Feykir


Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 37/2000 F ramkvæmdum lokið við veginn í Stíflunni Fyrir skömmu lauk talsverð- um endurbótum á Ólafsfjarðar- vegi í Fljótum. Um er að ræða 16 km langan kafla frá Reykjar- hóli að sýslumörkum á Lág- heiði. Verkið hófst sumarið 1998 með gerð vegrása í þeim til- gangi að veita vatni frá vegin- um. Undanfarin tvö sumur hefur verið unnið við að styrkja, breikka og hækka veginn auk þess sem öll ræsi voru endurnýj- uð. Við þessa framkvæmd var vegurinn hækkaður að janfnaði um 30-40 sm og breikkur tals- vert, hinsvegar er veglínan nán- ast óbreitt. Má segja að þarna hafi loks verið ráðist í fram- kvæmd sem fyrir löngu var nauðsynleg, enda vegurinn gam- all og viðhaldslítill um árabil. Jafnhliða þessu var vegurinn frá Ketilási fram að Reykjarhóli yf- irkeyrður. Verktakar voru Arni Helgason í Ólafsfirði sumarið 1999 og Jarðverk ehf. úr Fnjóskadal sumarið 2000. Vinnuflokkur vegagerðarinnar sá um ræsagerðina. Heildarkostnaður við verkið var um 65. millj. króna. Ö.Þ. Nýlega var haldinn beinverndardagur í 8. bekk Árskóla. Markmiðið með deginum var að Nýlega barst Skagfirðingasveit að gjöf tvær handvirkar tal- stöðvar, frá Vélaverksæði KS og Vinnuvélum Símonar Skarp. Haraldur Ingólfsson formaður Skagfirðingasveitar tók við stöðvunum, en iionum á hægri hönd er Geir Eyjólfsson frá VKS og Símon Skarphéðinsson vinnuvélaeigandi hinum megin. Þá gaf Efement einnig tölvu til Skagfirðingasveitar nýlega. Iionsmenn gefa sigbúnað Lionsklúbbur Sauðárkróks hefur afhent Sauðárkrókskirkju búnað til notkunar í kirkjugarðin- um við greftranir. Búnaðinum er komið fyrir yfir opinni gröfinni og lætur kistuna síga rólega nið- ur, í stað þess að gera það með handafli eins og tíðkast hefur. Hann er knúinn rafhlöðu sem er hlaðin, milli þess sem hann er í notkum og að því leiti auðvelt að nota hann hvar sem er í garðin- um. Af hálfu kirkjunnar er það frjálst að vali aðstandenda hvort þessi sigbúnaður er notaður við útfarir. Búnaðurinn var notaður í fyrsta sinn við útfarir þann 21. október, en formleg afhending verður við guðsþjónustu á Allra- heilagramessu 5. nóvember. fl Skagafjörður ítreka það að mjólk er kalkrík og ásamt d-vítamíni og hreyfingu styrkir hún beinin, að sögn Alfreðs Guðmundssonar kennara. I tilefni dagsins var farið í ratleik og endað við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem nemendur fengu afhenta eina dreitil- fernu, d-vítamínbætta léttmjólk, sem er talin mjög holl fyrir beinin. Framsóknarmenn álykta um byggðamál á kjördæmisþingi Sameiginlegt kjördæmis- þing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra og á Vestur- landi var haldið um helgina að Reykjum í Hrútafirði. Eftir al- menn aðalfundarstörf voru al- mennar stjómmálaumræður en framsöguerindi fluttu þau Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðhen a, Páll Pétursson félags- málaráðheiTa og Kristinn H. Gunnarsson þingflokksfor- maður. I framhaldi af fram- söguerindunum urðu fjörugar umræður m.a. um stjómmálaá- standið, ríkisstjómarþátttökuna og flokksmál. Meðal annars var ályktað um byggðamál á þinginu. „Framsóknarmenn leggja nú sem fytr mikla áherslu á að snúa til betri vegar þeirri byggðaþróun sem viðgengist hefur í landinu undanfama ára- tugi. Kjördæmisþingið fagnar yfirfærslu byggðamála til Framsóknarflokksins og væntir markvissari aðgerða í mála- flokknum í kjölfarið. Skil- greina þarf vaxtarsvæði á landsbyggðinni með það fyrir augum að efla menntun og aðra opinbera þjónustu. Með því er hægt að samtvinna mennta- og atvinnulíf til framtíðar og búa til tækifæri til nýrrar atvinnu- sköpunar. Enn fremur er efling sveitarfélaga, sameining þeiiTa og tilflutningur verkefna frá rfki til sveitarfélaga til þess fall- in að styrkja búsetu á lands- byggðinni. Kjördæmisþingið leggur þó áherslu á að með auknum tilflutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga séu sveitarfélögum tryggðar nauð- synlegar tekjur. Þá fagnar kjör- dæmisþingið þeirri leiðréttingu sem í vændum er á tekjustofn- um sveitarfélaga og fasteigna- ojöldum á landsbyggðinni. Þingið vill að aðgerðum sé beitt í skattamálum til að gera bú- setu á landsbyggðinni eftir- sóknarverðari. Kjördæmisþingið bendir á að stækkun kjördæma kallar á bættar samgöngur innan norð- vesturkjördæmisins. Kjördæm- isþingið fagnar auknum fram- lögum til fjarkennslu og telur að efla beri hana enn frekar. Jafnrétti til náms án tillits til efnahags eða búsetu er einn af grundvallarþáttum í stefnu Framsóknarflokksins. Nýta ber hin nýju tækifæri upplýs- ingasamfélagsins til aukinnar menntunar og nýrra atvinnu- tækifæra. Tryggja ber öllum landsmönnum aðgang að gagnaflutningum á sama verði auk þess sem auka þarf afköst dreifikerfisins. Þetta er lykilat- riði til þess að fjölga atvinnu- tækifærum á landsbyggðinni og nauðsynlegt til að atvinnulíf þar hafi sömu þróunarmögu- leika og á höfuðborgarsvæð- inu.“ Ibúð til sölu Félagsmálanefnd Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í 4ra herbergja 109,5 m2 íbúð í parhúsi íTúnahverfi á Sauðárkróki. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 455 3000. Festur til að skila tilboðum er til 17. nóvemember nk. Félagsmálanefnd Skagaíjarðar. Tindastóll - Hamar fimmtudagskvöld kl. 20 Áfram Tindastóll! Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðáikróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttai itari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.