ég orðin smeyk þegar ég sá guluna í augunum á mér. Ég vissi að gula var gjaman tengd krabbameini og fannst þetta því óþægi- legt. Svo var ég stödd með bamabarn- ið mitt hjá Ólafi Ingimarssyni, sem þá var læknir á Sauðárkróki. Hann lítur á mig og segir: „En heyrðu góða held- urðu að þú þurftir ekki að láta líta á þig, mér lýst ekkert á útlitið á þér.” Það verður úr að hann setur mig í allsherjar rannsókn og sendir mig svo suður, og þá í þeirri meiningu að ég sé líklega með krabbamein. Ég fer í miklar rann- sóknir fyrir sunnan, en þeir ftnna ekkert krabbamein. Læknirinn minn Hallgrím- ur Guðjónsson heldur rannsókninni á- fram og er ákveðinn í því að ftnna hvað þetta er. Það kemur í ljós við miklar rannsóknir. Þetta reynist vera svokallað innra ofnæmi, sjúkdómur sem býr um sig í lifrinni og er ólæknandi. Það eina sem kemur til greina em lifraskipti. Þetta kom í ljós í rannsókn í marsmán- uði 1999. Mér em gerð grein fyrir þessu Hafdís á Ríkissjúkruhúsinu í Kaupmannahöfn tíu dögum eftir lifra- skiptiaðgerðina. Hafdís og Birkir heima á Sæmundargötunni. Síðustu misserin hafa þau búið í ferðatösku, verið á sífelldu ferðalagi milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. og eini möguleikinn sé þessi. Það hringsnérist allt fyrir mér, en það var ekki um annað að ræða en fara í lifra- skiptin, þó það gæti brugðið til beggja vona. Og ég var strax jákvæð fyrir að fara í þessa miklu aðgerð. Reglusemin kom sér vel Ljósi punkturinn í þessu öllu var það að möguleikarnir á því að aðgerðin ntundi heppnast voru stómm meiri vegna þess að ég hafði lifað heilbrigðu lífi, hvorkti reykt né dmkkið. Þeir gáfu mér 90% von, en fyrir drykkjufólk og fólk sem hefur lifað óheilbrigðu lífi, fólk sem fengið hefur skorpulifur, em líkurnar að mér skilst taldar miklu minni og margir hafa ekki lifað af lifra- skiptiaðgerð. Og nú hófst leitin að líffærinu. Tveir mánuðir liðu og 19. maí fengum við fyrsta útkallið. Við vomm á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll, þegar okkur var snúið við. Líffærið haft reynst óheilbrigt og við fómm aftur norður. Þrem dögum seinna fáum við aftur útkall. Og þar sem við vomm stödd fyrir norðan vor- um við send með leiguflugi beint frá Akureyri til Hróarskeldu í Danmörku. Þegar við komum út fengum við þær fregnir að líffærið hafi reynst óheilbrigt og okkur var snúið heim að nýju. Við urðum enn að bíða eftir líffæri og sú bið var löng”. Þau Hafdís og Birkir segja að það megi heita að þau hafi búið í ferðatösku síðustu þrjú misserin. Ferðimar hafa verið margar á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þar sem þau hafa dvalið langdvölum. Og í Reykjavík var í eng- in hús að venda nema hjá frændum og vinum. Birkir segir að það vanti alveg í- búðir í borginni fyrir fólk utan af landi sem er með sjaldgæfa sjúkdóma. „Ef hún hefði verið með hjartasjúkdóm eða krabbamein þá hefðum við fengið íbúð um leið”, segir Birkir. - En Hafdís, hvemig leið þér á þess- um biðtíma eftir líffærinu? „Mér leið ákaflega illa og sjúkdóm- urinn áperðist mjög hratt síðustu mán- uðina. Ég var orðin ákaflega máttlítil og úthaldslaus. Gat eiginlega ekkert gert, var hætt að geta sinnt heimilisstörfun- um. Maður var líka orðin ákaflega von- lítil um að þetta mundi ganga, og tæp að öllu leyti má segja.” Hafdís segir að það virðist vera ákaf- lega erfitt að fá lifur. mun erfiðara með líffæragjafa en varðandi t.d. ným og hjarta. I ljósi þess segir hún að það komi sér ekki á óvart þær fregnir að menn séu farnir að framleiða líffæri með klónun. Og Birkir skýtur því inni í að Danimir hafi haft orð á því að íslensku líffærin séu alveg gull miðað við þau dönsku, bresku og bandarísku, og vilji nteina það að Islendingar lifi heilbrigðara lífi en þessar þjóðir, hvað sem er nú hæft í því, en t.d. Danirnir eru t.d. orðlagðir fyrir mikla bjórdrykkju. Rúma níu tíma á skurðarborðinu Það var svo að kvöldi 10. apríl sem þau Hafdís og Birkir héldu til Dan- merkur ásamt dönskum læknum frá Reykjavík. Og að þessu sinni var líffær- ið með í för, en það er úr Islendingi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.