Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 5
35/2000 FEYKIR 5 „Svínvetningar mjög já- kvæðir og samstarfsfíisir" segir Viggó Jónsson myndatökumaður sem vinnur að gerð heimildamyndar um „Mannlíf í Svínavatnshreppi“ Viggó kominn með myndavélina á öxlina, tilbúinn í einn myndatökutúrinn. Viggó Jónsson rafvélavirki og myndatökumaður á Sauðárkróki hefur sinnt fréttaöflun fyrir sjónvarpið á sjötta ár. Síðustu misserin hefur Viggó einnig unnið að gerð heimildamynda og nú síð- asta árið hefur hann rnyndað fyrir Svína- vatnshrepp í Austur - Húnavatnssýslu, en sveitarstjómin er að láta gera heim- ildamynd sem heitir „Mannlíf í Svína- vatnshreppi”. Mörgum þótti Viggó nokkuð djarfur á liðnu vori þegar hann hætti í ágætis framkvæmdastjórastarfi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til að helga sig myndatökunum. Viggó segir að það hafi verið ágætur tímapunktur eftir 11 ár hjá kaupfélaginu og tími til kominn að sjá hvemig landið lægi annars staðar. „Þetta er óplægður akur hér. Eg vil meina að héðan sé hægt að flytja meira af fréttum og fréttatengdu efni, jafnvel gera sjónvarpsþætti, en þetta fer náttúr- lega eftir vilja sjónvarpsstöðvanna. Svo er það spumingin um að maður sé nógu duglegur að ná sér í verkefni. Ég hef líka trú á því að þegar Fjölnetið verði komið hér með öfluga ljósleiðaratengingu, þá býður það upp á aukna möguleika, t.d. beinar útsendingar frá íþróttakappleikj- um. Fyrsta sjálfstæða verkefnið sem Viggó tók að sér að festa á filmu, var Búið var að undirbúa rannsóknina og Birkir kvaðst hafa orðið undrandi að sjá allt það umstang og umfang sem var á skurðstofunni. Hafdís var drifin á skurðarborðið þama klukkan fimm um nóttina að íslenskum tíma og aðgerðin tók níu tíma og stundarfjórðungi betur. „Þetta hefur gjörbreytt okkar lífi og maður horfir öðmm augum á lífið eftir þetta. Ég lít á þetta sem annað tækifæri til að fá að lifa. Það var stórkostlegt að njóta frábærrar aðhlynningar starfs- fólksins á Ríkissítalanum í Kaup- mannahöfn og órúlegt hvað hlutimir ganga hratt og vel fyrir sig á þessu stóra sjúkrahúsi þar sem 7000 manns starfa. Ég var furðanlega fljót að braggast og eftir mánuð, á lokadaginn 11. maí, var ég send heim til íslands, reyndar með því fororði að ég legðist inn á Lands- spítalann. En læknirinn minn Hallgnm- ur Guðjónsson sagði að ég væri orðin það hress að það væri best að ég væri á göngudeildinni og þeir fylgdust svo með mér nánast daglega í nokkra mán- uði”, sagði Hafdís, en það em einungis nokkrar vikur síðan Hafdís fékk að fara norður til Sauðárkróks og þau vom einmitt nýkomin að sunnan úr einni rannsókninni þegar blaðamaður Feykis leit inn á Sæmundargötunni sl. fimmtu- dag, og nú í vikunni liggur leið þeirra Hafdísar og Birkis aftur suður. Aðspurð um heilsuna í dag segir Hafdís að þetta sé allt á réttri leið. Henni hafi hrakað um tíma, sökum þess að lyfin höfðu óæskileg áhrif á ntynd sem Guðrún Guðmundsdóttir á Skagaströnd var forkólfur fyrir ásamt Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra, er fjall- ar um mannlíf og menjar í Kálfshamars- vík á Skaga. „Þetta verkefni er ekki eins viðamik- ið og í Svínavatnshreppnum, en þarna var verið að segja frá lífinu í Kálfsham- arsvík eins og það var fyrr á öldinni þeg- ar þama var byggð og tekin vom viðtöl við gamalt fólk er þama bjó. Það má segja að þessi vinna hafi verið kveikjan að því að ég tók að mér að gera myndina fyrir Svínvetninga”, segir Viggó, en myndin „Mannlíf í Svínavatnshreppi” á að lýsa lífinu eins og það er í hreppnum eitt ár, lfá hausti til haust á aldamótunum þegar tuttugasta og fyrsta öldin hefur innreið sína. Myndatökum á að ljúka nú í haust og myndin verður fullgerð með vorinu. „Ég hef verið að mynda ýmsa atburði sem tengjast mannlífinu í hreppnum síð- asta árið, búskaparhætti, samkomur, við- töl við fólkið á bæjunum og ýmislegt fleira. Ég byrjaði á því að fara í göngur og réttir á Auðkúluheiði á síðasta hausti. Fór upp í Afangafell og Hveravelli og fylgdist með lífinu í gangnamannakof- unum á kvöldin. Þar var mjög skemmti- leg fjallakofastemmning. Ég tók líka nýmastarfsemina, en læknamir telji sig vera búna að finna lausn á því máli, þannig að nú verði vonandi allt upp á við úr þessu. En þó heilsan sé að komast í lag þá er það oft aðrir hlutir sem fygja miklum veikindum. Birkir fór í launalaust frí þegar veikindin komu upp í byrjun síð- asta árs og þar sem hann sá ekki fram á að geta byrjað að vinna aftur, sagði hann sig frá vinnunni. Kostnaðurinn varðandi ferðir og uppihald hefur líka verið mikill og skuldimar hafa safnast upp. „Þrátt fyrir mikinn stuðning eru skuldirnar orðnar miklar sem orðið hafa til vegna veikindanna”, segir Birkir og það hefur m.a. orðið til þess að þau ákváðu að setja húsið á söluskrá. „En við erum samt ákveðin í því að láta eitthvað gott af okkur leiða og maður lærir ýmislegt af því að lenda í svona erfiðleikum”, segja þau Birkir og Hafdís, en þau ætla sér m.a. að efna til hvatningarsamkomu fyrir fatlaða. Þá er á prjónum að selja ýmsar heilsu- og íþróttavörur sem eiga að geta gagnast fólk vel. Og þau gera sér vonir um að geta náð mark- aði fyrir þessar vörur, fyrst í Skag- firði og síðan út um landið. „Eitthvað verður að gera til að laga stöðuna á yfirdráttarreikningnum”, segja þau Hafdfs og Birkir að lokum, en þau vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa hjálpað með stuðn- ingi sínum og hlýhug. ntyndir af smalamennskunni úr lofti, fór í útsýnisflug með Finni Þór Friðrikssyni. Ég fylgdist líka með slátruninni”, segir Viggó, en aðspurður hvort hann hafi þá myndað heimaslátrunina, kvað Viggó ekki svo vera, honum skildist að heima- slátrun tíðkist ekki hjá Svínvetningum, þeir fari með allt sitt sláturfé í sláturhús. „Svo myndaði ég mjólkurframleiðsl- una og fylgdi mjólkurdropanum úr kúnni í vinnsluna. Þá voru búskapar- hættir myndaðir, plæingar, jarðvinna og mismunandi heyverkunaraðferðir, en þar sýnist mér rúllubaggaaðferðin sé að taka yfir. Ég hef kynnst nokkuð félagslífinu og mannlífinu hjá Svínvetningum. Þar eins og annars staðar er þorrablótið mikil skemmtun og karlakórinn skipar mikinn sess í sveitinni. Þá er sterkur þáttur í líf- inu í sveitinni athafnimar sem fara fram í kirkjunum að Svínavatni og Auðkúlu. Það var kvikmyndað þegar sveitarhöfð- inginn Þórður Þorsteinsson á Gmnd var kvaddur og borinn til hinstu hvílu, og einnig þegar séra Stína Gísladóttir kvaddi söfnuðinn fyrir skömmu”. - En nú virðist sem kvenfélögin séu oft virkustu og sterkustu félögin í sveit- unum, hefurðu þá ekki lent inni á fundi hjá kvenfélaginu? „Nei ekki er það nú, en ég hef verið á samkomu sem kvenfélagið stóð fyrir. Það sem kom mér þó mikið á óvart þeg- ar ég fór að ferðast um hreppinn, var þessi breyting sem orðin er í sveitunum. Sú að þeir em orðnir svo fáir bæimir þar sem bæði hjón vinna heima að búinu. Myndatakan hefur tekið aðeins lengri tíma en reiknað var með, vegna þess að það var ekki hægt að ná báðum hjónum heima nema um helgar”. - Hvernig hefur J>ér fundist að vinna að þessu verkefni? „Mjög skemmtilegt. Ég átti satt að segja ekki von á því að fólk yrði almennt svona jákvætt og samstarfsfúst. Það hef- ur til að mynda verið mjög gott að fá viðtal við fólkið og það yfirleitt ófeimið að koma fyrir myndavélina. Svo vona ég bara að þetta verði skemmtileg mynd og er raunar sannfærður um að hún verður mjög merkileg heimild þegarfram líða stundir. Ég vil þakka að lokum Svínvetn- ingum fyrir ánægjuleg kynni.” Gott gengi Tindastóls í Epsondeildinni I’indastólsliðið hefur staðið sig vel síð- ustu vikuna í Epson-deildinni, unnið sigur á bæði Valsmönnum og IR ing- um, en leikimir gegn þessum félög- um fóru fram á Sauðárkróki. Tinda- stóll er nú í efri hluta deildarinnar, með sex stig eftir fjóra leiki. Það var hraður og skemmtilegur körfubolti hjáTindastóli og IR á sunnu- dagskvöldið og oft sáust mjög skemmtileg tilþrif. Tindastólsliðið sýndi það í þessum leik að þeir eru lík- legir til að verða mjög sterkir í vetur. Lokatölur urðu 81:73. Shawn Mayers átti stórleik og hefur sjaldan leikið bet- ur. Antropov var mjög sterkur og þeir Svavar, Éárus.Kristinn og Ómar léku einnig mjög vel. StigTindastóls: Shawn Mayers 31, Mikhail Antropov 13, Lár- us Dagur Pálsson 11, Kristinn Friðriks- son 9, Svavar Birgisson 9, Tony Pomo- nes 6 og Ómar Sigmarsson 2. Valsmenn voru lfklegir til að velgja Tindastólsmönnum en styrkleikamunur liðanna var augljós og sigurTindastóls ömggri en lokatölur gefa til kynna, en þær vom 92:80. Hjá Tindastóli átti Shawn Meyers enn einn glansleikinn, Grykkinn Tony Pomones átti einnig stórleik, og Rúss- inn Antropov sýndi góða takta. Krist- inn, Láms og Svavar stóðu fyrir sínu. Stig Tindastóls: Shawn Mayers 26, Tony Pomones 19, Mikhail Antropov 12, Láms Dagur Pálsson 11, Kristinn Friðriksson 10, Svavar Birgisson 8 og Ómar Sigmarsson 6.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.