Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 7
35/2000 FEYKIR 7 Á sjöundu síðu Af auglýsingu og fleiru skemmtilegu Á fimmtudögum kemur Sjónhomið og segir okkur hvað við erum að aðhafast í þessu samfélagi: endurspeglar tiltekt- ir okkar og því er eðlilegt að við látum lestur þess sitja fyrir flestu öðru. Að lestri loknum erum við fróðari um okkur sjálf, inn á við og út á við, allt eftir því hvemig efnið er nálgast. I Sjónhominu 5. okt. sl. var auglýsing upp á hálfa síðu og þessi hálfa síða vekur fleiri spumingar en þægilegt er að koma oi'ðum að í einum pistli. Fyrst kemur í hugann hvort búið sé að einkavæða Félags- miðstöðina Frið. Og það farið framhjá manni. Öðm eins smá- ræði gæti þessi hljóðláta sveitar- stjóm komið í verk án þess að mikið bæri á. Það er verið að auglýsa eftir starfsmönnum við Félagsmiðstöðina Frið. Auglýs- ingin er ekki í nafni sveitarfé- lagsins heldur eins af starfs- mönnum þess. En við seinni lestur kemst maður að því að þetta er óvenjulega skemmtileg auglýsing og þaif ekki að koma á óvart því sá sem auglýsir er góður húmoristi og ljúfmenni í umgengni. Hefur með menn- ingar- íþrótta- og æskulýðsmál að gera hjá sveitarfélaginu. Menntaður í auglýsinga- og markaðsmálum. Hefur eðlilega viljað ná árangri með auglýs- ingunni og því kannski talið heppilegt að fela vinnuveitand- ann svona í fýrstu umferð. Þetta er skemmtilegt. En það er fleira skemmtilegt í þessum sjö setningum sem auglýsingin telur. Það er ótrú- legu magni af upplýsingum komið fyrir í stuttu máli. Það ó- sagða að baki textans heillar. Þetta sem alla höfunda dreymir víst um um að ná; að skrifa eina setningu sem býr yfir ótal ósögðum merkingum en þó ein- hverju því sem allir skilja. Og þetta leiðir hugan að því sem Laxnes skrifaði í góðri grein hversu væri flókið og þó einfalt í sjálfu sér, því einfeldningur, eins og hann orðar það, gæti mælt fram setningu sem rithöf- undi dytti ekki í hug, þótt hann fómaði til þess ævi sinni. Félagsmiðstöðin Friður á Sauðárkróki. Þetta er fyrsta setningin. Næsta setning: Aug- lýst er eftir forstöðumanni og alm. starfsmönnum. Ekki er al- veg Ijóst fyrir hvað alm stendur. Það gæti staðið fyrir almennum og lfka almennilegum. Svo dæmi séu tekin. Og það er hald- ið áfram með skilgreininguna á því sem auglýst er eftir. Við sækjumst eftir forstöðumanni með menntun og reynslu á þessu sviði. Ekki kemur fylli- lega fram hverjir við erum en líkur má leiða að því að um ein- hvem hóp sé að ræða. Þarf þó ekki að vera. Gæti t.d. verið ein- hver tvö. Við tvö og blómið var vinsæll texti hér í eina tíð. En forstöðumaðurinn á að vera menntaður og á einnig að hafa reynslu á einhverju sviði sem ekki erífekartilgreint. Menntun er sem betur fer almenn í dag og reynsla kemur með árunum. Þetta er nokkuð ahnennt. En spumingin er um sviðið. Þá er komið að fjórðu setn- ingu þessarar yfirlætislausu auglýsingar; Um er að ræða störf sem aðallega eru unnin á kvöldin og við viljum gjama fá jákvætt fólk og traust fólk með nýjar og góðar hugmyndir, og sem hefur áhuga á að vinna með bömum og unglingum. Og hér fer sviðið að opnast. Þetta er sem sagt vinna á kvöldin með bömum og unglingum. Og þá kemur spuming um hvort þessi vinna sé í heimahúsum eða á öðrum stöðun og þá utan heim- ila. Og þá kemur upp í hugann hvort viðkomandi VIÐ - sem virðast munaðarflaus í þessari auglýsingu hafi kynnt sér þá lögreglusamþykkt sem gildir hér á svæðinu og kveður á um útivistartíma barna og unglinga. Ef misminni truflar ekki er gert ráð fyrir að þeir yngstu séu sem mest heima hjá sér á þeim tíma sólarhringsins. En þessu má auðvitað breyta ef annað er f boði. En starfsfólkið á gjama að vera jákvætt og traust fólk með nýjar og góðar hugmyndir. En þetta er ekki neitt skilyrði í sjálfu sér. Þetta fólk má vera af allt öðmm toga. Það er reyndar ekki tekið fram í hverju hug- myndir eiga að vera fólgnar. Ef það er varðandi æskulýðsstarf er erfitt að bæta um þær hug- myndir sem menningar- íþrótta og æskulýðsnefnd sveitarfélags- ins hefur þegar verið að vinna að, en í sumar vom uppi hug- myndir um að taka á leigu hluta af vínveitingarhúsi og breyta í aðstöðu fyrir böm og unglinga. Og hefði þetta vissulega getað verið forvitnileg tilraun í upp- eldi en hér gerðist sem oft áður að úrtölufólkið birtist og stóð í vegi fyrir kannski eðlilegri framþróun og sjálfsagðri til- raun. En þetta þarf ekki að koma á óvart. Mannkynssagan er full af svona hliðstæðum. Það gætir svolítillar örvænt- ingar í orðalaginu fólk með nýj- ar og góðar hugmyndir. Menn- ingar íþrótta og æskulýðsnefnd, ef hún stendur að baki þessarar auglýsingar, má ekki örvænta um framgang hugmynda sinna í æskulýðsstarfi. Mannkynssagan er líka full af frásögum af fólki sem hefur komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Þá er komið að fimmtu setn- ingu auglýsingarinnar; Um- sækjendur þurfa að vera a.m.k. 18 ára. Þetta er skýrasta setning auglýsingarinnar og augljóst að böm og unglingar geta ekki sótt urn þau sörf sem þama em aug- lýst. En sjötta setningin er sennilega athyglisverðust; Laun samkv. kjarasamningi starfs- mannafél. Skagafjarðar. Þá skal fyrst nefna að skammstafnanir eru nokkrar og geta verið mis- vísandi eins og þegar hefur ver- ið bent á. Hisvegar bera að at- huga að skammstafanir geta stafað jöfnum höndum af leti og dugnaði svo undarlega sem það kann nú að hljóma. Nú vita allir að kjarasamningar eru þannig úr garði gerðir að greitt er fyrir menntun. Forstöðumaður á aug- Ijóslega að fá greitt fyrir mennt- un hver svo sem hún kann að vera. En þegar kemur að öðm starfsfólki er ekkert lagt uppúr menntun en auglýst eftir eðlis- þáttum en um slíkt er ekki samið á vinnumarkaði og má því gera ráð fyrir að launa- greiðslur verði heldur í hófi. Hins vegar verður að telja lík- legt að þar sem skírskotað er í áðumefndan kjarasamning sé það þrátt fyrir allt Sveitarfélag- ið Skagafjörður sem auglýsir þessi störf og ekki viðeigandi að það læðist með veggjum í þessu tilviki þótt eðlilegt kunni að vera í öðmm efnum. Umsókn- arfrestur að þessum störfum er ekki langur, einir fimm dagar og má merkilegt vera ef það stang- ast ekki á við einhver lög eða reglugerðir sem em á sveimi í þessu samfélagi en hér kann dugnaður að valda líkt og um skammstafanimar. Fundargerðir Menningar í- þrótta og æskulýðsnefndar virð- ast oft koma sveitarstjórnar- mönnum á óvart og var síðasti sveitarstjómarfundur ekki und- antekning þar á. Sá sem hér skrifar vill beina þeim tilmælum til vinar síns Snorra Styrkárs- sonar að hann fari mjúkum höndum um þessar fundargerð- ir og kæfi ekki þær tilraunir sem nefndin gerir til að vekja kátínu og gleði á sveitarstjómarfund- um. Á sveitarstjómarfundum virðist gleði og kátína oft fjarri húsum. JOO. (Þessi pistill þurfti að bíða birt- ingar í viku sökum plássleysis.) Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu fjögur dekk stærð 185x65x15, negld lítið slitin. Upplýsingar í síma 453 5633 eftirkl. 19. Til sölu Toyota Corolla XL 1300, ijögurra dyra, sjálfskiptur, árgerð '89. Upplýsingar í síma 557 7076. Til sölu, sem nýtt, sporöskju- lagað eldhúsborð. Upplýsingarí síma 453 6265, seinnipart dgs. Til sölu Lancer árg. ‘86. Upplýsingar ísíma 453 5561. Húsnæði! Þriggja herbcrgja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 26. október nk. kl. 21. Kaffiveitingar - fjölmennum. F.E.B.H. Auglýsing í Feyki ber árangur Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS-umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar Athugið! Athugið! Athugið! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu 1 kg. á viku! FRÍ SÝNISHORN! Hringdu núna ísíma 552 4513 Eða skoðaðu: www.heilsuverslun.is AVIS Bílaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Atvinna! Óskum eftir starfsmanni á verkstæði, vönum viðgerðum á vörubílum og vinnuvélum. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 453 5581 og hjá Steypustöð Skagafjarðar elif. Skarðseyri 2. Steypustöð Skagaijarðar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.